LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 19
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 1 9
um og hefð er fyrir í mörgum öðrum
löndum. „Ég ber virðingu fyrir eldra
fólki og því lífi sem það hefur lifað.
En svo spilar það inn í sem ég nefndi
áðan, að mínir fordómar gagnvart
eldra fólki eru kannski þeir, að það
hafi fordóma gagnvart ákveðnum
hópum,“ segir Guðný Ragna.
Að gera það sem mann langar til
Hvað skyldi vera það besta við að
eldast? Guðrún hefur skoðun á því:
„Að vera laus við mestallt stress og
gera það sem mann langar til með
makanum sínum. Að geta ferðast
þangað sem mann langar þegar
mann langar. Að geta slappað af
heima hjá sér heilu og hálfu dagana
bara af því mann langar til þess. Að
hafa tíma og getu til að hugsa um
barnabörnin og kannski barnabarna-
börnin.“ Guðný Ragna segir: „Besta
við það að eldast ætti að vera það að
vera búinn að ná þeim markmiðum
sem maður ætlaði sér, koma upp
fjárhagslegu öryggi og geta notið
lífsins án þess að vera í kapphlaupi
um að fá stöðuhækkun í vinnunni
eða ala upp börn. Bara fá að vera
til og njóta.“ Torfi Geir svarar þessu
þannig: „Lífsgæðakapphlaupið
sem við virðumst flest festast í frá
hálfþrítugu til hálfsextugs á það oft
til að taka enda upp úr fimmtugu. Ég
held að það besta við að eldast sé öll
sú uppsafnaða reynsla og þekking
sem mótar mann og ég held að með
aldrinum nái maður að setja hlutina í
samhengi og átta sig á því sem skipt-
ir raunverulega máli. Verandi með
ungt barn á heimilinu held ég að það
að fá að horfa á börnin sín vaxa og
þroskast sé einn dýrmætasti þáttur
þess að fá að eldast. Það fá nefnilega
ekki allir að eldast.“
Verst að einangrast
og verða einmana
Þá er komið að hinni hliðinni – hvað
er það versta? Torfi Geir segist eiga
erfitt með að sjá það slæma. „Ég
held að ef líkamleg og andleg heilsa
er í lagi þá sé bara gott að eldast.“
Guðrún horfir til félagslega þáttarins:
„Það versta við að eldast að mínu
mati er að einangrast mögulega og
verða einmana. Ég er mikil félagsvera
og ég gæti ekki ímyndað mér hvernig
lífið væri ef félagslegi hlutinn myndi
hverfa einhverra hluta vegna.“
Guðnýju Rögnu verður hugsað til
heilsunnar: „Það versta er svo auð-
vitað að ef heilsan bregst fær maður
ekki mikið að njóta þessara efri ára
og sérstaklega ef fjárhagurinn er ekki
í lagi. Ég hugsa mikið til kvenna sem
eru komnar á efri ár í dag, sem fengu
ekki tækifæri til að vinna líkt og
mennirnir þeirra og gátu þar af leið-
andi ekki, á efri árum, skapað sama
fjárhagslega öryggi eða þægindi fyrir
sig og þeir.“
Mætti vera duglegri að
heimsækja ömmu
Að lokum er spurt hvort þau
séu í sambandi við ættingja af
eldri kynslóðinni og það eru þau
sannarlega. Guðný Ragna segir
ekki marga aldraða kringum hana
núna. „Ég á ömmu mína góðu sem
ég mætti klárlega vera duglegri að
heimsækja. En okkur semur vel.“
Torfi Geir segir: „Þar kemur enn að
skilgreiningunni á öldruðum, ég er
í góðu sambandi við ömmu og afa
sem eru fædd 1942 og 1943 en fyrir
utan öfluga þátttöku í félagsstarfi
aldraðra er ekki margt sem bendir
til þess að þau séu mikið eldri en um
sextugt. Þau eru dugleg að ferðast,
taka mikinn þátt í félagsstarfi og eru
mjög virk.“ Guðrún á lokaorðin: „Já,
ég er í sambandi við aldraða ætt-
ingja en mikið minna heldur en mig
langar til. Það er þá aðallega í gegn-
um síma eða heimsóknir. En það er
alveg bannað að sleppa því að mæta
í veislur og fjölskylduafmæli.“
„Ég held að það besta við að eldast sé öll sú uppsafnaða reynsla og þekking sem mótar mann og ég held að með aldrinum nái maður að setja hlutina í
samhengi og átta sig á því sem skiptir raunverulega máli,“ segir Torfi Geir. Ljósmyndir: Kristín Bogadóttir