LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 10

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 10
1 0 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 Auðvelt er að láta sig dreyma um breytingar og kjarabæt- ur sem kosta árlega marga tugi milljarða króna. Staðreyndin er samt sú að einmitt það höfum við framkvæmt en erum föst í umræðum um að of lítið sé gert, of seint. Ég vildi óska þess að meira væri talað um hvernig við sköpum meiri verðmæti til að standa undir því sem kallað er eftir. Heildargreiðsl- ur úr almannatryggingakerfinu hafa til að mynda nær tvöfaldast á aðeins einum áratug og raunar var tekið upp nýtt bótakerfi sem skilaði auknum ráðstöfunartekjum. Þessi skref tóku verulega í hjá ríkissjóði og á sama tíma sinnum við stórum verkefnum í heilbrigðis- þjónustu og á félagssviði. Mennta- kerfið kallar líka á meiri fjármuni. Þetta tekur allt á. Þegar ég heimsótti fjármálaráð- herra Dana blasti við stórt skilti á skrifborðinu hans og á því stóð með stórum, rauðum stöfum á hvítum grunni: Hvaðan eiga pen- ingarnir að koma? Ég hef að vísu aldrei komið mér upp skilti á mínu borðshorni en velti stundum sömu spurningu fyrir mér og danskur kollegi minn!“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, bað fyrir afmæliskveðjur til Landssambands eldri borgara og allra innan vébanda þess. Hann gaf hvorki yfirlýsingar né loforð um blóm í haga í tilefni tímamótanna, enda ekki við því að búast. Gjarnan er bjartari tíð hjá stjórnmálamönnum í aðdraganda kosninga en að kosn- ingum loknum. Samtalið mátti vara í 20 mínútur og ekki augnabliki lengur. Fyrir ráðherranum lá að skunda á Alþingi og svara óviðbún- um fyrirspurnum. – Ríkisstjórnin talar um það í stefnuyfirlýsingu sinni að hún muni „leggja sérstaka áherslu á öldrunar- starf“ og nefnir „stórsókn“ í upp- byggingu hjúkrunarheimila og fleira á heilbrigðissviði. Eitthvað í viðbót? „Við erum komin af stað með átak til fjölgunar hjúkrunarheimila en styrkjum líka önnur úrræði til að auka lífsgæði en með minni kostnaði, til dæmis dagvistun og heimahjúkrun. Svo eru spennandi hlutir að gerast í lýðheilsumálum eldri borgara og ég nefni sérstak- lega merkilegt brautryðjandastarf Janusar Guðlaugssonar. Gögn sýna að hann nær miklum árangri með markvissri hreyfingu og heilsurækt eldri borgara. Ég veit að horft er til þessa starfs hans í heilbrigðisráðu- neytinu. Nefni líka hækkun frítekju- marks, ráðstöfun til að hjálpa „Við höfum sannarlega bætt kjör eldri borgara og það tekur í hjá ríkissjóði“ „ Ef við hins vegar greiðum þeim lífeyri almannatrygginga sem geta bjargað sér á vinnumarkaði og hafa lífeyrissjóðstekjur að auki mun það ganga gegn möguleikum okkar til að styðja þá sem mest þurfa á aðstoð að halda. ViðtAl

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.