LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 18

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 18
1 8 F é l a g e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 Guðný Ragna vill skilgreina aldraða sem fólk sem er 75 ára og eldra, en Guðrún hugsar ellina út frá þeim sem eru komnir á eftirlaun og miðar við 67 ára. Torfi Geir segir skilgreininguna á „öldruðum“ flóknari en svo að það sé auðvelt að miða við ákveðinn aldur. „Fólk eldist misjafnlega og það að vera aldraður finnst mér snúast meira um hugarástand og getu, frekar en endilega aldur. Ef við þyrftum að miða við aldur, myndi ég skjóta á að eftir 70-75 ára aldur- inn fari fólk að upplifa sig aldrað, án þess að hafa af því sérstaka reynslu.“ Innan við 10% á hjúkrunar- eða dvalarheimilum „Það eru fordómar í samfélaginu gagnvart öldruðum,“ segir Guð- rún. „Til dæmis ef við skoðum það út frá vinnu. Ef fólk er hraust og langar til að vinna lengur en til 67 ára þá er erfiðara fyrir það að finna sér vinnu við hæfi. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem vilja taka inn eldri starfsmenn, ég hef einungis einu sinni séð auglýsingu í blaði þar sem óskað var eftir eldri borgara í vinnu. Það eru allir settir undir sama hatt.“ Og Torfi Geir tekur í sama streng. „Umræða í fjölmiðlum vill oft snúast eingöngu um kostn- að samfélagsins við þann hluta aldraðra sem þarf á aðstoð að halda og falla hjúkrunarheimili eða dvalarheimili þar undir. Stað- reyndin er hins vegar sú að innan við tíu prósent eldri borgara búa á hjúkrunar- eða dvalarheimilum og mikill fjöldi eldri borgara hefur fullan þrótt til þátttöku í samfé- laginu. Fordómarnir snúast oftar en ekki um vanmat á getu eldra fólks.“ Guðný Ragna er svipaðr- ar skoðunar og þau Guðrún og Torfi Geir. „Ég hugsa að það séu til fordómar gagnvart öldruðum, já. Maður gerir kannski ráð fyrir því að eldra fólk sé ekki sérlega frjálslynt í hugsun þegar kemur að minnihlutahópum svo sem samkynhneigðum, innflytjendum og kynþætti,“ segir hún. Heyrast raddir aldraðra ekki nógu hátt? En telja þau að það sé borin virðing fyrir öldruðum? „Já og nei. Það hafa komið fram alltof margar fréttir um að aldrað fólk inni á hjúkrunarheim- ilum eða á elliheimilum fái ekki þá þjónustu og þá framkomu sem það á skilið, frá starfsfólki þar. Allir eiga það skilið að þeim sé sinnt af virðingu,“ segir Guðrún. „Almennt séð er borin nokkur virðing fyrir öldruðum á Íslandi en sú virðing er ekki næstum því eins mikil og við sjáum til að mynda í asískri menn- ingu,“ segir Torfi Geir og bætir við: „Oftar en ekki virðast aldraðir lenda í sömu stöðu og börn og ungmenni þegar rætt er um málefni þeirra, raddir þeirra fá ekki að heyrast nógu hátt í umræðunni. Ungmennaráð í sveitarfélögunum hafa verið stofnuð til að koma til móts við þennan skort á þátttöku ungmenna og nýlega var stofnað öldungaráð í mínu sveitar- félagi til að ræða og ráðleggja um málefni eldri borgara.“ Guðný Ragna segist líka telja að við á Íslandi berum ekki jafn mikla virðingu fyrir öldruð- „ Ég p e r s ó n u l e ga p æ l i l í t i ð í ö l d r u ð u m , ka n n s k i þ v í þ a ð e r u f á i r a l d r a ð i r í k r i ngu m m ig s e m s te n du r. . . e n þ a ð e r ka n n s k i e i n m i t t m á l i ð a ð f ó l k á m í n u m a l d r i h ugs a r e k k i m i k i ð u m e ð a t i l þ j ó ð f é l ags h ó p s a l d r a ð r a . M a ð u r m æ t t i e ð a æ t t i ka n n s k i a ð ve r a m e i r a m e ð v i t a ð u r, “ s agð i G u ð ný R ag n a R ag n a r s d ó t t i r l ög f r æ ð i ngu r, þ e ga r LE B b l a ð i ð s p u rð i h a n a u m v i ð h o r f i ð t i l e l d r a f ó l k s í s a m f é l ag i n u . M a rg i r ka n n a s t uggl au s t v i ð þ a ð a ð h a f a e k k i ve l t e l l i n n i m i k i ð f y r i r s é r á m e ð a n þ e i r vo r u u ng i r. Þ e i r, s e m v i ð r æ d du m þ e t t a m á l e f n i v i ð au k G u ð ný j a r, vo r u To r f i G e i r S í m o n a r s o n m a r ka ð s s t j ó r i og G u ð r ú n S te i n d ó r s d ó t t i r v i ð s k i p t a f r æ ð i ngu r. „ Almennt séð er borin nokkur virðing fyrir öldruðum á Íslandi en sú virðing er ekki næstum því eins mikil og við sjáum til að mynda í asískri menningu.

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.