LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 11

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 11
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 1 1 fólki til sjálfshjálpar og fækka fátæktargildrum sem eru nokkuð einkennandi fyrir kerfið. Við vilj- um halda áfram á sömu braut eins ákveðið og hratt og efni leyfa. Við höfum forgangsraðað sérstaklega í þágu aldraðra í krafti svigrúms sem hagvaxtarskeiðið skapaði. Ég bendi fólki á að kynna sér vef- svæðið tekjusagan.is. Til dæmis er fróðlegt að kanna 66 ára og eldri á 10-15 ára tímabili, ár fyrir ár. Þar sést að ráðstöfunartekjur hafa hækkað og lífeyristekjur skýra það að miklu leyti. Sífellt fleiri ná lífeyrisaldri með betri réttindi en áður. Það er mikilvægt.“ – Þú lítur auðheyrilega svo á að lífeyrissjóðir séu fyrsta stoð eftir- launakerfisins? „Já, ég geri það. Lífeyrissjóðir eru í grunninn skyldusparnaðarkerfi sem gengur út á að fólk sé almennt á vinnumarkaði út starfsævina og afli sér réttinda til að framfleyta sér á efri árum. Þetta er grunnur- inn. Almannatryggingar eru ekki réttindakerfi sem fólk byggir upp með skattgreiðslum, óháð stöðu sinni og efnahag, heldur öryggis- net.“ – Í yfirlýsingu landsfundar Sjálf- stæðisflokksins er kveðið á um að 45% skerðingarprósenta almanna- trygginga lækki strax niður í 40% og áfram í áföngum. Er fjármálaráð- herra sammála því? „Já, þetta eiga að vera áhersl- ur okkar en hér tölum við um gríðarlega flókið viðfangsefni og breytingar sem kosta myndu rík- issjóð og skattgreiðendur ómælda fjármuni. Almannatryggingakerfið er hugsað þannig að það grípi þá sem ekkert hafa og við verðum að nálgast málið frá því sjónarhorni. Vonandi erum við sammála um að hjálpa þeim sem eru virkilega hjálp- „Við erum komin af stað með átak til fjölgunar hjúkrunarheimila en styrkjum líka önnur úrræði til að auka lífsgæði en með minni kostnaði, til dæmis dagvistun og heimahjúkrun,“ segir Bjarni Benediktsson. Ljósmyndir: Kristín Bogadóttir

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.