LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 44

LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 44
4 4 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 S tarfshópurinn sem skipaður var til að vinna að bættum kjörum þeirra eldri borgara sem verst eru staddir, lagði til að þeir sem eiga lítinn eða engan rétt í almannatryggingum á Íslandi vegna búsetu erlendis fái aukinn stuðning frá ríkinu. Lagt er til að hámarksgreiðsla einstaklings verði 90% af fullum ellilífeyri almanna- trygginga á hverjum tíma auk sama hlutfalls heimil- isuppbótar ef þeir búa einir. Þarna er um að ræða hóp sem telur 700-800 manns. Hafa ekki búið hér í 40 ár Íbúar 67 ára og eldri eru um 42.000. Þar af áttu tæp 35 þúsund rétt á lífeyri frá Tryggingastofnun. Til að öðlast fullan rétt á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins þurfa menn að hafa búið á Íslandi í 40 ár, á meðan þeir voru á aldrinum 16-67 ára. Einstaklingar sem ná því ekki og hafa heldur ekki áunnið sér full réttindi í lífeyrissjóðum hér á landi eru meðal þeirra sem verst eru settir fjárhagslega í hópi eldri borgara. Auk þeirra eru í verst setta hópnum þeir sem eingöngu hafa ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins sér til lífsviðurværis og þeir sem búa í leiguhúsnæði, eða skulda mikið í eigin húsnæði. Sérúrræði fyrir þá lakast settu Starfshópurinn horfði til reynslu Norðmanna í vinnu sinni, en þeir hafa um árabil beitt ákveðnum sérúrræð- um fyrir sína lakast settu eldri borgara. Miðað er við að þessi hópur verst settu eldri borgaranna hér fái greiddan viðbót- arstuðning frá ríkinu og að framkvæmdin verði í höndum TR. Stuðningurinn verði einungis veittur þeim sem eru löglega búsettir hér og dvelja á Íslandi. Um hann munu gilda ákveðnar reglur, svo sem um aldur, tekjur, ríkisborgararétt, dvalarleyfi og dvalartíma í landinu á ári hverju. Sækja þarf um stuðn- inginn einu sinni á ári. Þeir sem eiga eignir í peningum eða verðbréfum yfir ákveðnu hámarki munu ekki fá viðbótarstuðning. Árlegur kostnaður ríkisins, ef tillögurnar komast til framkvæmda, er talinn vera á bilinu 300-400 milljónir króna á ári. Hagtölur misvísandi og erfitt að bera saman Haukur Halldórsson, formaður starfshópsins, segir það hafa komið sér mest á óvart hvað hagtölur séu misvísandi og þar af leiðandi erfitt að bera þær saman. „Stundum var talað um eldri borgara sem 67 ára og eldri, stundum 66 ára og eldri, eða jafnvel 65 ára og eldri. Þar sem einhverjir geta byrjað að taka lífeyri 65 ára,“ segir hann. „Það skiptir líka máli þegar verið er að ræða um launaþróun og kaupmátt, hvaða tímabil eru tekin og hvort upplýsingar frá skattinum og Tryggingastofnun eru gefnar um áramót, eða á einhverjum öðrum tíma ársins. Annað sem skiptir máli og heyrist stundum í umræðunni er hvort menn nota prósentuhækkanir eða hækkanir í krónum talið. Með því að nota prósentuhækkanir má Haukur Halldórsson Stingur í augu hversu margir hafa litlar tekjur úr lífeyrissjóðum Leggja til viðbótarstuðning fyrir þá eldri borgara sem eiga lítinn eða engan eftirlaunarétt á Íslandi.

x

LEB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: LEB blaðið
https://timarit.is/publication/1994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.