LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 6
Ragna Fossberg förðunarmeistari var að lesa handrit að nýjum
framhaldsþáttum, sem Sagafilm er að hefja framleiðslu á, þegar
blaðamaður frá LEB hitti hana að máli, en hún mun annast förðun
fyrir þættina. „Það eru einhverjir sem kunna að meta reynslu og
þekkingu,“ segir hún og hlær. „Ég hef alltaf unnið „free lance“ í
kvikmyndum samhliða vinnunni hjá Ríkisútvarpinu og núna held
ég áfram með þann partinn.“ Ragna er hins vegar hætt störfum í
Ríkisútvarpinu, en hún átti sjötugsafmæli 27. febrúar.
Sjötugir geta verið betur á sig komnir en fimmtugir
Rögnu finnst skrítið að menn þurfi að hætta störfum á ákveðnum
degi, þegar þeir verða 67 ára eða sjötugir. „Af því að aldurinn er svo
afstæður, fólk sem er sjötugt er jafnvel betur á sig komið en þeir
sem eru fimmtugir. Þeir geta haft fullan rétt til að vinna, en varla
líkamlega burði til þess. Að því leyti er það skrítin regla að fólk í
fullu fjöri eigi bara að fara heim og vaska upp. Það er ekkert annað
í boði fyrir marga og þú ert ekkert spurð, þetta er bara regla sem
er skrifuð á blað,“ segir hún, en bendir á að það sé mjög misjafnt
hvað fólki finnist um þetta. Sumir séu komnir í ákveðna ládeyðu í
starfinu áður en þeir hætta, en aðrir séu alveg á fullu. Störfin séu
líka miserfið, bæði líkamlega og andlega.
Kynslóðaskipti á Ríkisútvarpinu
En hún er sátt við að vera hætt á RÚV? „Ég sé eftir samstarfsfólkinu
en ekki vinnunni þar, því miður,“ segir hún og bætir við að það
hafi orðið kynslóðabreyting hjá stofnuninni á undanförnum árum.
Það sé tilhneiging hjá unga fólkinu sem kemur til starfa að kasta
fyrir róða öllu því gamla og þekkingunni sem hefur safnast upp.
„Það er farið aftur á byrjunarreit, en það þarf ekki alltaf að vera
að finna upp hjólið, það verður ekki betra þótt það sé ferkantað,“
AlduRSmiSmunun
Hættir störfum
á RÚV en heldur
áfram að vinna
6 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9