LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 32
3 2 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9
lEB 30 áRA 1989-2019
B laðamaður settist niður
með Ásdísi Skúladóttur,
sem er einn stofnenda Gráa
hersins, og Þorbirni Guðmunds-
syni, sem á sæti í stjórn Félags eldri
borgara í Reykjavík, og innti þau
fyrst eftir því hvernig þau sjá stöðu
eldra fólks í dag, á þrjátíu ára afmæli
Landssambands eldri borgara. Hér
er stiklað á stóru í umræðunni.
Þau bentu bæði á að kjör eldra
fólks í dag væru mun betri en þau
voru þegar Landssambandið var
stofnað. „En hópurinn er tvískiptur.
Annars vegar er hópurinn sem býr
við góðar aðstæður en hins vegar
þeir sem búa við lélegri aðstæður
og njóta til dæmis ekki öryggis í
húsnæðismálum. Það er ansi stór
hópur sem stendur alltof illa,“ segir
Þorbjörn og bætir við að það sé
árangur að hafa náð því á 30 árum
að skipuleggja svo stóran hóp eldri
borgara landsins í einu stóru sam-
bandi. Ásdís segir að meðallaun í
landinu séu núna rétt liðlega 700
þúsund krónur á mánuði. „En við
vitum að allstór hluti eldra fólksins
er að fá um 300 þúsund krónur á
mánuði og er undir viðmiðunar-
mörkum velferðarráðuneytisins um
hvað kostar að lifa. Það er kven-
fólkið sem er fjölmennast í þessum
hópi. Hvað gerðu konurnar? Þær
gáfu samfélaginu vinnu sína inni á
heimilunum og söfnuðu því litlu í
lífeyrissjóði. Mér finnst að samfé-
lagið ætti að sýna þeim þá virðingu
að þær fái að lifa með reisn þegar
þær eldast,“ segir hún.
Sagan endalausa alltaf sú sama
Þorbjörn segist hafa velt því fyrir sér
hvort samtök eldri borgara hafi verið
of upptekin af að hugsa um kjör-
in. „Eins og þau eru mikilvæg, þá
snúast kjör eldra fólks ekki eingöngu
um krónur og aura. Heilbrigðisþjón-
ustan, heimilisaðstoðin og hjúkr-
unarheimilin skipta líka miklu máli
og geta verið mikilvægari en lífeyrir-
inn, þótt hann sé mikilvægur,“ segir
hann. Ásdís tekur undir þetta og
þau segja óásættanlegt að eldra fólk
liggi á sjúkrahúsum, þar sem önnur
úrræði fyrir það séu ekki fyrir hendi.
„Við gamla fólkið þvælumst fyrir öðr-
um á hátæknisjúkrahúsinu,“ segir
Ásdís og rifjar upp BA-ritgerðina sem
hún skrifaði árið 1974 um eldra fólk
á Íslandi. „Þá var sagan endalausa
sú sama og núna, alltof margt eldra
fólk á deildunum á Landspítal-
anum og raunar öllum spítölum
landsins,“ segir hún. Þorbjörn tekur
undir þetta. „Fjölgun eldri borgara
hefur verið fyrirsjáanleg í 70 ár en
stjórnvöld hafa ekki undirbúið sig
fyrir þessa fjölgun. En þetta ástand
er kannski farið að hafa meiri áhrif á
stóran hóp eldri borgara en fjár-
hagslega afkoman. Við þurfum betri
heimaþjónustu þannig að fólk geti
verið sjálfbært sem lengst. Ég velti
fyrir mér hvort samtök eldra fólks
þurfi ekki að móta sér skýrari stefnu
í þessum málum,“ segir hann.
Félög eldri borgara bjóði fram
í sveitarstjórnarkosningum
Það hefur mikið verið talað um
það í umræðunni að barátta
eldra fólks gangi hægt. Félögin
hafi ekki samningsrétt og ekki
Stjórnvöld hafa
ekki undirbúið
fjölgun eldra fólks