Áfram Ísland - 01.06.1980, Blaðsíða 8
Guðmundur H. Ingólfsson, Hnífsdal:
Verum samtaka
kjósum Albert
ÍFR441ÍSMND
1. TÖLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR JÚNÍ 1980
Jónas Pétursson, Lagarfelli:
Afreksmaðurinn
Ég skora á alla, sem þessar
línur lesa, að kjósa Albert Guð-
mundsson í forsetakosningunum
29. júní.
Albert Guðmundsson hefur sýnt
það með margþættum störfum
sínum, að hann er fær um að
gegna starfi forseta íslenska lýð-
veldisins með miklum sóma. Hann
er sá frambjóðandanna, sem hefur
mesta reynslu og þekkingu á
meðferð vandasamra mála í sam-
félagi okkar. Honum er því best
treystandi' til að leysa erfið við-
fangsefni með þeim hætti, að
þjóðin sameinist um lausn.
Albert er maður hógvær og
traustur. Hann er baráttumaður,
þegar á móti blæs og hann sjálfur
sannfærður um rétta stefnu mála.
Hann er jafnframt reiðubúinn til
sátta, þegar ólík sjónarmið togast
á um mikilvæg mál.
Starfsreynsla hans í íslenskum
stjórnmálum bæði sem alþingis-
maður og borgarfulltrúi, veitir
honum þá víðsýn sem er forseta
íslands nauðsynleg í starfi hans.
Þáttur Alberts á sviði félags-
legra verkefna sem borgarfulltrúi
skipa honum virðulegan sess þeg-
ar meta á mannkosti, víðsýni og
dugnað.
Þáttur hans í málefnum aldr-
aðra, félagsmálum Reykjavíkur-
borgar, málum einstæðra foreldra
og fleiri félagslegum verkefnum,
er svo skýr og lýsir manninum svo
vel, að hver Islendingur, sem
fylgst hefur með starfi hans þar,
dáist að þeim starfsþrótti og þeim
dugnaði, sem Albert hefur sýnt í
þessum efnum.
í gegnum þetta starf hefur hann
öðlast þá þjóðmálaþekkingu og
þann baráttuanda, sem einkennir
starf hans nú og á grundvelli
þessarar reynslu er hann hæfast-
ur til að taka við vandasömu starfi
forseta. Andstæðingar Alberts
hafa átt auðvelt með að benda á,
að hans væri þörf, þar sem hann
er, og því ætti ekki að kjósa hann
sem forseta.
En við verðum að vanda val
forsetans. íslenska þjóðin verður
að velja hæfasta manninn. Þess
vegna kjósum við Albert.
í okkar unga lýðveldi þar sem
völdum forsetans er á ýmsan hátt
þröngur stakkur skorinn, er for-
setastarfið svo vandmeðfarið, að
aðeins sá hæfasti kemur þar til
álita.
Þó embættið sé í hugum manna
meira tákn frelsi, samstöðu og
þjóðareiningar, þá treysta lands-
menn því að maðurinn, sem skipar
það á hverjum tíma, sé búinn þeim
hæfileikum að geta tekið ákvarð-
anir í erfiðum málum.
Albert Guðmundsson er öllum
þeim kostum búinn að geta gengt
starfi forseta með þeirri þjóðlegu
reisn, sem þjóðin vill að sé því
fylgjandi.
Við hlið Alberts stendur svo
kona hans frú Brynhildur, traust
kona og fáguð í allri framkomu.
Þeim hjónum Brynhildi og Albert
treysti ég best til að stija í hinu
virðulega embætti forseta íslands
á Bessastöðum.
Guðmundur H. Ingólfsson,
Holti, Hnífsdal.
Albert
Albert Guðmundsson er í kjöri
til forsetaembættis íslenzka lýð-
veldisins. Ég var strax ákveðinn í
að styðja að kjöri hans í embættið.
Þau kynni öll, sem ég hef af
Albert valda stuðningi mínum.
Auk þess fellur forsaga hans,
uppruni og námsleið, ferill hans
og frami í íþróttum mjög vel að
hugmyndum mínum um íslend-
inginn, sem er tákn þjóðarinnar
frá alþýðu, sem svo er nefnd, til
fyrirmanna, svo að enn sé notað
táknmál, sem lengi hefur lifað
með þjóðinni.
Hann gekk í Samvinnuskólann,
fór utan til frekara náms. Stund-
aði knattspyrnu svo, að hann varð
einn af frægustu knattspyrnu-
mönnum heims. Óræk sönnun
þess að hér fór hetja til líkama og
sálar.
Engum tvímælum veldur, hve
mikil lífsreynsla skapast við feril
Alberts. En einmitt Það er mikil-
vægasta menntun þjóðhöfðingja.
Eftir heimkomu hans hefir at-
orku hans víða gætt og ekki sízt
hefir það treyst mína skoðun,
hvert almenningsálit er, þar sem
hann hefir mest starfað. En það er
um hjálpsemi hans og stuðning
við fjölda fólks, sem í vanda hefir
komist og til hans leita. Hvar, sem
til hans hefir spurst í félagsmál-
um, stjórnmálum, er nafn hans
tengt karlmennsku og einbeitni.
I mínum huga ber hann heitið:
afreksmaður. Á Bessastöðum á
slíkur maður heima. Þess vegna
styð ég, af öllum lífs- og sálar-
kröftum Albert og Brynhildi til
Bessastaða.
Jónas Pétursson,
fyrrv. alþingismaður,
Lagarfelli.