LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 30
3 0 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9
bandinu. Jóna Valgerður var formaður
til ársins 2015 en þá tók Haukur Ingi-
bergsson við. Núverandi formaður er
Þórunn Sveinbjörnsdóttir en hún hefur
gegnt formennsku frá árinu 2017.
Í dag eru aðildarfélögin 54.
Það vekur athygli þegar saga
Landssambandsins er skoðuð og
hvað sambandinu tókst framan af
vel til í samvinnu við Alþingi og
opinberar stofnanir að bæta hag
og velferð eldri borgara í landinu.
Frá upphafi hefur Landssambandið
komið að ýmsum starfshópum, sam-
starfsnefndum þar sem tekin hafa
verið fyrir almenn málefni aldraðra,
uppbygging hjúkrunarheimila,
Landspítala, fjölskyldumál, lífeyr-
ismál og staða almannatrygginga.
Lög sem heyra undir málaflokkinn
hafa tekið breytingum til hins betra
og má segja að þar hafi afrakstur
umsagna Landssambandsins um
frumvörp frá Alþingi haft áhrif.
Afnám tekjutengingar hjóna hjá
Tryggingastofnun var mikið hags-
munamál sem Landssambandið
meðal annarra mála stóð að. Nokkuð
skiptar skoðanir voru hins vegar
innan Landssambandsins um nýju
almannatryggingalögin sem tóku
gildi um áramótin 2016/2017.
Öldungaráð eru nú orðin að
veruleika innan sveitarfélaganna.
Þau eru tilkomin meðal annars
fyrir tilstuðlan Landssambandsins
og eftirbreytni við hin Norðurlöndin.
Í norræna samstarfinu kom fram
að á Norðurlöndum væru starfandi
öldungaráð í sveitarfélögum og það
hefði gefist vel.
Ráðin eiga eftir að efla velferð
eldri borgara enn frekar í því
nærumhverfi sem sveitarfélögin eru.
Landssambandið hefur staðið
fyrir ráðstefnum þar sem brýn
hagsmunamál sem efst eru á baugi
hafa verið tekin til umræðu.
Þá hefur frá árinu 1997 verið gefið
út ritið Listin að lifa. Vandað hefur
verið til ritsins sem hefur verið félags-
mönnum upplýsandi og skemmtilegt.
Með tækniþróun og nýrri kynslóð
eldri borgara hafa upplýsinga- og
kynningarmál meira færst yfir á
tölvutækt form eins og með tilkomu
heimasíðu leb.is og Facebook.
Sagan heldur áfram
Landssamband eldri borgara hefur
komið víða við í störfum sínum og
staðfest með tilveru sinni fyrir og
með aðildarfélögunum hversu mik-
ilvægt hlutverk þess er innan sam-
félagsins. Það hefur mótað söguna
með starfi sínu í 30 ár. Þá er það
sambandinu og öllu starfi þess fyrir
málaflokkinn ómetanlegt hversu
áhugasamir og öflugir einstaklingar
hafa valist þar til forystu og fylgt
eftir þeim málum sem brunnið hafa
á eldra fólki á hverjum tíma.
Og sagan heldur áfram að verða
til. Landssamband eldri borgara er á
besta aldri og ætlar að standa vakt-
ina þar til eldri borgarar á Íslandi
geta allir lifað dagana með reisn og
þeirri virðingu sem þeim ber.
Hagsmunir þeirra eru í forgrunni.
Valgerður Sigurðardóttir
formaður Félags eldri
borgara í Hafnarfirði.
árið 1989
n Þá urðu tímamót í sögu LEB með endurskoðun laga um málefni aldraðra.
Heimaþjónusta færðist til sveitarfélaga, heilsugæsla í heimabyggð var efld
og framkvæmdasjóði aldraðra tryggður fastur tekjupóstur.
Kveðjur til leB á 30 ára afmælinu