Áfram Ísland - 01.06.1980, Page 1
Kjarkmaður í kjöri
Einn er sá hópur manna, sem
hefur lagt áherslu á að embætti
forseta landsins sé vettvangur
stjórnmála. Það eru stuðnings-
menn Alberts Guðmundssonar.
Stjórnmál eru staðreynd, sem
hver maður býr við, og það er
ekki annað en flótti undan stað-
reyndum að álíta að efsta þrep
stjórnunar landsins geti verið
undanþegið andrúmi stjórnmál-
anna.
Albert Guðmundsson var
kjörinn fyrst á þing fyrir
Reykjavík árið 1974. Hann var
áður búinn að skólast í stjórn-
málum sem borgarfulltrúi í
Reykjavík og borgarráðsmaður.
Allir þræðir í stjórnmálum
landsins og sveitarstjórnarmál-
um eru honum kunnir. Reynsla
hans á sviði stjónmála hlýtur að
vera honum ómetanleg verði
hann kjörinn forseti.
Augljóst er hverjum manni, að
varla verður nokkur sá kallaður
til nýtilegrar verkstjórnar yfir
flóknum störfum í margvís-
legum greinum atvinnuvega,
nema hann viti deili á þeim
verkum sem hann á að stjórna.
Ein er um forsetaembættið. í
þau skipti sem forsetinn verður í
senn valdamesti maður landsíns
og verkstjóri forustumanna
stjórnmálaflokka við stjórnar-
myndanir, er þýðingarmikið að
hann gjörþekki hið flókna völ-
undarhús stjórnmálastarfsem-
innar. Geri hann það ekki lendir
valdið að mestu í höndum
stjórnmálaforingjanna, sem
geta eftir atvikum ákveðið hve
langan tíma tekur að mynda
ríkisstjórn. Á tímum mikils óróa
í efnahagslífi getur stórfelldur
dráttur á stjórnarmyndun bein-
línis orðið skaðlegur úr hófi fyrir
þjóðina. Þetta ber að hafa í
huga, þegar valið er á milli
stjórnmálamanns í embætti for-
seta og annarra, sem ekki hafa
nýtilega þekkingu til að bera á
sviði, sem hlýtur að teljast
þýðingarmest í starfi forseta á
örlagastundum.
Þótt Albert Guðmundsson
hafi verið fulltrúi í borgarstjórn
og borgarráði Reykjavíkur og
þingmaður fyrir kjördæmið, hef-
ur hann sýnt hvað eftir annað að
hann hugsar út fyrir flokksmörk
og þrönga flokkshagsmuni.
Stefnu sína hefur hann mótað
eftir samvisku sinni í hverju
máli. Hann hefur litið á sig sem
þingmann íslendinga. Þess
vegna hafa pólitískir andstæð-
ingar fylkt sér um hann nú,
þegar hann er í framboði við
forsetakjör. Slíkan stuðning fær
enginn stjórnmálamaður nema
hann hafi sýnt og sannað að
starf sitt vinnur hann af heilind-
um fyrir heildina hverju sinni
með jafnræði og virðingu fyrir
andstæðingunum í huga.
Að stjórnmálum slepptum hafa
örlögin haslað Albert Guð-
mundssyni völl á sviði atvinnu-
lífsins. Hvar sem hann hefur
verið til kvaddur hefur hann
staðið að hagræðingu og eflingu
fyrirtækja og stofnana. Má í því
efni minna á forgöngu hans við
stofnun Tollvörugeymslunnar.
Það er því augljóst mál að verði
Albert kjörinn forseti mun hann
freista þess að efla markaði
landsins út á við eftir því sem
virðing embættisins leyfir og
tilefni gefast, til hagsbóta fyrir
launþega, fyrirtæki og stofnanir.
Þetta er kannski eitt af þýð-
ingarmestu þáttunum, sem gera
framboð Alberts svo glæsilegt.
Árangur þess vilja hans býr í
skauti framtíðarinnar.
Sjálfur hefur Albert Guð-
mundsson orðið að vinna sig til
þess veraldlega vegs og þeirra
mannvirðinga, sem hann nýtur.
Hann er ekki fæddur með silfur-
skeið í munni. Föður sinn missti
hann ungur. Eftir það ólst hann
að mestu upp hjá ömmu sinni á
Smiðjustíg 6 í Reykjavík. Hann
stundaði verkamannavinnu við
höfnina, og aðra vinnu sem t*il
féll. Hann menntaðist í verslun-
arfræðum í Samvinnuskólanum
og síðar í Skotlandi og London,
en varð upp úr því fyrstur
Norðurlandamanna til að gerast
atvinnumaður í knattspyrnu í
Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu.
Það tímabil í ævi hans varð einn
samfelldur stjörnuleikur. Dvöl
Nú er þörf fyrir stjórnmálamann í embætti forseta.
Þess vegna kjósum viö Albert Guðmundsson
Nú þurfa atvinnuvegirnir aö eiga sérstakan talsmann, þar sem er forseti landsins.
Þess vegna kjósum við Albert Guðmundsson.
Enginn einn maður hefur borið hróður íslands eins víða og meða! eins margra.
Þess vegna kjósum viö Albert Guðmundsson.
Enginn hefur eins afdráttarlaust fylgt samvisku sinni við ákvörðun mála.
Þess vegna kjósum viö Albert Guðmundsson.
Enginn ber fremur sæmdarheitið maður fólksins.
Þess vegna kjósum viö Albert Guðmundsson.
hans með erlendum þjóðum varð
mikilsverð viðbót við ágæta
skólamenntun.
Eftir að Albert Guðmundsson
fór að hafa afskipti af borgar-
málum, og einnig eftir að hann
tók sæti á Alþingi, hefur hann
gert sér sérstakt far um að sinna
málefnum aldraðra. Með þeim
hætti vildi hann minnast þeirrar
konu sem fóstraði hann ungan.
Annars eru honum líknarmál
mjög huglæg, og hann hefur
verið athafnasamur við að koma
mörgum þeirra í höfn. Það
kunna þeir að meta og þakka,
sem nú njóta verka hans á
þessum sviðum.
Albert Guðmundsson er
kvæntur Brynhildi Jóhannsdótt-
ur. Þau eiga þrjú uppkomin
börn, eina dóttur og tvo syni,
sem nú eru að mestu teknir við
fyrirtæki föður síns. Jafnræði er
með þeim hjónum. Brynhildur er
gáfuð og skáldmælt kona, enda
á hún til þeirra að telja, dóttir
Þóru Jónsdóttur, skáldkonu, frá
Kirkjubæ. Brynhildur hefur tek-
ið að sér hlutverk eiginkonu
athafnamannsins og vakað yfir
velferð hans, heimili og börnum.
Brynhildur er sérstaklega vel
máli farin, mælt á sex erlendar
tungur, en tungumál lærðu þau
hjón meira en almennt gerist
vegna langdvala erlendis. Þegar
leið á knattspyrnuferil eigin-
mannsins var það Brynhildur
sem ákvað hvenær skyldi haldið
heim, svo börnin færu ekki á mis
við land sitt og þjóð.
Svo mikilsvert og afrekasamt
hefur líf Alberts Guðmundsson-
ar þótt, og svo mjög þótti
mönnum til um frama hans
erlendis, að Jónas Jónsson frá
Hriflu fann sig knúinn til að rita
ævisögu hans um það leyti sem
Albert var að hefja nýjan ævi-
þátt hér heima og ekki ómerkari.
Frímann Helgason skrifaði einn-
ig um hann bók, og annan
frægan íþróttamann, Hermann
Jónasson, forsætisráðherra. Um
þá Albert og Hermann má
segja, að báðir teljast stjórn-
málamenn í anda íþróttanna,
enda þarf gáfur og áræði við
hvorttveggja.
Sem íþróttahetja og stjórn-
málamaður er Albert Guð-
mundsson maður fólksins í land-
inu. Frá því er hann kominn og
því vill hann vinna allt það sem
hann má. Til þess hefur hann
sótt þrótt sinn og viðurkenningu,
og fólkinu í landinu vill hann
þakka langar og giftudrjúgar
samvistir með því að takast á
hendur að gegna æðsta embætti
þjóðarinnar. Þar ræður sami
viljinn og réði því, að hann vildi
greiða gamalli konu uppvöxtinn
með því að láta sér annt um
aldrað fólk strax og hann komst
til nokkurra mannaforráða.
Þannig hefur hann reynst góður
sonur íslands, og svo mun enn
verða.
Því er það, að 29. júní skulum
við, góðir Íslendingar, láta sann-
ast að það sé vilji meirihluta
þjóðarinnar að hennar víðfræg-
asta syni verði búin vist á
Bessastöðum.
Albert til Bessastaóa