Áfram Ísland - 01.06.1980, Blaðsíða 3
ÁFRAM ÍSLAND _______3
Arni Helgason, Stykkishólmi:
Ekki meðalmaður á
Mér þykir vænt um það hlut-
skipti að geta stutt Albert Guð-
mundsson í forsetakjöri, sem fram
fer í þessum mánuði. Ég hefi
fylgst með honum um skeið og
alltaf séð betur og betur, hver þar
er á ferð. Enginn meðalmaður.
Hann hefir svo margt til að bera,
sem gerir æðsta embætti þjóðar-
innar litríkt. Sameinar svo vel,
drengilega framgöngu, hlýhug og
eljusemi. Það er alltaf hægt að
treysta því, að hann geri vel upp
við samvisku sína, hvað sem hann
tekur fyrir hendur, og það er líka
hægt að treysta því, að samviska
hans er skírð í eldri reynslu,
þekkingar og guðstrú og trúnni á
manninn og manngildið. Ég veit
ekki til að hann hafi brugðist í
neinu, sem hann hefir tekið að sér
eða verið trúað fyrir. Þá er það
líka gleði, að hann fer ekki einn að
Bessastöðum, því hans glæsilega
og góða kona fyllir þar vel upp í
alla verðleika. Því er það landi og
þjóð sæmd að fylgja þeim vel og
drengilega eftir og gera sigurinn
sem glæsilegastan. Og enga ósk á
ég betri okkar þjóð til handa, en
hún fái forseta með verðleika
Alberts Guðmundssonar.
ferð
Drengskap og áhuga þekki ég
þinn
þú vinnur ekkert með hönd
undir kinn.
Það væri landanum sumar og sól
að sjá ykkur hjónin í forsetastól.
Heilir hildar til,
Árni Helgason stöðvarstjóri,
Stykkishólmi.
Gunnvör Braga, Kópavogi:
Að halda sjálfum
sér, en gefa þó
Það líður að kjöri hins fjórða
forseta íslenska lýðveldisins og
menn eru þessa dagana sem óðast
að gera upp hug sinn um það
hvern af fjórum frambjóðendum
þeir telja hæfastan til að sinna
þessu virðulega embætti næstu
fjögur árin.
Nú þegar er búið að gera grein
fyrir eðli og umfangi embættis
forseta íslands, þannig að þar
verður næsta litlu bætt við til
frekari glöggvunar. Kosti og lífs-
hlaup frambjóðenda við forseta-
kjör hafa menn gert sér tíðrætt
um, þannig að það liggur nú næsta
ljóst fyrir hver er þjóðarviljinn
um kosti frambjóðenda til emb-
ættisins. Um það hver er æski-
legust menntun og lífshlaup
frambjóðenda til forsetaembætt-
isins eru menn ekki eins einhuga
um og sýnist þar sitt hverjum.
Það kann því að vera að það
vefjist fyrir sumum að gera upp
hug sinn um val á hæfasta manni,
þegar þeir hlusta á hinar mismun-
andi skoðanir stuðningsmanna
frambjóðendanna á því hvers
vegna einmitt þessi menntun og
þetta lífshlaup sé hið eina rétta,
það sem gefi þeirra manni gildi
umfram aðra. Én við vitum það nú
þegar, að þungi valsins liggur ekki
í spurningunni um menntun og
lífshlaup að þessu sinni. Allir hafa
frambjóðendurnir hlotið ágæta
menntun og sinnt ábyrgðarmikl-
um störfum fyrir þjóðina og gert
það með miklum ágætum, hver á
sínu sviði. Stjórnarskráin tekur
einnig af allan vafa um að öll
menntun og öll störf sem vel hafa
verið af hendi leyst skuli metin að
jöfnu til framboðs til forseta
íslands. Þetta vildi ég gjarnan að
menn hefðu hugfast og láti ekki
truflast af rugli um annað.
Nei, það verður spurningin um
kosti frambjóðenda sem að þessu
sinni verður manni hugleiknari.
Hina mannlegu kosti, sem ís-
lenska þjóðin hefur gert sér svo
sterka og djúpa skoðun um að
forseti landsins skuli búinn og þar
tekur af allan vafa, að þar er
Albert Guðmundsson sterkur, að
þar hefur hann mikið að gefa.
Það krefst mikils kjarks að vera
sjálfum sér samkvæmur og sann-
ur. Það er engin létt leið í þeim
járngreipum sem íslenskir stjórn-
málaflokkar í dag halda um skoð-
anir félagsmanna sinna að halda
því þreki og þeim kjarki gegnum
öll árin að leita alltaf fyrst hins
sanna svars í sjálfum sér — og
halda því. Þannig veit ég að
Albert muni einnig verða ef hann
nær kjöri sem forseti íslands.
Drengurinn góði, sannur og
hugdjarfur, studdur og umvafinn
ást og nærfærni duglegrar og
samhuga fjölskyldu.
Albert Guðmundsson er af
þeirri kynslóð manna, sem hlaut
að arfi margar fornar dyggðir og
mat á ábyrgð sinni í lífinu.Eins og
að þeim sem mikið er gefið, ber
einnig að gefa öðrum mikið. Að
engin góð hugsun, verk eða stór
sigur er neins virði endanlega,
nema það sé unnið með fólkinu,
gefið þjóðinni. Af öllum þeim
kostum sem ég vil að forseti
Islands sé búinn, er mér nær að
halda að ég meti það mest að hann
sé heill og óskiptur, að svar hans
við þjóðaróskinni hvíli í honum
sjálfum og ekki annars staðar. Að
hann gegnum líf sitt hafi haldið
sjálfum sér — en gefið þó.
Það hefur Albert Guðmundsson
gert í ríkum mæli og þessvegna
nýtur hann þess að val okkar
verður auðvelt.
Gunnvör Braga,
rithöfundur
Kópavogi.
Alfreð Jónsson, Grímsey:
Valið er ekki vandasamt.
Oft er eg beðinn að gera grein
fyrir því, hversvegna eg styðji
Álbert Guðmundsson til forseta-
framboðs: á því er mér engin
launung. Eg hefi alltaf verið
unnandi íþrótta og fylgst nokkuð
vel með þeim málum og þeim
mönnum, sem þar hafa verið
framarlega.
Þegar ungur maður eins og
Albert fer út í hinn stóra heim og
vinnur þar það afrek að verða stór
stjarna á sviði íþrótta, er það
augljóst hverjum manni, að þar er
enginn meðalmaður á ferð.
Albert hefur þar engan á að
treysta nema sjálfan sig — sinn
dugnað og viljafestu, það er mað-
urinn sjálfur, sem vinnur sig upp
og færir þjóð sinni frægð og sóma.
Þessi íþróttaferill Alberts sýnir,
að hann tekur hlutina föstum
tökum og hefur vald á skapi sínu
og vilja. Það nær enginn svona
langt meðal stórþjóða nema sá,
sem hefur sterkan vilja ásamt
leikni og líkamsburðum.
Mér sýnist í dag, að það veiti
ekki af að forseti landsins hafi þá
ábyrgðartilfinningu, að hann þori
að standa og falla með ákvörðun-
um sínum. Mér finnst sú ólga og
upplausn, sem er meðal forráða-
manna þjóðarinnar í dag, sé þess
eðlis, að forsetinn þurfi að hafa
pólitíska þekkingu og kjark til
þess að sjá um, að landið sé ekki
stjórnlaust mánuðum saman —
jafnvel þó sagt hafi verið, að
„betra sé autt sæti, en illa skipað“.
Það sýnir kjark Alberts, að
hann lýsti því strax yfir, að hann
færi í forsetaframboð vegna þess,
að hann vonaði, að hann gæti látið
eitthvað gott af sér leiða í því
starfi.
Þar var enginn þrýstihópur á
bakvið, sem knúði Álbert í fram-
boð. Þess vegna þarf þjóðin ekki
að óttast, að þrýstihópar hafi
áhrif á orð hans né athafnir í
forsetaembættinu.
Albert hefur margsinnis lýst
því yfir, að hann hafi góða eigin-
konu sér við hlið. Það að hafa
maka sinn sér til styrktar í starfi
er ómetanleg hjálp.
Enginn veit fyrirfram, hvernig
menn reynast í starfi, en það vita
flestir, að Albert hefur unnið
mjög merkt starf í þágu íþrótt-
anna svo og að máluefnum þeirra,
er minna mega sín í þjóðfélaginu
ásamt mörgu öðru. Þessvegna er
það von mín og trú, að Albert
Guðmundsson verði farsæll í for-
setastóli.
Alfreð Jónsson,
oddviti, Grímsey.
Þorbjörg Þórðardóttir, Borgarnesi:
Hámenntaður
úr lífsins skóla
í forsetakosningunum 29. júní
mun ég kjósa Albert Guðmunds-
son vegna þess, að ég treysti
honum best allra frambjóðenda til
að fara með embætti forseta
íslands.
Það er vert fyrir alla að muna,
að Albert er þeirrar gerðar sem
hæfir forseta þjóðarinnar. Hann
er traustur maður og drengilegur
og hefur reynst fólki hjálpsamur
með afbrigðum. Hann er maður
almennings og gjörþekkir af eigin
reynslu bág kjör og erfiðleika.
Hann hófst sjálfur úr mikilli
fátækt og hefur síðan reynt að
liðsinna öllum sem minna mega
sín. I mínum augum er Albert
sérstakur mannúðarmaður.
Ýmsir hafa fundið Albert Guð-
mundssyni til foráttu, að hann
hefur ekki háskólapróf en hann er
hámenntaður í skóla lífsins.
Mannkostir lærast ekki í neinum
öðrum skóla. Hvar er háskólapróf
Jóns Sigurðssonar? Síðast en ekki
síst styð ég Albert vegna þess, að
ég veit, að hann mun ávallt fara
eftir sinni sannfæringu og leggja
mikla alúð við forsetaembættið
eins og önnur verkefni, sem hann
hefir tekið að sér. Ég trúi því ekki,
að kjósendur verði í neinum vafa,
þegar við eigum kost á öðrum eins
hjónum og Albert og Brynhildi.
Því segi ég: Albert og Bryn-
hildur til Bessastaða 29. júní.
Þorbjörg Þórðardóttir,
verzlunarm. Borgarnesi
Sigurgeir Ólafsson, Vestmannaeyjum:
Enginn flokks-
línudansari
Ég vel Albert Guðmundsson í
forsetakjöri vegna þess, að hann
fellur betur en aðrir frambjóðend-
ur, þótt þeir séu mörgum góðum
kostum búnir, að þeirri mynd sem
ég hef gert í huga mínum af
manni, sem ég met mikils. Ég hef
fylgst með lífsgöngu Alberts, frá
því hann var fátækur drengur og
kom nokkur sumur hingað út í
Vestmannaeyjar til sumardvalar.
Hann hfeif okkur strákana með
snilli sinni í knattspyrnu, og strax
á þessum árum leyndu mannkostir
hans sér ekki.
Albert var strax stór í sniðum
og leiðandi í sínum jafnaldra hópi.
Aldrei misnotaði hann forystu-
hæfileika sína, og jafnan þegar
skarst í odda með strákunum þá
lagðist Albert á sveif með þeim,
sem minna máttu sín. Þessir
kostir gerðu hann síðar að
knattspyrnumanni á heimsmæli-
kvarða, sem stórþjóðirnar dáðu.
Ekki þarf að beita ímyndunarafli
til að sjá, að slíka hluti gerði
enginn maður einn og óstuddur án
dugnaðar og reglusemi auk hug-
rekkis og sjálfsaga. Þar gilti
engin meðalmennska.
En lagði Albert Guðmundsson
dugnaðinn og mannkostina á hill-
una með knattspyrnuskónum? Um
það læt ég þig dæma sjálfan
lesandi góður, ef þú vilt líta yfir
farinn veg. Ekki þarf ég að beita
mínum kíki oft til að sjá, að
strákurinn, sem heillaði mig í eina
tíð niður í Nýjulaut, er í dag
réttsýnn og stórbrotinn stjórn-
málamaður með sjálfstæðar skoð-
anir, en ekki flokkslínudansari.
Mannkostir hafa ekki verið lagðir
á hilluna, heldur lagst á sveif með
þeim, sem eru minni máttar, bæði
öldnum sem ungum og hvar í
flokki, sem þeir standa. Ennþá er
gengið til leiks af heiðarleika og
fullri hreinskilni, en nú eru mörk-
in skoruð með mannkostum ein-
um.
Þess vegna vil ég taka þátt í
leiknum og spila með. Með Álbert
Guðmundsson sem fyrirliða leik-
um við saman af áræðni og
heiðarleika og skorum sigurmark-
ið þann 29. júní næstkomandi.
Sigurgeir Ólafsson, sjómaður,
Vestmannaeyjum.