Fjarðarfréttir - 10.10.2024, Blaðsíða 1
www.fjardarfrettir.is | vefblad.fjardarfrettir.is
Finndu okkur á
bæjarblað Hafnfirðinga
BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI
FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983
HRAUNHAMAR.IS
SÍMI: 520-7500
/fjordur
Fylgstu með okkur
á facebook!
18:00 Rokkararnir
18:30 Línudans
19:00 Arnar Friðriks
19:30 Bjarni Ara
20:00 Regína Ósk
Tilboð í verslunum
Vörukynningar
Dansatriði
Bleika slaufan
Bjór á krana eða rauðvíns/
hvítvínsglas hússins
Happy Hour Naut & BenniVöfflukaffi
Kaffi & vaffla/pönnukökur
Tikka Masala
www.errea.is
Fimmtudagur 10. október 2024 | 10. tbl. 22. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði
Sæktu fyrir
snjallsíma!
fyrir iPhone og Android
FRÍTT APP
NÆSTA BLAÐ
fimmtudaginn
21. nóv.
skiladagur efnis og auglýsinga
er 18. nóvember.
Haustfagnaður í miðbænum í kvöld
Opið til kl. 21 í verslunum í Firði og mörgum verslunum í miðbænum
Verslunarmiðstöðin Fjörður blæs til
haustfagnaðar í dag og hafa ýmsar
verslanir í miðbænum ákveðið að taka
þátt og verður opið til kl. 21 í kvöld.
Meðal verslana í miðbænum verða
Dalakofinn, Lilja boutique og Kakí með
opið lengur og eflaust verða fleiri
verslanir með.
Glæsileg dagskrá verður í Firði með
söng og skemmtun kl. 18-21 og
stórsöngvararnir Regína Ósk og Bjarni
ara stíga á stokk.
Eru bæjarbúar að sjálfsögðu hvattir til
að mæta í miðbæinn og njóta samveru
með öðru fólki.
Vel var mætt á fund um aðalskipulag-
breytingu á mánudagskvöld vegna
væntanlegrar niðurdæl ingar Carbfix á
koltvísýringi í landi Hafnarfjarðar.
Í upphafi var aðalskipulagsbreytingin
kynnt ítarlega en að henni lokinni gafst
fundar gestum tækifæri til að spyrja
fulltrúa í pallborði en í því sátu
bæjarfulltrúarnir Orri Björnsson og
Valdimar Víðisson, Sigurður Haralds-
son, sviðsstjóri og tveir fulltrúar frá Eflu
sem vann skipu lagið.
Spurningarnar, sem voru margar, voru
lang fæstar um aðalskipu lags breyt-
ingarnar sjálfar heldur um niður-
dælinguna sjálfur, forsendur og ávinn ing
Hafnarfjarðar. Til viðbótar komu tveir
fulltrúar Carbfix til svara enda snéru
spurningar oft að tæknilegum atriðum.
Töluverðar umræður urðu um sk.
snefilefni, eiturefni sem þrátt fyrir að
vera mjög lítið hlutfall af niðurdælingar-
efnum, þá getur heildarefnið orðið mjög
mikið. Kom fram að slík efni yrðu
ekkert minni þó koltvísýringi væri t.d.
safnað frá álverum hér á landi.
VALDIMAR LOFAR
ÍBÚAKOSNINGU
Spurt var um íbúakosningu og svaraði
Valdimar Víðisson því til að þegar búið
væri að fá svör við spurningum sem
væri ósvarað, þá yrði boðað til íbúa-
kosninga. Sagði Orri að enn væri langt í
land að samningar væru komnir á. Á
fundinum var því lýst yfir að samtök
mótmælenda ætlaði að safna undir-
skriftum til að krefjast íbúa kosn ingar
um aðalskipulags breytinguna.
BÆJARFULLTRÚI VISSI EKKI
UM STUÐNINGSBRÉF
BÆJARFÉLAGSINS
Spurt var um kynningu Carbfix á
verkefninu í Straumsvík árið 2021 þar
sem var sagt gert með fullum stuðningi
sveitarfélagsins. Í svörum kom fram að
Carbfix hafi fengið stuðningsyfirlýsingu
frá Hafnarfjarðarbæ og taldi fulltrúi
Carbfix að það hafi verið undirritað af
Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Kall-
aði fulltrúi Viðreisnar sem sat í bæjar-
stjórn á þeim tíma að hann hafi aldrei
vitað af slíku bréfi.
Einn fjölmennasti fundur um aðalskipulag
Undruðust stuðningsyfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar við Coda Terminal árið 2021
Mjög fjölmennt var á fundinum og margaráleitnar spurningar bornar fram og svör fengin.
Margir biðu þolinmóðir með höndina
upp til að fá að bera fram spurningu.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n