LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 21
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 2 1
Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
formaður LEB, hefur víða
komi við. Hún vann á leik-
skóla en söðlaði um og fór að vinna
hjá Verkakvennafélaginu Sókn. Hún
varð varaformaður Sóknar og síðar
formaður í 13 ár. Þá var ákveðið að
sameina Sókn og fjögur önnur verka-
lýðsfélög. Þannig varð Efling til.
Þórunn hefur setið í stjórn fjögurra
lífeyrissjóða.
Þórunn segist hafa fengið áhuga
á málefnum eldri borgara þegar
hún var formaður Sóknar. „Þá
vorum við að semja um ýmis störf í
öldrunarþjónustu og maður varð að
læra um þau störf til að geta samið.
Seinna var ég í velferðarnefnd ASÍ
í mörg ár. Þar ræddum við málefni
eldri félaga okkar,“ segir Þórunn.
Það eru enn göt í kerfinu
Þórunn var kosin formaður Lands-
sambands eldri borgara á Lands-
fundi 2017. Á síðustu misserum hafa
málefni eldri borgara verið mikið í
þjóðmálaumræðunni og Þórunn sem
formaður LEB verið kraftmikil í að
berjast fyrir hagsmunamálum eldri
borgara. Landssamband eldri borg-
ara fagnar nú 30 ára afmæli sínu.
Listin að lifa spjallaði við Þórunni
á þessum tímamótum til að heyra
hennar sjónarmið.
-Nú segja sumir eldri borgarar
að það skipti þá engu máli að hafa
greitt í lífeyrissjóð í tugi ára, þeir fái
ekkert meira en þeir sem aldrei hafi
greitt neitt í lífeyrissjóð. Hvað segir
þú um þessa fullyrðingu?
Hún er bæði rétt og röng, allt fer
þetta eftir því hversu mikið fólk á í
lífeyrissjóðum. Þarna eru mörk en
þegar lífeyriskerfið var sett á lagg-
irnar fyrir alla 1969 þá vissu allir
að næstu ár yrðu flókin. Nú, öllum
þessum árum síðar, eru flestir með
góðan lífeyrissjóð en samt hafa
nokkrir þeirra lent uppi á skeri.
Með fækkun sjóðanna er verið að
tryggja æ fleirum mikilvæg réttindi
sem ekkert almannatryggingakerfi
myndi ráða við. Þar voru forverar
okkar mjög framsýnir. Vandinn var
að ná til allra en það varð ekki fyrr
en árið 1997 með lögum um lífeyris-
sjóði. Samt eru enn göt í kerfinu.
Réttindi eftir starfslok
eru kolröng
-Finnst þér stéttarfélögin sýna
málefnum eldri borgara nægilega
mikinn áhuga?
Nei, alls ekki, en þó eru nokkur
með félagsstarf fyrir eldri félags-
menn og gera vel við þá. Réttindi
eftir starfslok eru kolröng, þar er
verk að vinna og ættum við að
Alltaf á
byrjunarreit
þegar skipt er um ríkisstjórnir
– segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara
„ Þá vorum við að
semja um ýmis störf í
öldrunarþjónustu og maður
varð að læra um þau störf til
að geta samið. Seinna var ég
í velferðarnefnd ASÍ í mörg ár.
Þar ræddum við málefni eldri
félaga okkar.