LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 41

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 41
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 4 1 Kveðjur til leB á 30 ára afmælinu Þann 1. október 2018 tóku gildi ný og breytt ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem hafa þau áhrif í för með sér að öldungaráð landsins munu hafa stærra hlutverk en áður. Öldunga- ráð verða þannig skipuð að sveitarstjórn skipar þrjá fulltrúa og jafn marga varamenn, þrír eru tilnefndir af félagi eldri borgara í sveitarfélaginu og jafn margir varamenn. Einnig verður sú breyting að fulltrúi frá heilsugæslu hvers sveitarfélags verður meðlim- ur í ráðinu þannig að ráðið munu skipa 7 fulltrúar. Soffía segir að sú breyting sé það ný af nálinni að ekki sé komin full reynsla á hverju hún muni skila. Það sé þó ljóst að hlutverk ráðanna verði veigameira við þessa breytingu. Soffía segir að samkvæmt könnun sem var gerð á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2016 hafi verið starfandi öldungaráð í 23 sveitarfélögum af 74 hér á landi. Í þeim sveitar- félögum þar sem öldungaráð eru starfandi búa um 70 prósent allra landsmanna. Það var í framhaldi af þessari könnun sem Landssam- band eldri borgara vildi láta gera viðameiri rannsókn á öldunga- ráðunum og hlutverki þeirra. Soffía segir að starfsemi ráðanna sé nokkuð misjöfn eftir sveitarfélögum og sveitarstjórnir komnar mislangt með að nýta sér þau tækifæri sem ráðin bjóða upp á. „Mín tilfinning er að starfsemi ráðanna sé lengra komin í stóru sveitarfélögunum. Rannsóknin sem ég er að gera byggir að hluta til á viðtölum við eldri borgara sem hafa starfað í öldungaráðum víðsvegar um landið. Markmið mitt er að ljúka verkefninu í vor.“ Soffía segir að samvinna milli sveitarstjórna og öldungaráða sé yfirleitt mjög góð og þó að hún hafi ekki lokið við rannsóknina, þá sé það hennar tilfinning að þar sem samvinnan sé góð hafi árangur náðst. Soffía Erlingsdóttir er að skoða hlutverk öldungaráða í sveitarfélögum.

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.