LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 28
2 8 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9
Þegar litið er til 30 ára sögu
Landssambands eldri
borgara á Íslandi vekur það
athygli hversu áhrifarík samtökin
hafa verið fyrir aldurshópinn. Sam-
vinna sambandsins og aðildarfélag-
anna hefur verið „traust og góð“ eins
og skráð er í sögu elsta aðildarfé-
lagsins. Þá hefur sambandið alltaf
virt sjálfstæði aðildarfélaganna
og mótað á þann hátt gagnkvæma
virðingu fyrir samstarfi og ákvörðun-
um. Gætt hefur verið alls hlutleysis í
stjórn- og trúmálum.
Aðdragandi og stofnun
Grunnur að stofnun Landssam-
bandsins var lagður á ráðstefnu sem
haldin var í Reykjavík laugardaginn
29. apríl 1989. Þá þegar höfðu
félög eldri borgara hafið starfsemi í
mörgum sveitarfélögum og á þessum
tímapunkti var komið að því að
efla samheldni meðal félaganna.
Norrænt samstarf var fyrirmyndin
en nokkrir félagsmenn höfðu
verið í góðu sambandi við Norrænu
samvinnunefndina sem eru samtök
eftirlaunafólks á Norðurlöndum.
Frá stofnun Landssambandsins
hefur það verið aðili að sam-
vinnunefndinni og átt þar í góðum
samskiptum.
Það var bjart og hlýtt veður sem
tók á móti á fjórða tug fulltrúa frá
hinum ýmsu félögum sem kenndu
sig við aldraða þegar þeir mættu
norður á Akureyri til að stofna
Landssamband aldraðra mánu-
daginn 19. júní 1989. Undirbúning-
ur að stofnuninni hafði verið vel
kynntur í félögunum fyrir fundinn.
Stofnfundinn sátu 30 fulltrúar frá
9 sveitarfélögum auk 6 áheyrnar-
fulltrúa.
Markmiðið með stofnun lands-
sambands var „fyrst og fremst að
vinna að bættum hag eldri borg-
ara“, sagði Aðalsteinn Óskarsson,
fyrsti formaður Landssambands
aldraðra, við stofnun þess.
Í lögunum segir að sambandið
skuli vinna að hagsmunum
aldraðra og koma fram fyrir hönd
aðildarfélaga gagnvart Alþingi,
ríkisstjórn og öðrum sem hafa með
málefni aldraðra að gera.
Á stofnfundinum, sem haldinn
var á Hótel KEA, var lögð fram
áskorun til heilbrigðisráðherra
vegna uppbyggingar sjúkrahúsa,
þá var fagnað endurskoðun laga
nr. 82/1989 um málefni aldraðra.
Ellilífeyririnn var ofarlega í huga
manna eins og nú og lagði fund-
urinn áherslu á hækkun hans sem
og að athugun skyldi fara fram á
framtíðartengingu greiðslna frá
almannatryggingum og lífeyris-
sjóðum.
Annað kom upp á fundinum. Í
drögum að lögum Landssambands-
lEB 30 áRA 1989-2019
Landssamband eldri borgara 30 ára
ágrip úr sögu sambandsins
„ Í lögunum segir að
sambandið skuli vinna
að hagsmunum aldraðra
og koma fram fyrir hönd
aðildarfélaga gagnvart
Alþingi, ríkisstjórn og öðrum
sem hafa með málefni
aldraðra að gera.