Fjarðarfréttir - 05.12.2024, Blaðsíða 1

Fjarðarfréttir - 05.12.2024, Blaðsíða 1
www.fjardarfrettir.is | vefblad.fjardarfrettir.is Finndu okkur á bæjarblað Hafnfirðinga BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983 HRAUNHAMAR.IS SÍMI: 520-7500 Sunnudögum Verslanir opnar á fram að jólum. Sjá nánar á fjordur.is kl 13-16 Með hverju 10.000 kr gjafabréfi fylgir frír forréttur eða eftirréttur að eigin vali að allt að andvirði 3.000 kr www.errea.is Fimmtudagur 5. desember 2024 | 12. tbl. 22. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði Kjörsókn í Alþingiskosningunum sl. laugardag var 80,2% en alls voru 268.422 á kjörskrá. Í SV-kjördæmi voru 79.052 á kjörskrá og var kjörsóknin 81,7%. 22.011 voru á kjörskrá í Hafnarfirði eða tæp 28% af kjördæminu. Alls eru nú 14 þingsæti í kjördæminu og af þeim fengu Hafnfirðingar 2 eða um 14% þeirra. Samfylkingin fékk 15 þingsæti og 20,8% greiddra atkvæða. Bætti flokk- urinn við sig 9 þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn varð í öðru sæti með 19,4% atkvæða og 14 þingmenn en það er versta útkoma Sjálf stæðis- flokksins frá upphafi. Tapaði flokkurinn 2 þingmönnum frá síðustu kosningum. Viðreisn fékk 11 þingsæti og bætti við sig 6 sætum með 15,8%. Flokkur fólksins fékk 10 þingsæti og bætti við sig 4 sætum og 13,8% atkvæða. Miðflokkurinn bætti við sig 5 þing- sætum og fékk 8 þingsæti með 12,1% atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 8 þing- sætum og fékk 5 þingsæti með 7,8% atkvæða en fékk 17,3% atkvæði í síð- ustu kosningum. Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi voru ekki birtar fyrr en í hádeginu sl sunnudag, síðastar allra og þá var ljóst að Samfylkingin var sigurvegari kosn- inganna sem tvöfaldaði fylgi sitt. Hafnfirski þingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson (B) dettur út af þingi og Hafnfirðingurinn Rósa Guðbjarts- dóttir (D) kemur ný inn á þing sem upp - bótarþingmaður. Hafnfirðingar verða því áfram með aðeins tvo þing mann. ÞINGMENN SUÐVESTURKJÖRDÆMIS SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fékk flest atkvæði í Suðvesturkjördæmi, 23,4% en fékk 30,2% atkvæða í síðustu kosningum. Flokk urinn heldur þó sín- um 4 þingsætum því flokkurinn fékk eitt uppbótarþingsæti í kjördæminu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru: • Bjarni Benediktsson, Garðabæ • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Kópavogi • Bryndís Haraldsdóttir, Mosfellsbæ • Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði – uppbótarþingmaður VIÐREISN fékk næst flest atkvæði í kjördæminu, 20,1% atkvæða og 3 þingsæti, bættu við sig einu þingsæti en flokkurinn fékk 11,4% atkvæði í síðustu kosningum. Þingmenn Viðreisnar eru: • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hafnarfirði • Sigmar Guðmundsson, Reykjavík • Eiríkur Björn Björgvinsson, Garðabæ SAMFYLKINGIN fékk 19,3% at - kvæða í kjördæminu og 3 þingsæti, bætti við sig 2 þingsætum en flokk- urinn var með 8,1% atkvæða í síðustu kosningum. Þingmenn Samfylkingarinnar eru: • Alma Möller, Kópavogi • Guðmundur Ari Sigurjónsson, Seltjarnarnesi • Þórunn Sveinbjarnardóttir, Garðabæ MIÐFLOKKURINN fékk 12% atkvæða og 2 þingsæti en fékk 4,5% atkvæði síðast og ekkert þingsæti. Þingmenn Miðflokksins eru: • Bergþór Ólason, Garðabæ Hafnfirðingar misstu einn þingmann en fengu annan Samfylkingin er stærst á landsvísu en Sjálfstæðisflokkurinn í SV-kjördæmi Sæktu fyrir snjallsíma! fyrir iPhone og Android FRÍTT APPóla ólagjafahandbókin Næsta blað er JÓLABLAÐIÐ sem kemur út 19. desember – blaðið með öllum jólakveðjunum! Verður þín jólakveðja í blaðinu? Farðu ekki langt eftir jólagjöfunum fylgir blaðinu í dag! • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Garðabæ FLOKKUR FÓLKSINS fékk 11% atkvæða og 2 þingsæti en fékk 7,6% atkvæða í síðustu kosningum og 1 þingsæti. Þingmenn Flokks fólksins eru: • Guðmundur Ingi Kristinsson, Kópavogi • Jónína Björk Óskarsdóttir, Kópavogi

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.