Áfram Ísland - 01.06.1980, Blaðsíða 6
6
ÁFRAM ÍSLAND
Bjarni Aðalgeirs-
son, Húsavík:
Maður
fólks og
fram-
kvæmda
Albert Guðmundsson, alþingis-
maður og frambjóðandi til for-
setakjörs hinn 29. júní næstkom-
andi, hefur gert góða för hingað til
Húsavíkur og nágrennis ekki alls
fyrir löngu.
Eg tel, að hann hafi með komu
sinni hingað ásamt sinni frábæru
eiginkonu, Brynhildi Jóhannsdótt-
ur, unnið hug og hjörtu í það
minnsta þorra þeirra, er áður voru
í vafa um það, hverjum fylgja
bæri og styðja við forsetakjörið
hinn 29. júní.
Persónulega tel ég það Albert
Guðmundssyni til ágætis í emb-
ætti forseta íslands, að hann á nú
þegar að baki merkilegan feril
stjórnmálamanns, sem sýnt hefur
sjálfstæða skaphöfn og stefnu-
festu og oft á tíðum sérstæða
stjórnvizku.
Þetta er að sjálfsögðu í rökréttu
framhaldi af lífsskoðun Alberts
sjálfs, mannsins, sem hafist hefur
af sjálfum sér, hins þróttmikla
athafnamanns, sem barðist úr
fátækt til mikilla bjargálna,
mannsins, sem skilur þarfir fólks
og er jafnan reiðubúinn til hjálp-
ar, manns íþrótta með hrausta sál
í hraustum líkama, manns
atvinnuveganna og sveitarfélag-
anna, hvar sem er á landinu, —
mannsins, sem sér Island allt í
einni sjónhending — já, mann
fólksins, frá þeim smæsta til hins
stærsta, frá þeim yngsta til hins
elsta.
Þetta allt gerir að mínu mati
Albert Guðmundsson og Brynhildi
hæfust til húsbænda á æðsta og
mesta heimili þjóðarinnar — að
Bessastöðum!
Látum þá von okkar og ósk
rætast hinn 29. júní næstkomandi.
Bjarni Aðalgeirsson
bæjarstjóri, Húsavík.
Rannveig Edda Hálfdánardóttir, Akranesi:
Raunhæf kynni af stjórn
málum eru nauðsynleg
Nú ætlum við Islendingar að
kjósa forseta íslands, og við okkur
blasa fjórir vænir valkostir.
Frambjóðendur eru allir mikil-
hæfir sómamenn með fjölþætta
lífsreynslu í veganesti, og allir
hafa þeir flest það til að bera, sem
prýða má forseta íslands. — Þó er
það staðreynd, að Albert Guð-
mundsson er í þeirri sérstöðu, að
hafa, einn allra frambjóðendanna,
að baki sér drjúga reynslu af
stjórnmálastörfum, — en skortur
á slíkri reynslu hlýtur að gera
forseta íslands erfiðara um vik í
starfi.
Þær raddir heyrast furðu oft, að
forsetinn þurfi aðeins að hafa
góða þekkingu á menningarmálum
innan lands og utan, — stjórn-
málareynsla sé þar óþörf. Skoðun
þessi er alvarlegur misskilningur
á hugtakinu menning, því að
stjórnmál eru, án efa, einhver
þýðingarmesti þáttur í menning-
armálum hverrar þjóðar, þau eru
beinlínis undirstaða allrar menn-
i ingar. Sérhvert ríki, sem ekki er
rekið á stjórnmálalegum
grundvlli, getur aldrei talizt
menningarlegt. Það er því út í hött
að tala um stjórnmál og menning-
armál sem tvö aðskilin hugtök. —
Kjarni þessa máls er sá, að það er
afar mikilvægt, að forseti íslands
hafi haft raunhæf kynni af stjórn-
málum landsins.
Stjórnmálamaðurinn Albert
Guðmundsson hefur aldrei verið
talinn þægur flokksmaður, —
hann hefur ótrauður fylgt eftir
þeim málum, sem honum hafa
fundizt verða til bóta fyrir land og
þjóð, án tillits til flokkssjónar-
miða. Flokksböndin hafa síður en
svo bundið hann á klafa og því
ekki ástæða til að óttast það, að
Albert sem forseti láti flokkssjón-
armið ráða ferðinni.
Veraldleg velmegun þeirra
hjóna, Alberts og Brynhildar, hef-
ur sannarlega komið mörgum til
góða, bæði einstaklingum og sam-
tökum ýmsum, sem átt hafa erfitt
uppdráttar. — Allt slíkt hefur
verið unnið í kyrrþey og ekki
haldið á loft nema helzt af þeim,
sem notið hafa góðs af. — Svo að
eitthvað sé nefnt, má geta þess, að
starfsemi S.Á.Á. væri trúlega ekki
orðin það virka afl í þjóðfélaginu,
sem raun ber vitni, ef drjúgur
stuðningur Alberts hefði ekki
komið til.
Lífsferill Alberts Guðmunds-
sonar segir þá sögu, að honum
hafi ætíð verið ljós sá sannleikur,
að vandi fylgir vegsemd hverri og
að hann hafi verið vandanum
vaxinn. — En Albert hefur aldeilis
ekki verið einn á ferð á lífsleið-
inni, — förunautur hans í rúma
þrjá áratugi, Brynildur Jóhanns-
dóttir, er gædd þeim kostum og
hæfileikum, að hún hefur, án efa,
Séra Birgir
Ásgeirsson,
Mosfellssveit:
Kosningaréttur er mikið vald.
Sá, sem slíkt vald hefur, gegnir
ábyrgðarmiklu hlutverki, því
ákvarðanir hans í kosningum hafa
áhrif á heill og hamingju sam-
bræðra og systra. Þegar okkar
kjósendum gefst kostur á því að
velja mann til forystu allra lands-
manna, þjóðhöfðingja, er skylt,
frekar en endranær, að huga vel
HversvegnaAlbert?
að og kjósa þann, sem skynsemi og
samviska hvers og eins segir til
um. Forseti íslands gegnir þýð-
ingarmesta embætti þjóðarinnar,
sem varðar hina fjölþættustu
hluti, þjóðar, sem vill vera frjáls
og búa sér þau lífsskilyrði, sem
hún getur unað við og haldið vörð
um.
Albert Guðmundsson hefur orð-
ið fyrir vali mínu, og er það von
mín, að hann verði næsti forseti
íslands. Meginástæðurnar tel ég
vera þessar.
Hann er mikill mannkostamað-
ur og hefur hafist til þess, sem
hann er fyrir áræði og dugnað,
ósérhlífni og drengskap, ásamt
næmri þekkingu á sjálfum sér og
tilfinningu fyrir umhverfi sínu og
samferðafólki.
Hann hefur reynst afar farsæll
stjórnmálamaður. Hann er fast-
heldinn á skoðanir sínar. Þó hefur
hann sýnt mikinn sveigjanleik við
sterkum mótrökum, en aldrei
beygt sig fyrir neins konar kaup-
skap í stjórnmálum, heldur látið
samvisku og skynsemi ráða gerð-
um sínum og ákvörðunum. það er
að vera sjálfum sér samkvæmur
og er ómetanlegur kostur.
Hann hefur og sýnt þann kjark
að standa einn gegn fjöldanum, ef
sannfæring hans bauð svo.
Allt þetta kemur m.a. til af því,
að hann er ákaflega hreinlyndur
og drenglyndur í öllu því, sem
hann tekur sér fyrir hendur.
Honum er mjög annt um að
sinna þeim, sem miður mega sín í
þjóðfélaginu og hefur sýnt það
ótvírætt. Hann er vaxinn upp úr
þeim jarðvegi, sem hefur veitt
honum skilning á aðstöðu fátækra
og lítilmagna. Hvað það snertir
hefur hann ekki gleymt náunga
sínum, eins og margan hendir,
sem til mannvirðinga kemst.
Síðast en ekki síst, hefur hann
ríka tilfinningu fyrir landi sínu og
þjóð. Kom það best fram, er hann
vann á vettvangi íþóttanna og
hlaut heimsfrægð. Þá vegsemd, er
hann hlaut sem slíkur, gerði hann
einnig að vegsemd íslands.
Brynhildur Jóhannsdóttir,
eiginkona Alberts, hefur til að
bera sterkan persónuleika, fjöl-
þætta hæfileika og sérstaka hlýju,
sem gerir hana að heillandi konu.
Það er trúa mín að hún sé sá
fulltrúi, sem við kjósum helst við
hlið forseta íslands.
Birgir Ásgeirsson,
sóknarprestur, Mosfellssveit.
Örn Björnsson, Gauksmýri:
Þjóómál eru stjórnmál
Albert Guðmundsson óx úr fá-
tækt og varð einn frægasti
knattspyrnumaður Evrópu. Sá ár-
Steinunn Steinþórsdóttir, Skagaströnd:
Kjósum manninn
Albert Guðmundsson
Alþjóð hefur heyrt og lesið
það mikið um Álbert Guð-
mundsson, að þar er nánast engu
við að bæta. Iþróttamanninn
Albert þekki ég aðeins af af-
spurn, en stjórnmálamanninum
Albert Guðmundssyni hef ég
kynnst. Þar ber hann höfuð og
herðar yfir aðra starfsbræður
því hann lætur hvorki flokkskoð-
anir eða meirihlutaálit stjórna
sér eða binda. Hann hefur sínar
eigin skoðanir og sem meira er
vert, þorir að láta þær í ljós og
berst fyrir þeim.
Ég kynntist manninum Albert
Guðmundssyni, þegar ég vann
hjá fyrirtæki þar sem hann var
stjórnarformaður.Þrátt fyrir
annríki dagsins gaf hann sér
alltaf tíma til að heilsa upp á
okkur starfsfólkið og ræða okkar
vandamál. Ávallt var að finna
sömu lipurðina og velviljann í
fari Alberts Guðmundssonar
hvort sem háir eða lágir áttu
hlut að máli. Slík einlægni í
framkomu segir meira en mörg
töluð orð um manneskjuna.
Albert Guðmundsson er þrátt
fyrir marga kosti ekki gallalaus
maður fremur en við hin. En
hann stendur fyrir sínu, og
honum er hægt að treysta. Hann
fer ekki í manngreinaálit og
landsmenn geta verið stoltir af
honum sem þjóðhöfðingja. Þess
vegna kjósum vð manninn Al-
bert Guðmundsson sem forseta
þessarar stoltu þjóðar, þegar í
kjörklefann kemur 29. júní
næstkomandi.
Steinunn Steinþórsdóttir,
húsmóðir, Skagaströnd.
angur næst ekki nema með góðri
eðlisgreind, reglusemi og gífur-
legri sjálsögun að ógleymdri stað-
festu og trú á sjálfan sig. Við
strákarnir úr vesturbæ Reykja-
víkur áttum þann draum heitast-
an að líkjast Albert Guðmunds-
syni. Á litla vellinum á mótum
Framnesvegar og Hringbrautar
var hann okkur leiðarljós í keppni
og leik, einkum í þeim strákafélög-
um, sem við stofnuðum svo sem
Hnetti, Spyrnunni og Erninum.
Eftir heimkomu frá útlöndum
vann Albert Guðmundsson að
stofnun fjölmargra Lionsklúbba
um landið, en allir íslendingar
þekkja góðgerðar- og líknarmálin,
sem Lionshreyfingin hefur beitt
sér fyrir.
Á stjórnmálasviði hefur Albert
Guðmundsson meðal annars bar-
izt fyrir bættum högum utan-
garðsmanna og drykkjufólks og
með aukinni aðstoð þeim til
handa er loks litið á
drykkjuvandann sem raunveru-
legan sjúkdóm en ekki ræfildóm.
Ennfremur er þáttur Alberts stór
í málefnum eldra fólks og lítil-
magnans í þjóðfélaginu.
Frú Brynhildur, kona Alberts,
hefur lítið haft sig í frammi í
þjóðlífinu, og er það miður. Eftir
kynni mín af henni er mér ljóst,
að Albert Guðmundsson stendur
ekki einn í lífsbaráttunni. Ég er
sannfærður um hæfni þeirra
hjóna til að gegna æðsta embætti
þjóðarinnar.
Stuðningsmenn annarra fram-
bjóðenda hafa einkum haldið á
lofti, að stjórnmálamaður sé ekki
æskilegur í embætti forseta. Þetta
er röng skoðun því þjóðmál eru
stjórnmál. Eða hvaða málefni
halda þeir að rædd séu á ríkis-
ráðsfundum? Pólitísk reynsla
verður engum manni fjötur um fót
á Bessastöðum.
Kjósum því drengskaparmann-
inn Albert Guðmundsson sem
forseta íslands!
Örn Björnsson
bóndi, Gauksmýri..
átt drjúgan þátt því, hve heillarík
ævisaga Alberts Guðmundssonar
hefur orðið.
Nú liggur leið þeirra hjóna til
Bessastaða, en þangað verður ekki
komizt, nema þjóðin gefi þeim
beggja skauta byr. — Slíkur
óskabyr yrði til hagsbóta fyrir
land og lýð.
Rannveig Edda
Hálfdánardóttir
hjúkrunarkona,
Akranesi.
Jón Arnþórsson,
Akureyri:
Afreksmaður
á spjöldum
sögunnar
Þegar Islendingar velja sér
þjóðhöfðingja 29. júní nk. er hollt
að minnast þess, að við erum að
velja okkur foringja, sem verður
fremstur meðal jafningja og hvíl-
um okkur í þetta skiptið á lands-
meðaltali meðalmennskunnar.
Við viljum leiðtoga, sem hefir
sýnt það og sannað að mati
fjöldans, að hann hefir það til
brunns að bera, sem þarf til
forystu. Eitt er að langa, annað
þora og eitt er að vilja en hitt að
framkvæma. Afreksmenn allra
tíma eru skráðir á spjöld sögunn-
ar af því að þeir þorðu og
framkvæmdu.
Albert Guðmundsson hefur til
að bera marga þá eiginleika sem
að framan greinir. Hann kom, sá
og sigraði í þeim keppnum, sem
hann hefir tekið þátt í til þessa.
Hér er um að ræða svið íþrótta,
viðskiptalífs, borgarmála og þjóð-
mála, enda ávallt keppt til sigurs.
En þá er leiðtoginn stærstur,
þegar hinn smæsti meðal okkar á
til hans greiða leið með margvís-
leg vandamál sín. Um þann þátt í
skaphöfn Alberts Guðmundssonar
vitna merkin um verkin hjá fjöl-
mörgum líknar- og hjálparsam-
tökum, og engum er ljósara en
honum að: „aðgát skal höfð í
nærveru sálar".
Albert Guðmundsson og stór-
brotin eiginkona, Brynhildur Jó-
hannsdóttir, hafa lifað lífinu fyrir
opnum tjöldum „í stormum sinna
tíða“, og vaxið í hverri raun.
Leggjumst nú öll á eitt og
tryggjum kjör mikilhæfs manns í
virðulegasta embætti þjóðarinnar.
Jón Arnþórsson,
verzlunarmaður,
Akureyri.