LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 29
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 2 9
ins, sem lögð voru fram á fundin-
um, hljóðaði 2. gr. svo: Aðild að
samtökunum eiga félög fólks sem
er 60 ára og eldra og sem ætla að
vinna að almennum hagsmunum
félaganna svo og tómstundamálum
þeirra, þó eigi fleiri en eitt félag í
hverju sveitarfélagi.
Umræður urðu á stofnfundinum
um þennan lið laganna þar sem í
Reykjavík voru starfandi tvö félög,
Samtök aldraðra og Félag eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni.
Var borin upp breytingartillaga við
2. grein í lagadrögum Landssam-
bandsins þess efnis að greinin stæði
nema bætt yrði við hana „nema
landsfundur samþykki annað“. Ef
breytingartillagan yrði samþykkt
var hægt að kjósa á fundinum
um að bæði félögin frá Reykjavík
mættu starfa innan sambandsins en
tillagan var felld. Lagadrögin höfðu
fyrir stofnfundinn verið lögð fyrir
formenn aðildarfélaganna og fengið
samþykki þar. Samtökum aldraðra
var ekki ætlað að vera með nema
þá að ganga til liðs við félagið í
Reykjavík en það félag átti fulltrúa á
fundinum en samtök aldraðra ekki.
Hans Jörgensson sem var formaður
Samtaka aldraðra í Reykjavík gekk
út af stofnfundinum þar sem hann
var ekki kjörinn fulltrúi. Hann
óskaði jafnframt „samstarfi fyrir
málefnum aldraðra góðs gengis“.
Hann skrifaði síðan grein í blöðin
vegna málsins sem Bergsteinn
Sigurðarson, formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrennis,
svaraði.
Í fyrstu stjórn Landssambands-
ins áttu sæti: Aðalsteinn Óskars-
son formaður en hann kom frá
Akureyri, Adda Bára Sigfúsdóttur
Reykjavík, Guðrún Þór Kópavogi,
Einar Albertsson Siglufirði og
Sveinn Guðmundsson Akranesi.
Starfið og formennirnir
Aðalsteinn Óskarsson var formaður til
ársins 1991 en þá tók við Ólafur Jóns-
son sem sinnti formennsku til ársins
1997. Benedikt Davíðsson gegndi starfi
formanns til ársins 2005, þegar Ólafur
Ólafsson tók við og var formaður til
ársins 2007. Helgi K. Hjálmsson var
síðan formaður til ársins 2011. Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir tók við for-
mennsku árið 2011 og var fyrsta konan
til að gegna formennsku í landssam-
Landssamband eldri borgara 30 ára
ágrip úr sögu sambandsins
Mynd: Ragnar Hólm/Akureyrarstofu