LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 8
8 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9
„Mismunun vegna aldurs fær ekki
staðist hvernig sem á það er litið og
ég hef furðað mig á því að umboðs-
maður Alþingis skuli ekki hafa hafið
frumkvæðisrannsókn á málinu,“
segir Ágúst Þór Árnason,
réttarheimspekingur og
aðjúnkt við Háskólann á
Akureyri, þegar hann er
inntur álits á starfslokaaldri
hér á landi. Hann vill að
tryggt verði í stjórnarskrá og með
almennum lögum að „öldruðum“
verði ekki mismunað sökum aldurs.
„Hér hafa „almennir“ ríkishagsmunir
verið látnir vega þyngst á kostnað
mannréttinda fullorðinna eða aldr-
aðra,“ segir hann.
Mannréttindaskrifstofa Íslands var
stofnuð árið 1994, en þá stóðu fyrir
dyrum breytingar á mannréttinda-
kafla stjórnarskrárinnar. Réttindi
kynja og fatlaðra voru í brennidepli,
en ekki var hugað sérstaklega að
réttindum eldra fólks. Ágúst Þór
segir að þeir sem stóðu að stofnun
mannréttindaskrifstofunnar hafi
verið á einu máli um að „meðferðin“
á málefnum og réttindum „aldraðra“
væri óviðunandi og það væri ekki
hægt að fallast á gamaldags embætt-
ismannarök ríkisins gagnvart fólki
sem hefði þjónað samfélaginu stóran
hluta af lífi sínu. „Að verja stöðu rík-
isins út frá því að hér sé um almenn
lög að ræða, sem bitni ekki á einstak-
lingum með óréttmætum hætti, er
í besta falli gamaldags viðhorf sem
löngu er kominn tími til að hverfa
frá,“ segir Ágúst Þór.
mannréttindabrot að mismuna eftir aldri
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er orku- og próteinríkur næringardrykkur
sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða
sporna við þyngdartapi.
Næring+ er vítamín- og steinefnabættur.
Næring+ hentar einnig þeim sem vilja handhægt
orku- og próteinríkt millimál.