LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 4

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 4
4 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 L andssamband eldri borgara fagnar í ár 30 ára afmæli sínu. Aðildarfélög LEB eru 54, víðs vegar um landið, með um 27 þúsund félaga. Og fer fjölgandi. Starf félaganna er mjög öflugt og fjölbreytt. Fyrir málstað okkar eldri borgara skiptir öllu að hafa Landssamband eldri borgara. Við þurfum að hafa einn sameiginlegan talsmann til að ræða við stjórnvöld um baráttu og hagsmunamál okkar. Stjórnvöld óska eftir fundum með fulltrúum LEB og einnig er óskað eftir umsögnum LEB um einstök frumvörp, sem varða hagsmuni okkar. LEB vinnur að því að koma sjónarmiðum okkar á framfæri með greinarskrifum, auglýsingum og frétt- um á heimasíðu. Einnig er félögum sendur mánaðar- lega tölvupóstur með nýjustu fréttum af starfinu. Í gegnum 30 ára sögu okkar hefur margt áunnist til að bæta réttindi eldri borgara og vissulega eru kjör margra betri. Fjölbreytileiki í félagsstarfi og uppbygging fjölda félaga á þessum 30 árum er mjög mikilvæg og bætir líðan margra eldri borgara. Síðan hafa mörg ný baráttumál verið sett á oddinn til að bæta hag og líðan fólks. Má þar nefna hreyfingarátak í mörgum sveitarfélögum sem á sinn þátt í batnandi heilsu á efri árum. En baráttunni er ekki lokið. LEB hefur lagt höfuð- áherslu á það gagnvart ríkisvaldinu að enn sé stór hópur eldri borgara sem þarf að lifa við kjör sem eru undir framfærsluviðmiðun velferðarráðuneytisins. Það ástand er með öllu ólíðandi. Við getum ekki sætt okkur við að greiðslur Tryggingastofnunar hækki um 3,6% á meðan toppar þjóðfélagsins fá 40-80% hækkun á sínum launum. LEB telur nauðsynlegt að vinna að því að þær miklu skerðingar, sem ríkisvaldið leggur á eldri borgara sem vilja og geta unnið, hverfi með öllu í áföngum. Það sama á einnig við um greiðslur úr lífeyrissjóðum. Þar eru skerðingar allt of miklar. Jaðarskattar og hindranir eiga að hverfa því allt skilar þetta sér til baka. Mikill munur er á efnahag og velferð innan raða eldra fólks. Ójöfnuð- urinn endar ekki þó fólk eldist. Það er mikill vandi. Starf LEB er mjög öflugt en þarf á næstu misserum að verða enn öflugra. Það gerist ekki nema að LEB verði tryggt aukið fjármagn til að geta ráðið til sín starfsfólk til að sjá um daglegan rekstur. Eldri borgurum fer mjög fjölgandi á næstu árum. Það skiptir því öllu að okkur takist að efla enn frekar starf okkar. Að því þurfum við öll að vinna. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB Sigurður Jónsson, varaformaður LEB Baráttan heldur áfram

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.