LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 47
l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9 4 7
Með hækkandi aldri breytist
líkamsstarfsemin, æðar
stífna og vöðvamassi
minnkar með kyrrsetulífsstíl,
fitumassi eykst samhliða því sem
hjarta- og æðakerfið veikist við
minnkandi álag. Reglubundin hreyf-
ing og hollt mataræði getur stöðvað
eða hægt á áhrifum öldrunar. Má þar
sérstaklega nefna styrktarþjálfun sem
getur viðhaldið eða aukið vöðvastyrk
og vöðvamassa á efri árum samhliða
æskilegu mataræði. Með aukinni
hreyfingu má styrkja stoðkerfið, bæta
geðheilbrigði, auka hreyfifærni og
minnka hættu á falli hjá eldra fólki.
Gera því kleift að sinna athöfnum
daglegs lífs og búa lengur í sjálf-
stæðri búsetu.
Að loknu eins og hálfs árs
tilraunaverkefni um heilsueflingu
eldri aldurshópa 65+ í Reykjanes-
bæ á vegum Janusar heilsueflingar
hefur bærinn ákveðið að framlengja
samning um heilsueflingu íbúa
í bænum um þrjú ár. Árangur af
verkefninu hefur verið einstakur og
fallið í góðan jarðveg hjá þessum
aldurshópi. Í upphafi árs 2018
ákváðu Hafnfirðingar einnig að inn-
leiða verkefnið, Fjölþætt heilsurækt
í sveitarfélögum 65+, sem nefna má
leið að farsælum efri árum. Fleiri
sveitarfélög hafa sýnt verkefninu
áhuga.
Frumkvöðlarnir í Reykjanesbæ
„Ég kalla hina eldri í Reykjanesbæ
sem hófu þessa vegferð með okkur
frumkvöðlana mína. Það voru rúm-
lega 100 manns, 65 ára og eldri, sem
hófu þátttöku og afföllin hafa ekki
verið mikil, því enn eru tæplega 80
einstaklingar með okkur. Upphaflegi
samningurinn sem gerður var við
Reykjanesbæ fyrir þennan hóp var til
átján mánaða. Nú hefur verið ákveðið
að framlengja hann um þrjú ár auk
þess sem frumkvöðlarnir eiga eftir,
í okkar umsjá, sex mánuði af þeirri
hugmyndafræði sem unnið er eftir.
Mér þykir orðið svo vænt um þennan
hóp að ég gat ekki hugsað mér að
sleppa af honum hendinni,“ segir
Janus og hlær en bætir við að hann
hafi alltaf hugsað sér þetta tilrauna-
verkefni til tveggja ára. Því hafi það
verið kærkomið að geta haldið áfram
með hópinn hálft ár til viðbótar. Hans
hugmyndafræði gangi út á að þrepa-
skipta verkefninu. Á sex mánaða
fresti eru allir þátttakendur mældir,
hreyfi- og afkastageta könnuð, lík-
amssamsetning greind, m.a. hlutfall
vöðva og fitu, auk þess sem lífsgæði
eru mæld. Þá er blóðsýni tekið en
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sér
um að greina þau.
Léttust og bættu á sig vöðvamassa
Árangur þeirra sem hafa verið
með í þessu heilsueflandi verkefni
frá upphafi er ótrúlegur. Eftir 18
mánuði höfðu þátttakendurnir í
frumkvöðlahópnum bætt á sig 62,9
kílóum af vöðvamassa sem þeir
hefðu að öllum líkindum tapað. Þá
hefur hópurinn losað sig við 199 kíló
af fitu. Hver einstaklingur var því
að bæta að meðaltali tæpu kílói við
vöðvamassann en tapa á sama tíma
2,2 kílóum af fitu. „Ég kalla þetta já-
kvæðan vöruskiptajöfnuð því yfirleitt
fer þetta á hinn veginn þegar fólk eld-
ist. Vöðvar fólks rýrna verulega eftir
að 70 ára aldri er náð og það bætir
á sig fitumassa. Þegar við fórum að
rýna betur í gögnin og skoða hvers
vegna ákveðnir einstaklingar höfðu
ekki náð jafn góðum árangri og sumir
Það er hægt að
hægja á öldrun
– segir dr. Janus Guðlaugsson