LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 33

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 33
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 3 3 Kveðjur til leB á 30 ára afmælinu verkfallsrétt til að þrýsta á um sín mál, en hvernig sjá þau Ásdís og Þorbjörn framtíð baráttunnar fyrir sér á 30 ára afmæli LEB? „Ég var í Austurríki í haust,“ segir Þorbjörn, „og þar voru samtök eldri borgara að bjóða fram til sveitarstjórna. Eldri borgarar eru orðnir svo stór hópur og hafa um margt öðruvísi hagsmuni en aðrir. Margir eru í fullu fjöri og á góðum aldri, væri ekki líka eðlilegt að fulltrúar eldri borg- ara tækju sæti í sveitarstjórnum hér?“ Hann telur það fýsilegra en að eldri borgarar sitji í sérstökum öldungaráðum. „Við erum að verða svo stór hópur, sem bara stækkar og stækkar, við viljum ekki vera hliðarsett,“ bætir hann við. Hann telur að það þurfi ekki endilega að stofna sérstak- an stjórnmálaflokk, félög eldri borgara geti hreinlega beitt sér fyrir því að fram komi listar eldra fólks. Grái herinn á þing „Ég held að það gæti verið gott ef einhverjir glaðbeittir öldungar myndu stofna flokk til að hreyfa við hlutunum og vekja athygli. Grái herinn hefur gert það og nýtur mikils velvilja. Grái herinn er þekkt stærð, hann þarf að stækka og það þarf að víkka hann út. Hann þarf að fara á þing. Við höfum okkar formlegu samtök sem eru alltaf að vinna að okkar málum en mér finnst þegar ég horfi til baka að það komi ekki nægi- lega mikið út úr því,“ segir Ásdís. „ Við þurfum betri heimaþjónustu þannig að fólk geti verið sjálfbært sem lengst. Ég velti fyrir mér hvort samtök eldra fólks þurfi ekki að móta sér skýrari stefnu í þessum málum. Þorbjörn Guðmundsson og Ásdís Skúladóttir.

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.