LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 24
2 4 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9
Kveðjur til leB á 30 ára afmælinu
að ekki megi mismuna eftir aldri.
Við munum taka þetta mál lengra
en vantar manneskju sem er til í að
segja Umboðsmanni aldraðra eða
lögfræðingum sína sögu.
Finnum mikinn meðbyr
-LEB hefur lagt áherslu á m.a. með
auglýsingaherferð að virðing sé
borin fyrir eldri borgurum og að þeir
séu ekki afskrifaðir. Hefur náðst
árangur?
Ó, já. Við finnum mikinn meðbyr
bæði með virðinguna og að við
séum með í samfélaginu. Nýjar
auglýsingar með eldra fólk eru oftar
á skjánum og nokkrir vinnustaðir
leita að fólki með reynslu og hæfni
á efri árum. Við erum gleymda
gullið.
Skerðingar eru mun verri
Hvernig stöndum við hvað varðar
velferðarmálin í samanburði við
nágrannaríkin?
Bæði vel og illa. Sumt er gott en
í samanburði t.d. við Danmörku
erum við illa stödd. Kerfin eru ólík
en í heildina eru okkar vandamál
þau að skerðingar eru mun verri.
Þurfum öll að standa saman
-Þrátt fyrir bætta heilsu og lengra líf
er alltaf þörf fyrir hjúkrunarheimili.
Vandinn er mikill, en stjórnvöld
lofa átaki. Hvernig lítur þú á stöðu
þessara mála?
Undanfarin ár hafa verið hræði-
leg en nú hillir undir stórt átak,
loksins. Við þurfum öll að standa
saman í þessari baráttu og fyrir
lífsgæðum aldraðra og veikra svo
þau njóti virðingar alla ævi.
-Ríkið hefur í nokkur ár notað
hluti af tekjum Framkvæmdasjóðs
aldraðra í rekstur, þrátt fyrir að sjóð-
urinn eigi að standa að uppbyggingu
hjúkrunarheimila. Er þetta ásætt-
anlegt?
Ónei, það er aldeilis fáránlegt
að borga nefskatt sem á að renna
í uppbyggingu, en rennur svo
í rekstur. Þessu höfnum við og
neitum algjörlega. Að sitja í stjórn
Framkvæmdasjóðsins og fá engu
ráðið er líka súrt að sitja uppi með.
Þessu verður að breyta.
Ósátt við framlög
til starfsemi okkar
-Í framhaldinu. Hvernig er
samstarf og samvinna LEB við
stjórnvöld?
Yfirleitt góð en stundum er erfitt
að fá fundi og svo hefur verið
breytt vinnuskipulagi við fjárlaga-
gerð þannig að mun erfiðara er að
koma í gegn einhverjum lagfær-
ingum. Við erum ósátt við framlög
til starfsemi okkar.
-Félög eldri borgara landsins
eru rúmlega 50. Hversu mikilvægt
er það fyrir nærsamfélagið að til
sé félagsskapur eldri borgara í
sveitarfélaginu?
Þetta er svo flott starfsemi víða
um land og á fólk heiður skilið fyrir
sín framlög til félagsstarfsins. Það
er hins vegar skömm að styrkjum
frá opinberum aðilum til þessarar
starfsemi og hefur það verið rætt
ítrekað við stjórnvöld.
Við erum skógarbændur
-Svona að lokum. Mikið af tíma
þínum fer í að starfa að málefnum
eldri borgara. Átt þú þér einhver
önnur áhugamál?
Ójá. Ég á helling af börnum,
barnabörnum og langömmubörn-
um og sé mikið af þeim á netinu
og Facebook en hef ekki nægan
tíma til að sinna þeim. Við hjónin
erum líka skógarbændur og höf-
um plantað um 40.000 plöntum í
land sem við eignuðumst. Þar er
friður og ró fyrir fólk sem er á kafi
í félagsmálum.
„ Sumt er gott en í
samanburði t.d. við Danmörku
erum við illa stödd. Kerfin eru
ólík en í heildina eru okkar
vandamál þau að skerðingar
eru mun verri.
„Þetta er svo flott starfsemi víða um land
og á fólk heiður skilið fyrir sín framlög
til félagsstarfsins,“ segir Þórunn.
Ljósmyndir: Kristín Bogadóttir