Áfram Ísland - 01.06.1980, Blaðsíða 5

Áfram Ísland - 01.06.1980, Blaðsíða 5
4 5 ÍFR4M ÍSMND Gefiö út af stuðningsmönnum Alberts Guömunds- sonar. Umsjón: Ásgeir Hannes Eiríksson. Ábyrgðarmaður: Indriöi G. Þorsteinsson. Forsíðumynd er frá Ljósmyndastofu Þóris. Prentsmiðja Morgunblaðsins. V_______________________ v Við kjósum Albert Framboð Alberts Guðmundssonar við forsetakjör boðar tímamót í viðhorfum til forsetaembættisins. Albert Guðmundsson býr að langri reynslu á sviði sveitarstjórnar og stjórn- mála. Þetta er þýðingarmikil þekking og áríðandi reynsla fyrir þann, sem stefnir að því að verða forseti landsins. Albert þekkir vandamál gamla fólksins og hefur haft forystu um að leysa þau. Albert þekkir margvíslega þætti líkn- armála. Hann er einn af stofnendum fjölmennustu samtaka landsins, sem hafa líknarmál á stefnuskrá sinni, og hann hefur unnið að því í borgarstjórn og á Alþingi að rétta hlut lítilmagnans. Albert þekkir kjör láglaunahópanna í þjóðfélaginu síðan hann var hafnar- verkamaður í Reykjavík. Hann hefur staðið að eflingu verslunar og iðnaðar sem borgarráðsmaður og alþingismaður. Og hann er eini frambjóðandinn sem heimsótt hefur fiskiðnaðarfyrirtæki ís- lendinga í Bandaríkjunum fyrir þessar kosningar. Albert þekkir lífið í þessu landi og hinar fjölmörgu atvinnustéttir. Hann hefur vaxið og eflst með þjóð sinni frá því hann ólst upp á Smiðjustígnum í Reykjavík og þangað til nú, að hann býður sig fram til forseta eftir litríkan feril heima og erlendis. Albert Guðmundsson er maður fólks- ins. Albert Guðmundsson er maður atvinnuveganna. Albert Guðmundsson er maður stjórn- málanna. Hann væri ekkert af þessu ef hann hefði ekki sýnt málefnum þjóðarinnar einlægan áhuga og djúpstæðan skilning. Á þeim erfiðleikatímum sem þjóðin býr við þarfnast hún Alberts Guðmundsson- ar í embætti forseta. Albert Guðmundsson og Brynhildur Jóhannsdóttir ásamt Einari Guðfinnssyni í Bolungarvík. Ljósmynd Áfram ísland. Brynhildur Jóhannsdóttir spjallar við stúlkur í frystihúsi. Ljósmynd Bjarnleifur. Um íslenzka fjailvegi á kosningaferð á Vestfjörðum. Ljósmynd Áfram ísland. Félagar Alberts Guðmundssonar í íþróttahreyfingunni áttu með þeim hjónum kvöldstund á Hótel Borg. Ljósmynd Emilía. Á ferð og flugi búsundir unglinga sóttu popphátíðina Ungt fólk með Albert i Laugardalshöll. Ljósmynd Bjarnleifur. Vel Albert þrátt fyrir skoðanamun Eitt öndvegisrit bókmennta, Heimskringla Snorra Sturlusonar, er kunn mögum íslendingi. Það vekur athygli, hve mjög höfundur leggur sig fram við að draga fram veigamestu þætti í fari og allri manngerð þeirra konunga og þjóð- höfðingja, sem frá er greint þar. Vera má, að sá ljómi, sem lék um nöfn þessara manna hafi glapið höfundinum sýn að nokkru og slævt sagnfræðilegt gildi þessara mannlýsinga. Eftir stendur þó sá skilningur, að sá þjóðhöfðingi eða fólkstjóri, sem hefði þá hæfileika til að bera til að vera fyrirmynd þegna sinna að atgervi og gæti farið fyrir liði sínu, væri hæfari hinum, sem vegna eigin vanburða þyrfti að ýta sínum flokki á undan sér, ef vá bæri að eða stefnt til landvinninga. Lífsferill Alberts Guðmunds- sonar er óvenjulegur um margt, ævintýralegur og glæstur. Sá árangur að verða fremstur í flokki þeirra fremstu í þeirri grein íþrótta, sem vafalaust höfðar hvað mest til samleiks líkamlegrar færni og skýrrar og skjótrar hugsunar, hlýtur að verða traust undirstaða við hvert það starf, sem krefst afdráttarlausra við- bragða og skjótra úrlausna. Starfsferill Alberts frá því er hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna sannar þessa kenningu óumdeilanlega. Sterk skaphöfn og einurð hafa sett svip sinn á störf hans í þjóðmálum. Þrátt fyrir djúpstæðan skoðanamun á ýmsum þáttum pólitísks eðlis treysti ég því Albert Guðmundssyni flestum mönnum betur til að fara með vald forseta íslands, þannig að sómi verði að og reisn þjóðarinnar þess vegna setji hvergi ofan. Eg treysti hon- um fullkomlega til þess að meta á hlutlausan og yfirvegaðan hátt, hvort ástæða sé til að gefa þjóð- inni kost á að synja, eða veita staðfestingu, þegar pólitískir vald- hafar hafa tekið örlagaríkar ákvarðanir um stórmál, sem varða framtíð lands og þjóðar. Forseti er fulltrúi þjóðarinnar í samskiptum við erlendar þjóðir og treystir vináttubönd. Hefir jafn- vel óbein áhrif á erlend viðskipti. Hann er sameiningartákn þjóðar- innar, ávarpar hana í fjölmiðlum á stórum stundum. Hann ferðast um landsbyggðina til að kynnast þjóðinni og lætur sig varða velferð þess fólks, sem þar býr. Þessi þáttur forsetaembættisins er ekki veigalítill og krefst efa- laust af því mestrar vinnu. Hefir enda fram til þessa verið lögð á það nokkur áherzla, að maki forseta stæði honum helst jafn- fætis í þessu efni, með því að gert er ráð fyrir, að forsetahjónin skipti með sér álagi þessa starfs eða öllu heldur sameinist um framkvæmd þess. Sú mannslund, sem speglast í þrotlausu starfi Alberts við fram- gang hagsmunamála þess fólks í okkar þjóðfélagi, sem þokast hefir aftur úr röðinni treystir enn þá ákvörðun mína að vinna óhikað að kjöri Alberts Guðmundssonar og Brynhildar Jóhannsdóttur til for- ráða að Bessastöðum á Álftanesi hinn 29. júní n.k. Árni Gunnarsson, ferskfiskeftirlitsm. Sauðárkróki* Málsvari Albert Guðmundsson er alinn upp í fátækt og í kristilegum félagsskap undir forystu mann- vinarins Séra Friðriks Friðriks- sonar. Þar mótuðust hans mann- kostir sem við þekkjum öll í dag. Þrátt fyrir að nafn Alberts tengist einkum starfi fyrir aldrað fólk og utangarðsmenn megum við ekki gleyma hlut hans í viðskiptum þjóðarinnar. Hann hefur um árabil verið helzti talsmaður verzlunar bæði á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur. Við íslendingar er- um fullsæmd af þeim hjónum Brynhildi Jóhannsdóttur og Al- bert Guðmundssyni á Bessa- stöðum. viðskipta Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands. Gæfa og sigur! Það er eðlilegt í jafn rótgrónu lýðræðisríki og Island er, að skoð- anir manna falli ekki allar eftir sama farvegi við val á forseta landsins. Hinsvegar skulum við varast að láta stjórnmálaskoðanir eða dægurþras binda hendur okkar og lund við þessar kosn- ingar, heldur velja okkur hæfasta fulltrúann. Það er engin launung, hver verður fyrir valinu hjá mér. Hann heitir Albert Guðmundsson og mun sóma sér vel sem forseti lýðveldisins með sínar fastmótuðu skoðanir. Ég skora því á unnendur hreinskilni í ræðu og riti að fylkja sér um þennan mann, hvar í flokki sem þeir annars standa. Að lokum óska ég öllum fram- bjóðendum gæfu og gengis en Albert Guðmundssyni sigurs. Ulfar Sigurðsson, Eskifirði. Borgnesingar bregða á leik með Albert Guðmundssyni. Ljósmynd Bjarnleifur. Nokkur prófkjör Á skrifstofu Verslunarmanna- félags Reykjavíkur, fór fram prófkjör vegna forsetakosn- inganna. Úrslit: Albert Guðmundsson 8 atkv., Guðlaugur Þorvaldsson 7 atkv., Vigdís Finnbogadóttir 7 atkv. Fleiri fengu ekki atkvæði. Prófkjör fór fram um borð í Jóni Vídalín og niðurstöður urðu að Albert Guðmundsson fékk 13 atkvæði, Guðlaugur Þorvaldsson fékk eitt atkvæði og Vigdís Finn- bogadóttir eitt atkv. Skipið er með 15 manna áhöfn. Skoðanakönnun fór fram meðal starfsmanna í Stálhúsgögnum, vegna forsetakosninganna. 12 tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni og féllu atkvæði, sem hér greinir: Albert Guðmundsson 9 atkv., Vigdís Finnbogadóttir 0 atkv., Guðlaugur Þorvaldsson 0 atkv., Pétur Thorsteinsson 0 atkv., Oákveðnir voru 3. Skoðanakönnun fór fram hjá lögreglumönnum í Reykjavík. Þrjár vaktir af fjórum tóku þátt í henni og úrslitin eru sem hér segir. Albert Guðmundsson 25 atkv., Guðlaugur Þorvaldsson 21 atkv., Vigdís Finnbogadóttir 18 atkv., Pétur Thorsteinsson 8 atkv., Rögnvaldur Pálsson 1 atkv. Auðir seðlar 8, óákveðnir 2. Skoðanakönnun fór fram um borð í skuttogaranum Páli Páls- syni IS. Atkvæði féllu, sem hér greinir: Albert Guðmundsson 7 atkv., Pétur Thorsteinsson 2 atkv., Guð- laugur Þorvaldsson 1 atkv., Rögn- valdur Pálsson 1 atkv., Vigdís Finnbogadóttir 3 atkv. Skoðanakönnun var gerð hjá Framleiðslueftirliti Sjávarafurða í Reykjavík. Atkvæði féllu þannig á frambjóðendur: Albert Guðmundsson 8 atkv., Guðlaugur Þorvaldsson 7 atkv., Pétur Thorsteinsson 1 atkv., Rögnvaldur Pálsson 1 atkv., Vig- dís Finnbogadóttir 8 atvk. Starfsmenn Vatnsveitunnar á Jaðarsvæðinu við Reykjavík héldu skoðanakönnun vegna forseta- kosninganna. Atkvæði féllu svo: Albert Guðmundsson 6 atkv., Guðlaugur Þorvaldsson 4 atkv., Pétur Thorsteinsson 0 atkv., Rögnvaldur Pálsson 0 atkv., Vig- dís Finnbogadóttir 4 atkv. Skoðanakönnun fór fram hjá Sölufélagi A-Húnvetninga vegna forsetakjörs: Albert Guðmundsson 5 atkv., Guðlaugur Þorvaldsson 2 atkv., Pétur Thorsteinsson 2 atkv., Rögnvaldur Pálsson 1 atkv., Vig- dís Finnbogadóttir 3 atkv., í skoðanakönnun hjá starfsfólki Þórskaffis féllu atkvæði á þessa lund: Albert Guðmundsson 18 atkv., Guðlaugur Þorvaldsson 13 atkv., Pétur Thorsteinsson 5 atkv., Rögnvaldur Pálsson 1 atkv., Vig- dís Finnbogadóttir 11 atkv. i

x

Áfram Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Áfram Ísland
https://timarit.is/publication/1999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.