LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 26

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 26
2 6 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 Kveðjur til leB á 30 ára afmælinu Starfið í félögunum geysilega öflugt Guðrún Ágústsdóttir hefur verið ráðin til að aðstoða Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann landssambandsins, við ákveðin verkefni, en Þórunn hefur undanfarin tvö ár verið eini starfsmaðurinn á skrifstofu sambandsins. Guðrún á að baki fjölbreyttan feril. Hún var ritari í Hjúkrunarskóla Íslands um árabil, tók þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar á sínum tíma og starfaði um skeið í Kvennaathvarfinu. Hún var um árabil borgar- fulltrúi í Reykjavík og forseti borgarstjórnar í fimm ár, þangað til hún flutti til útlanda. Guðrún var formaður Öldrunarráðs Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili. Guðrún, sem er núna skógræktar- og æðarbóndi í Reykhólasveit, segir það kannski helst hafa komið sér á óvart hjá landssambandinu hvað þetta eru fjölmenn samtök og hvað starfið í félögunum úti um landið sé líflegt. „Það er mikið í gangi alls staðar og starfið geysi- lega öflugt,“ segir hún. Eftirlaunafólki fjölgar um 73% á næstu 20 árum n Þó að Íslendingar séu ung þjóð samanborið við ýmsar aðrar Evrópu- þjóðir, eldist hún eins og þær. Þeir sem eru sextugir og eldri hér á landi telja nú um 70.500 manns. Á næstu 20 árum mun þeim fjölga um 52%, sem þýðir að rúmlega 37.000 manns bætast í hópinn. Hér er þessi aldurshópur tilgreindur vegna þess að innganga nýrra félaga í Félög eldri borgara miðast við þá sem eru orðnir sextugir. Svipað er upp á teningnum þegar fjöldi þeirra sem nú eru komnir á eftirlaunaaldur er skoðaður. Þeir eru núna tæplega 44.000, en verða 75.600 eftir 20 ár, árið 2039, sem er tæplega 73% fjölgun. fRétttiR Guðrún Ágústsdóttir

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.