LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 40

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 40
4 0 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 Markmið rannsóknarinnar er að skoða hlutverk öldungaráða í sveitar- félögum landsins og svara spurn- ingum á borð við hvaða hlutverki þau gegni, hverju þau hafi áorkað, hvernig sýnileiki þeirra birtist og hvaða þýðingu ný og breytt ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga hafi fyrir starfsemi þeirra,“ segir Soffía Erlingsdóttir, mastersnemi við Háskóla Íslands. Rannsóknin er lokaverkefni hennar til starfsréttinda í félags- ráðgjöf og vinnur hún það undir leiðsögn dr. Sigurveigar H. Sig- urðardóttur, dósents í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Soffía er ekki ókunnug málefn- um eldri borgara. Hún segir að áhugi hennar á málefnum þeirra hafi vaknað þegar hún vann sem þjónustufulltrúi í þrjú ár í félagsmiðstöðinni Norðurbrún 1. „Mér fannst það mjög skemmti- legt starf og þá vaknaði áhugi minn á málefnum eldri borgara,“ segir hún og bætir við að í Norð- urbrún hafi hún kynnst mörgu skemmtilegu eldra fólki. Soffía starfaði einnig um tíma sem ráðgjafi hjá Ási styrktarfélagi þar sem hún tók meðal annars þátt í stofnun fyrsta notendaráðs félagsins árið 2016. Með þessa reynslu að baki þótti henni við- fangsefnið áhugavert. Öldungaráð á Íslandi eru frekar ný af nálinni en það er rúmur áratugur frá því að fyrsta öldunga- ráðið tók til starfa. Öldungaráðin eru að norrænni fyrirmynd. Þau hafa veigamiklu hlutverki að gegna því þau eiga að vera nefnd- um og ráðum sveitarfélaganna til ráðgjafar um málefni og hagsmuni íbúa sem orðnir eru 67 ára og eldri. Ráðin eiga jafnframt að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi sveitarfélaga við hagsmunasam- tök aldraðra. Öldungaráðin eru ráðgefandi fyrir starfsemi sveitar- félaganna í málaflokknum og eiga að fá öll mál er varða eldri borgara til umsagnar. Hlutverk öldunga- ráðanna er einnig að taka þátt í stefnumótun innan málaflokksins til framtíðar. Öldungaráðin gegna veigamiklu hlutverki - segir Soff ía Erlingsdóttir mastersnemi „ Mín tilfinning er að starfsemi ráðanna sé lengra komin í stóru sveitarfélögunum. Rannsóknin sem ég er að gera byggir að hluta til á viðtölum við eldri borgara sem hafa starfað í öldungaráðum víðsvegar um landið. Markmið mitt er að ljúka verkefninu í vor. ViðtAl

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.