LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 7

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 7
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 7 segir Ragna, sem telur farsælla að byggja á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir er og bæta nýju við. Hún segir líka að með nýju fólki séu stjórn- unarhættir orðnir aðrir en áður var. Högg að hætta að vinna einn daginn „Ég veit ekki hvort það er hægt að hafa einhverja eina reglu fyrir alla,“ segir hún um starfslokin. „Mér finnst í lagi að miða almennt við aldur, því þá sitja allir við sama borð og það er ekki verið að mismuna fólki eftir reynslu og þekkingu. En við setjum reglurnar og getum breytt þeim og það ætti að vera þannig að ef fólk hefur líkamlega og andlega burði, vill halda áfram að vinna og það er talinn kostur fyrir fyrirtækið að það geri það, þá væri það í lagi. Það er líka högg fyrir fólk að hætta allt í einu að vinna einn daginn. Það væri gott að hafa aðlögun að starfslokunum. Það er aðlögun á leikskólanum og því ekki á hinum end- anum líka? Það væri allt í lagi í mörgum störfum að hafa lengri aðlögun fyrir fólk sem tekur við, þannig að það þurfi ekki endalaust að vera að finna upp hjólið.“ Draumur að þurfa ekki að drífa sig á morgnana Ragna ætlar að bregða sér í göngu- og jógaferð til Tenerife, áður en hún fer að vinna í framhalds- þáttunum hjá Sagafilm, en frá því hún hætti að vinna 1. febrúar er hún búin að fara í tvær skíða- ferðir. Hún sér einn alveg ákveðinn kost við að vera hætt hjá Ríkisútvarpinu. „Það er draumur að geta gert hlutina þegar þig langar til. Það er enginn sem stjórnar þínum tíma lengur. Ég get dólað mér heima á morgnana og þarf ekki lengur að drífa mig af stað í vinnuna, eins og ég gerði alla morgna þau 47 ár sem ég var í föstu starfi.“ Ingunn Árnadóttir, heilbrigðisritari á Borgarspítalanum, varð sjötug 3. desember síðastliðinn og hætti að vinna um áramót. Hún var í hálfu starfi. „Mér fannst þetta mjög erfitt, en það er mikið álag á spítalanum þannig að ég talaði við yfirmann minn og spurði hvort ég mætti vinna tveimur mánuðum lengur, á meðan mesta skammdegið gengi yfir. Hún sagðist ekki vita það en myndi kanna málið. En því miður nei, það var ekki hægt,“ segir Ingunn. „Ég veit að það var önnur kona sem hafði unnið á spítalanum frá því hún var 16 ára sem fékk ekki heldur að vinna áfram eftir að hún varð sjötug og átti mjög bágt.“ Vinnan gaf mér svo mikið Ingunni var ekki sagt upp starfinu, en undirritaði skjal um að hún væri hætt að vinna. Hún fékk að velja um að hætta í byrjun mánaðarins þegar hún varð sjötug, eða í lok hans, en sér eftir að hafa ekki athugað hvort hún gæti fengið að vinna dag og dag, ef á þyrfti að halda. Ingunn vann í rúm 16 ár á spítalanum, fyrst í 140% vaktavinnu. Hún þoldi hins vegar ekki að vinna á vöktum, veiktist og var frá vinnu í fimm mánuði. Eftir að hún kom aftur til starfa fór hún í 90% starf og minnkaði svo starfshlutfallið með árunum. „Það var yndislegt að vinna þarna og þegar maður er búinn að vera í ákveðnu starfi í 16 ár er það orðið stór hluti af manni, samstarfsfólkið, sjúklingarnir, vinnan gaf mér svo mikið, það var svo mikið líf í kringum mig,“ segir Ingunn. „En maður fær ekki allt, þetta eru bara reglur hjá ríkinu, þú færð ekki að vinna lengur en til sjötugs. En hjá einkafyrirtækjum þurfa sumir að hætta 67 ára og kannski má þakka fyrir það að fá að vinna til sjötugs,“ bætir hún við. Var ekki tilbúin til að hætta „Svo er náttúrulega líka fólk innan um sem hlakkar til að hætta að vinna, er með tilbúið prógramm yfir það sem það vill gera og allt það. En mér finnst þetta svo skrítið. Ég hef unnið frá 15-16 ára aldri eins og margir, en þetta á örugglega eftir að venjast. Ég hugsa svo oft til móð- ur minnar sem vann þangað til hún var 72 ára. Hún var ekkert tilbúin til að hætta, því vinnan gaf henni svo mikið, en lengi á eftir sagði hún: „Ég vildi að ég gæti unnið.“ Það er kannski verið að miða við að unga fólkið komist að og það er gott og blessað,“ segir Ingunn sem er þeirrar skoðunar að starfslok ættu að vera sveigjanleg frá 67 ára til 72 ára. Það ætti að vera val. Þeir sem vilja geta þá hætt 65 ára, en aðrir geta unnið lengur ef þeir kjósa það. „Ég vildi að ég gæti unnið“ „ Ég get dólað mér heima á morgnana og þarf ekki lengur að drífa mig af stað í vinnuna, eins og ég gerði alla morgna þau 47 ár sem ég var í föstu starfi.

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.