LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 38

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 38
3 8 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 tölum af virðingu hvert um annað Hvernig tölum við um þá sem eldri eru? Staða hópa í samfélaginu ræðst af því hvernig talað er um þá. Að því leyti skipta blæbrigði tungumálsins miklu máli. Við tölum um ellilífeyrisþega. Ellilífeyrisþegar eru gamalt fólk sem þiggur framfærslu frá hinu opinbera og í því felst neikvæðni. Ellilífeyrisþegi er einfaldlega eftirlaunamaður og í stað þess að klifa sífellt á að einhver sé ellilífeyrisþegi ætti að nota orðið eftirlaunamaður. Það er sá sem hefur unnið sér inn rétt til launa eftir að viðkomandi hefur látið af störfum vegna aldurs. Að einhver sé kallaður aldraður felur í sér að hann sé orðinn gamall og sjúkur. Ekki að viðkomandi hafi safnað visku og þekkingu á lífsins göngu og það beri að virða hann fyrir það. Það er líka mjög oft talað um að hinn eða þessi sé svo unglegur. Hvað er nákvæmlega átt við með því? Stutta svarið er að það sé eftirsóknarvert að vera ungur en slæmt að vera gamall. Eldra fólk er oft og tíðum barngert, hver hefur ekki heyrt setningar á borð við afi og amma eru svo krúttleg? Smábörn og hundar eru krúttleg, ekki eldra fólk. Við tölum um mæður okkar og mærum þær gjarnan. Að því loknu gerum við grín að tæknikunnáttu þeirra, hvað þær séu nú klaufalegar í tölvunni og að þær geti ómögulega lært á nýjustu snjallsímana. Það er sem sagt verið að festa í sessi staðalímynd sem veldur því að eldra fólk á erfitt með að fá vinnu þrátt fyrir að starfshæfni þess sé óskert. Eldra fólk fæddist kannski ekki með snjallsíma í höndum en getur vel tileinkað sér notkun hans. Hættið að gera grín að tæknigetu eldra fólks. Vöndum okkur og tölum af virðingu hvert um annað. Umsókn í bundnu máli n Öll félög eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu hafa þá sögu að segja að það fjölgar mikið hjá þeim. Sumir segja að nýir félagar bætist við á nánast hverjum degi, en það er ósennilegt að margar umsóknir séu í bundnu máli. Ingjaldur Ásvaldsson umsækjandi um aðild að Garðabæjar- félaginu sendi hins vegar eftirfarandi vísu með umsókninni sinni. Ýtist sál mín elli nær, aldurs þaninn strengur. Óskin mín um aðild fær, ekki beðið lengur. fRétttiR

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.