LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 34
3 4 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9
Kveðjur til leB á 30 ára afmælinu
„Þetta er hagsmunadrifið samfé-
lag,“ segir Þorbjörn. „Eldri borgarar
þurfa að hugsa um sína hagsmuni,
það gerir það enginn annar. Hluti
af félögunum er í þessari baráttu
og stjórnmálamenn horfa á hversu
sýnileg hún er. Ef hún er ekki
sýnileg leyfa þeir henni að líða hjá.
Kannski þurfum við að efla PR-
mennskuna og kynna okkar mál
betur. Hvað ætlum við að senda frá
okkur? Hvað ætlum við að takast
á við núna? Ekki hafa allt undir í
einu, heldur vinna skipulega og
markvisst svo þetta skili sér.“
Þjónusta við eldri borgara
farin að hrópa á mann
„Þjónustan við eldri borgara er
farin að hrópa á mann. Hvorki
ríki né sveitarfélög eru í takti við
þróun mála og eldra fólk situr enn
fast á sjúkrahúsunum. Ég geri mér
grein fyrir að það kostar mikla
fjármuni að byggja upp og reka
þessa þjónustu en þetta er gríðar-
lega mikilvægur málaflokkur,“
segir Þorbjörn, þegar rætt er um
brýn mál fram undan. „Ástandið
hefur verið slæmt árum saman
og það þarf að ná sáttum við ríki
og sveitarfélög um hvernig þessu
verður best hagað,“ bætir hann
við. Ásdís bendir á að það myndi
spara ríki og sveitarfélögum mikla
fjármuni ef þau styddu eldra fólk
til að hreyfa sig á einn eða annan
veg. „Þjónustan snýst ekki bara um
sjúkrahús,“ segir hún og bætir við
að það þurfi að skoða hvað gerist í
lífi fólks milli starfsloka og hjúkr-
unarheimilis. „Þarna er hægt að
vinna mikið verk og að auki spara
peninga ef rétt er á málum haldið.
Ekki bara vísa fólki fylgdarlausu út
í auðnina eins og gert var á Græn-
landi,“ segir hún.
Einmanaleiki meira böl en
við höfum viljað viðurkenna
„Það hefur komið víða fram að
undanförnu að einmanaleiki er
meira böl en við höfum viljað
viðurkenna,“ segir Ásdís, „og það
fer ekki eftir efnahag. Fólk segir í
könnunum að það hafi nóg að gera
og það sé allt í lagi með það, en
þegar spurt er beint hvort það sé
einmana kemur jafnvel svar eins
og birtist í einu dagblaðanna: Ja,
eiginlega allan daginn. Þarna er
þverstæða sem þarf að skoða og
er andstæð hugmyndinni um hið
ánægjulega og áhyggjulausa ævi-
kvöld. Enda er ellin, því miður hjá
flestum, undir það síðasta ekkert
lamb að leika sér við.“ Hún segir
ekki hægt að flýja Elli kerlingu en
það megi vinna gegn henni með
meiri áherslu á lýðheilsu og hinn
félagslega þátt efri áranna, en ekki
endilega á „sementið“ í hjúkr-
unarheimilin.
Skerðingar ekki ásættanlegar
Þorbjörn telur einnig að meðal
verkefna fram undan sé að ná betri
sátt við stjórnvöld um hlutverk al-
mannatrygginga og samspil lífeyr-
issjóðanna og almannatrygginga-
kerfisins. „Það er mikilvægt að ná
sátt í því. Hvernig á þetta að vera?
Eftir 10 til 15 ár fara hópar á eftir-
laun, sem hafa greitt í lífeyrissjóði
alla starfsævina og þeir verða mun
betur settir fjárhagslega en fólk
sem í dag er að fara á eftirlaun og
hefur ekki náð fullum réttindum.
En það þarf að huga að þeim sem
eru í kerfinu í dag. Það er farið of
snemma af stað með svo miklar
skerðingar sem rýra kjör stórs
hóps. Það er ekki ásættanlegt,“
segir hann. Bæði eru þau sammála
um að umræðan um málefni eldri
borgara sé heldur neikvæð. „Við
þurfum að leggja áherslu á að þetta
er ánægjulegt tímabil á ævinni,“
segir Þorbjörn að lokum.
„ Þarna er hægt að
vinna mikið verk og að
auki spara peninga ef rétt
er á málum haldið.