LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 12

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 12
1 2 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 ar þurfi. Ef við hins vegar greiðum þeim lífeyri almannatrygginga sem geta bjargað sér á vinnumarkaði og hafa lífeyrissjóðstekjur að auki mun það ganga gegn möguleikum okkar til að styðja þá sem mest þurfa á aðstoð að halda.“ – Fullyrt er, og vísað meðal annars í gögn frá OECD, að ekki þekkist nema á Íslandi að lífeyris- tekjur séu skattlagðar af mun meira kappi en atvinnutekjur og að eldri borgarar sæti því að borga skatt af tekjum sínum líkt og aðrir en svo annan skatt í formi skerðingar. „Ég ætla að leyfa mér að svara með því að segja að ef bornar eru saman ráðstöfunartekjur eldri borgara í OECD kemur Ísland þar ágætlega út í samanburði. Það er sú niðurstaða sem hlýtur að skipta máli.“ – Útgreiðslur séreignar skerða ekki greiðslur frá Tryggingastofn- un líkt og lífeyrir úr samtryggingu lífeyrissjóðanna. Finnst þér ekki að jöfnuður eigi að ríkja í kerfinu að þessu leyti? „Séreignarkerfið er afar vel heppnað og hefur fyrir löngu farið fram úr væntingum. Hluti hvatans til að leggja í séreign er einmitt að hún leiðir ekki til skerðingar. Áhrifin af þessu eru þjóðhagslega mjög jákvæð. Það eru líka til staðar almenn frí- tekjumörk sem ná til greiðslna úr samtryggingunni sem mætti frekar skoða að hækka.“ – Hvaða skref viltu stíga og hvenær til að fleiri fái tækifæri til sveigjanlegra starfsloka án þess að lífeyrisréttindi skerðist? „Stórt er spurt en viðfangsefnið er mikilvægt. Ég tek auðvitað eftir því að víða í samfélaginu lýsir fólk vilja sínum til að vinna lengur en lög gera ráð fyrir. Það gerist á sama tíma og lífaldur hækkar. Ef ég lít mér næst þá eru foreldrar mínir komnir yfir áttrætt og mjög sprækir. Það voru foreldrar þeirra hins vegar ekki á svipuðum aldri. Þjóðin eldist með öðrum orðum og margir halda góðri heilsu langt fram á efri ár, sem betur fer. Ég vil gjarnan ræða málið í víðu samhengi, því samhliða sveigjan- legum starfslokum þarf að endur- skoða sjálfan lífeyristökualdur- inn. Ef við horfumst seint eða alls ekki í augu við þá staðreynd að hækkandi lífaldur leggur sífellt meiri byrðar á lífeyrissjóðina mun það bitna á ungu fólki sem er að fara út á vinnumarkaðinn og byrja að borga inn í eftirlaunakerfið. Okkar bíður því mjög mikilvæg umræða um hvoru tveggja, hækk- un lífeyrisaldurs og sveigjanleg starfslok, þannig að fólk hafi val. Mér virðist samt að sameigin- legur skilningur sé að myndast á því að lífeyrisaldur verði að hækka um nokkur ár á næstu tíu til tuttugu árum.“ – Lætur þú sjálfur hugann reika til efri áranna og tímans sem tekur við eftir stjórnmálin? „Já, reyndar geri ég það þótt ég verði ekki fimmtugur fyrr en á næsta ári! Það vill nú svo til að í morgun kannaði ég hvenær ég lyki við að borga húsnæðislánið mitt og fyrir skömmu kannaði ég lífeyrisréttindin mín í Lífeyris- gáttinni. Þar sá ég á einum stað lífeyrisréttindin mín, jafnvel réttindi sem sumarvinna á náms- árum skilaði. Vel á minnst, lifeyrisgattin.is er frábærlega vel gert tól og notadrjúgt. Lífeyrissjóðakerfið á þakkir skildar fyrir að hafa búið það til.“ Þar með var samtalinu lokið og ráðherrann hraðaði sér í þingsal. Skömmu síðar brast á orðasenna hans við Pírata. Það heita víst stjórnmál líka. „Mér virðist samt að sameiginlegur skilningur sé að myndast á því að lífeyrisaldur verði að hækka um nokkur ár á næstu tíu til tuttugu árum,“ segir Bjarni í viðtali við Atla Rúnar Halldórsson fyrir LEB blaðið. „ Já, reyndar geri ég það þótt ég verði ekki fimmtugur fyrr en á næsta ári! Það vill nú svo til að í morgun kannaði ég hvenær ég lyki við að borga húsnæðislánið mitt og fyrir skömmu kannaði ég lífeyrisréttindin mín í Lífeyrisgáttinni.

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.