Áfram Ísland - 01.06.1980, Blaðsíða 2
2
ÁFRAM ÍSLAND
Skrifstofur stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar og
Brynhildar Jóhannsdóttur eru á eftirtöldum stöðum á landinu.
Aðalskrifstofa:
Breiðholt:
Akranes:
Borgarnes:
Stykkishólmur:
Ólafsvík:
Patreksfjöröur:
ísafjörður:
Bolungarvík:
Hvammstangi:
Blönduós:
Sauðárkrókur:
Siglufjörður:
Dalvík:
Akureyri:
Húsavík:
Raufarhöfn:
Þórshöfn:
Vopnafjörður:
Egilsstaðir:
Neskaupstaður:
Eskifjöröur:
Reyðarfiröi:
Hornafjöröur:
Hella:
Vestmannaeyjar:
Selfoss:
Keflavík:
Njarðvík:
Garður
Sandgerði
Hafnir
Grindavík:
Hafnarfjörður:
Garðabær:
Kópavogur:
Seltjarnarnes:
Nýja húsið við Lækjartorg, símar 27833 og
27850. Opiö kl. 9.00—22.00 alla daga.
Fellagarðar, sími 77500 og 75588. Opið alla
virka daga kl. 18.00 til 22.00 og um helgar
kl. 14.00 til 19.00.
Félagsheimilinu Röst, sími 93-1716. Opið
alla virka daga kl. 17.00 til 22.00, og um
helgar kl. 14.00 til 18.00.
í JC húsinu, sími 93-7590. Opið virka daga
kl. 21.00 til 23 og kl. 14.00 til 18.00 um
helgar.
í Verkalýðshúsinu, sími 93-8408. Opið
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.00—23.00.
Helgi Kristjánsson, sími 93-6258.
Stefán Skarphéðinsson, sími 94-1439.
Austurvegi 1, sími 94-. Opiö alla virka daga
kl. 17.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til
19.00.
Jón Sandholt, sími 94-7448.
Verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar, s.
95-1350. Opiö alla virka daga kl. 17.00 til
19.00 og um helgar kl. 13.00 til 19.00.
Húnabraut 13, sími 95-4160. Opið á mið-
vikudögum og sunnudögum kl. 20.00
—22.00.
Árni Gunnarsson, sími 95-5665, Sigurður
Hansen, sími 95-5476.
Suðurgata 8, sími 97-7110. Opið alla virka
daga frá kl. 16.00 til 19.00 og um helgar kl.
14.00 til 19.00.
Sigyn Georgsdóttir, sími 96-6128.
Geislagötu 10, sími 96-25177 og 25977.
Opið alla virka daga kl. 14.00 til 19.00.
Eysteinn Sigurjónsson, sími 96-41368.
Helgi Ólafsson, sími 96-51170.
Aðalbjörn Arngrímsson, sími 96-81114.
Bragi Dýrfjörð, sími 97-3145.
Þráinn Jónsson, símar 97-1136 og 97-1236.
Hilmar Símonarson, 97-7366.
Emil Thorarensen, sími 97-6117.
Raftækjaverslun Árna og Bjarna, sími 97-
4321. Opin daglega mánudaga til föstudags
frá 17—19 og um helgar eftir þörfum.
Steingrímur Sigurðsson, sími 97-8125.
í Verkalýöshúsinu, sími 99-5018. Oþiö alla
daga kl. 17.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00.
Strandvegi 47, sími 98-1900. Opið alla daga
kl. 14.00 til 18.00.
Austurvegi 39, sími 99-2033. Opið alla virka
daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl.
14.00 til 18.00.
Hafnargötu 26, sími 92-3000.
Opið alla virka daga kl. 20.00 til 22.00, og
um helgar kl. 14.00 til 18.00.
Austurveg 14, sími 92-8341. Opið kl. 20.00
til 22.00 fyrst um sinn.
Dalshraun 13, sími 51188. Opið alla virka
daga kl. 20.00 til 22.00, og um helgar kl.
14.00 til 18.00.
í húsi Safnaðarheimilisins, sími 45380. Opið
alla virka daga kl. 17.00 til 20.00, og um
helgar kl. 14.00 til 17.00.
Hamraborg 7, sími 45566. Opiö alla virka
daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl.
14.00 til 18.00.
Látraströnd 28, sími 21421. Opiö alla virka
daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl.
14.00 til 18.00.
Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjörskrá, utankjör-
staöakosningu, og taka á móti frjálsum framlögum í kosninga-
sjóð.
MAÐUR FÓLKSINS KJÓSUM ALBERT
Helga Guðmundsdóttir, Hafnarfiröi:
Veljum
Forsetakosningar eru fram-
undan. Úrvalsfólk gefur kost á
sér til að taka við þessu virðu-
legasta embætti landsins.
Styrkur forseta er að þekkja
líf þjóðarinnar, sagði mikilsmet-
inn maður fyrir nokkru í einu
dagblaðanna.
Þekkir Albert Guðmundsson
iíf þjóðarinnar? Að mínu mati
gerir hann það. Hann hefur
verið borgarfulltrúi og alþingis-
maður. Hann var ekki settur í
þessi störf, nei, fólkið kaus
hann til þessara trúnaðarstarfa
og hefur kosið hann aftur og
aftur, hvert kjörtímabil af öðru,
því það treysti honum, og Albert
hefur ekki brugðist því trausti.
Senn hefur dr. Kristján Eld-
járn sinnt forsetastörfum í 12 ár
og við munum sakna hans, er
Albert
hann lætur af störfum. En
maður kemur í manns stað.
Hafnfirðingar.
Við, sem unnum æsku og
íþróttum, verum minnug þess, að
fyrir nokkrum árum ók Albert
Guðmundsson um Hafnarfjörð
og viti menn, hvar sem hann sá
tvo eða fleiri drengi í hóp,
kastaði hann til þeirra bolta, til
að veita þeim tómstundagaman,
því íþróttir skapa vilja og þrek,
menntun skapar andlegan
þroska, og best er að þetta
tvennt fari saman og það gerir
það hjá Albert Guðmundssyni.
Hann hefur brotist áfram af
eigin rammleik, hefur þurft að
vinna fyrir sínu daglega brautði
í þessu harðbýla en dásamlega
landi, eins og við flest, sem nú
erum á miðjum aldri. Hann vill
uppgang æskunnar, öryggi aldr-
aðra, hag og velferð þjóðarinnar
í hvívetna. Þess vegna kjósum
við Albert Guðmundsson sem
næsta forseta íslands.
Helga Guðmundsdóttir,
Hafnarfirði.
Ríkharöur Jónsson, Akranesi:
Enga eigingirni
Forsetakosningar eru á næsta
leiti, og barátta hafin af hálfu
frambjóðenda. Þar er um mannval
að ræða og margir ennþá, sem
ekki hafa gert upp hug sinn. Þegar
við félagar, hér uppi á Skaga,
fórum að velta fyrir okkur, hvort
við, sem gegnum knattspyrnuna
höfðum kynnst Albert Guð-
mundssyni allvel og sumir starfað
mikið með honum, ættum að
styðja hann í komandi kosningum,
varð niðurstaðan ótvíræð með
framboði hans.
Við teljum, að Albert sé sjálf-
stæðari en almennt er hægt að
segja um þá stjórnmálamenn sem
við þekkjum. Sjálfstæði í starfi er
vafalaust til góðs í embætti for-
seta íslands.
Það heyrist sagt í Reykjvík, að
Albert Guðmundsson sé svo góður
borgarstjórnarmaður, að því megi
ekki missa hann af þeim vett-
vangi. Slík eigingirni er Reyk-
víkingum ekki leyfileg, þótt góður
maður eigi í hlut. Því heiti ég á
Reykvíkinga að fylkja liði um
Albert Guðmundsson eins og
landsbyggðin.
Albert og Brynhildi til Bessa-
staða!
Rikharður Jónsson,
málarameistri,
Akranesi
Séra Sigurður Sigurðarson, Selfossi:
Styð stjórnmálamann
og afreksmann
Er forsetakosningar standa
fyrir dyrum, hljóta menn að leiða
hugann að því, hvers þeir vænta
sér af forseta Islands. Embættið
er ungt í sögu þjóðarinnar, og á
sér ekki ríka hefð í hugum manna.
Enn er það í mótun, og enn getur
það haft afgerandi áhrif á framtíð
embættisins, hver velst til að
gegna því. í forsetakosningum
þarf því að vanda valið. Við erum í
þessum kosningum að fjalla um
unga og viðkvæma stofnun í
stjórnkerfi okkar, stofnun sem við
þurfum að skila styrkri inn í
nýjan tíma.
Tvennt er það, sem ræður af-
stöðu minni öðru fremur, er ég
ákveð að styðja Albert Guð-
mundsson við komandi forseta-
kosningar. Þetta tvennt í fari Al-
berts er annars vegar það, að hann
er stjórnmálamaður, og hins veg-
ar að hann er afreksmaður.
Samkvæmt stjórnarskránni eru
hin raunverulegu völd forseta Is-
lands stjórnmálalegs eðlis. Um
nokkurt skeið hefur það þótt
mannlegt hér á landi að hafa horn
í síðu stjórnmálamanna og sá
stundum þótzt mestur, sem lengst
hefur gengið í að kenna þeim um
allt, sem miður fer. Þetta er illt,
því lýðveldið á mikið undir því, að
stjórnmálamenn vinni vel og
dyggilega og líti ekki smáum
augum á starfsköllun sína og þá
ábyrgð, sem henni fylgir. Albert
Guðmundsson er stjórnmálamað-
ur og þarf ekki skammast sín fyrir
það fremur en nokkuð annað, sem
hann hefur unnið af heiðarleika.
Alltaf geta þeir atburðir gerzt, að
slíkur maður sé ómissandi í emb-
ætti forseta íslands, maður sem
þekkir alla stigu stjórnmálanna
og hefur kjark og þrek til að vinna
þau verk, er vinna ber.
Albert Guðmundsson er, sem
kunnugt er, afreksmaður. Enginn
verður sjálfsagður leiðtogi fjölda
fólks, nema sá, sem í einhverju
hefur skarað verulega framúr. Öll
óskum við þess, að forseti íslands
megi sem lengst skipa friðsamleg-
an hefðarsess þjóðhöfðingjans
meðal þjóðar, sem býr við hagsæld
og frið. Hins vegar geta þeir tímar
einnig komið, að forseti íslands
þurfi að vera meir þjóðarleiðtogi
en þjóðhöfðingi. Þá mundi áræði
Alberts Guðmundssonar og per-
sónulegt þrek afreksmannsins
njóta sín þjóðinni til heilla. Albert
býr augljóslega yfir eiginleikum
leiðtogans, eins og fyrr hefur
komið fram á ferli hans.
Mér virðist þannig, að Albert
Guðmundssyni sé manna best
treystandi fyrir þessu mikilvæga
embætti nú um skeið. Hvað svo
sem framtíðin ber í skauti sér
fyrir íslenzka þjóð, þá er það víst,
að Albert mun skipa sess forset-
ans af þeim ótilgerða myndarskap
sem þjóðinni er helzt að skapi.
Séra Sigurður Sigurðarson,
sóknarprestur, Selfossi.
Hjalti Skaftason,
Skagaströnd:
Veljum
þann
hæfasta
Nú dregur senn að því, að við
Islendingar veljum okkur þjóð-
höfðingja til að setjast í æðsta
embætti þjóðarinnar. Sá, sem sest
í þennan stól, verður að vera
gjörkunnugur öllu því, sem við-
kemur íslenzku þjóðlífi svo sem
atvinnuvegum landsins, viðskipt-
um okkar heima og heiman. Um-
fram allt þarf hann að þora að
taka ákvarðanir, þegar þörf kref-
ur. Allt þetta tel ég Albert Guð-
mundsson hafa til að bera. Hann
hefur mjög mikla reynslu í sam-
skiptum við aðrar þjóðir og er
drenglundaður maður. Hann hef-
ur í starfi stjórnmálamannsins
sýnt að hann kann að velja og
hafna. Það yrði þjóðinni til gæfu
að fá þau hjón Brynhildi og Albert
að Bessastöðum. Þau eru verðugir
fulltrúar íslenzku þjóðarinnar.
Kjósum Albert!
Hjalti Skaftason, bílstjóri,
Skagaströnd.