LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 27

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 27
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 2 7 Kveðjur til leB á 30 ára afmælinu Ný heimasíða LEB n Ný heimasíða LEB er nú komin upp og er virkilega fín. Við fengum styrk frá velferðarráðuneytinu til að taka heimasíðuna okkar í gegn. Sú gamla var lúin og þreytt og illa varin fyrir hökkurum. Verulegrar andlitslyftingar var þörf. „Við fengum Atla Rúnar Halldórsson sem er þekktur fyrir störf sín að kynningarmálum til verksins, en Atli Rúnar kemur að fleiri verkefnum hjá okkur. Hann tekur m.a. viðtöl og setur efni inn á síðuna. Aðalvandinn við heimasíður er að hafa þær lifandi og að þar séu ævinlega góðar upplýsingar fyrir félögin í LEB og líka fjölmiðla. Reynsla vinafélaga okkar erlendis er að heimasíðan og Facebook skipti æ meira máli því þar er hægt að miðla upplýsingum frá degi til dags,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambandsins. Heimasíðan verður efld eftir bestu getu og þiggjum við gjarnan fréttir af félagsstarfi frá félögum innan LEB um allt land. Grái herinn í mál vegna skerðinganna Grái herinn hefur hafið undirbúning að því að höfða mál gegn ríkinu, til að fá úr því skorið hvort skerðingarákvæði almanna- trygginga á kjörum eftirlaunafólks standast stjórnarskrá. Það er lögmaðurinn Daníel Isebarn Ágústsson sem vinnur að undir- búningi málsins, en Grái herinn mun safna fé til að standa straum af málskostnaði. Verið er að ganga frá stofnun styrktar- sjóðs eða málsóknarsjóðs í því skyni. Nokkrir aðilar hafa þegar gefið vilyrði fyrir fé. Verslunarmannafélag Reykjavíkur leggur fram eina milljón króna og Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík 100 þúsund krónur. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sam- þykkt að gerast stofnaðili að sjóðnum og leggja til 500 þúsund krónur og Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri samþykkti nýlega að leggja til 200 þúsund krónur. Ætlunin er að safna fé meðal einstaklinga og félaga, þegar skýrari línur verða komnar í það hvernig að málshöfðuninni verður staðið og stofnun málsóknarsjóðsins er frágengin.

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.