LEB blaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 48
4 8 l a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a - a p r í l 2 0 1 9
aðrir í hópnum var skýringin undan-
tekningarlaust sú að þeir höfðu ekki
farið eftir ráðleggingum okkar um
mataræði og daglega hreyfingu.
Þrátt fyrir það er hópurinn að bæta
sig og allar mælingar sem við erum
með eru að færast til betri vegar,“
segir Janus.
Frá því að frumkvöðlarnir hófu
að æfa undir stjórn Janusar hafa
þeir fengið 12 æfingaáætlanir, eina
á þriggja mánaða fresti, samhliða
því sem þeir skila inn þeirri sem
lokið er. „Við erum stöðugt að
skipta um æfingaáætlanir, aldrei
unnið eins frá viku til viku. Það
eykur fjölbreytnina, fólk fær síður
leið á því sem það er að gera auk
þess sem við fylgjum nútíma upp-
byggingu og hleðslu í gerð æfinga-
áætlana.
Núna erum við að reyna að þróa
æfingakerfi, stafrænar lausnir, sem
fólk getur m.a. verið með í iPadin-
um sínum. Fengum veglegan styrk
frá Rannís til að vinna að þessari
þróun og þróun á mælingakerfi fyrir
þennan aldurshóp. Hugmyndin
er að kerfið verði gagnvirkt. Þeir
sem nota það fái nýjar áætlanir til
að fylgja eftir en á móti getum við
fylgst með hvort fólk sé að hreyfa
sig og ná þeim alþjóðlegu við-
miðunum sem við erum að sækjast
eftir. Getum sent fólkinu skilaboð
um hvort eitthvað vanti upp á
daglega hreyfingu eða næringu eða
látið það vita að það sé að standa
sig vel.“
Efnaskiptavillan
Frumkvöðlarnir í Reykjanesbæ
gengust undir viðamiklar mælingar
í upphafi. Þær hafa verið endur-
teknar á sex mánaða fresti síðan.
Í upphafsmælingu kom í ljós að
þau hreyfðu sig allt of lítið eða
um tíu mínútur á dag. Þriðjungur
hópsins var allt of þungur, en um
þriðjungur hópsins var með BMI-
stuðul 31 eða hærri. Janus segir
að hjá fólki á þessum aldri ætti
líkamsþyngdarstuðullinn að vera
27 til 29. Það gilda önnur viðmið
í dag um eldri aldurshópa sam-
kvæmt nýlegum rannsóknum á
BMI-stuðli. „Þjóðin er að fitna og
það er alvarlegt áhyggjuefni,“ segir
hann. Fyrstu mælingar leiddu í ljós
að um 33 prósent þátttakenda voru
einnig með efnaskiptavillu. Efna-
skiptavilla er áhættuþáttur hjarta- og
æðasjúkdóma og tengist fimm breyt-
um; ummáli mittis, blóðþrýstingi,
blóðsykri, þríglíseríði og góða kóle-
sterólinu (HDL). Þegar þrjár af þess-
um fimm breytum eru yfir eða undir
alþjóðlegum viðmiðum telst við-
komandi með efnaskiptavillu. Það
þýðir meðal annars að viðkomandi
er í átta sinnum meiri hættu á að fá
hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem
eru ekki með efnaskiptavillu. Af 165
þátttakendum úr tveimur hópum í
Reykjanesbæ voru 55 þátttakendur
með efnaskiptavillu eða 33,3%.
„Þeir sem voru með efnaskiptavillu
fengu að vita af því og var sagt
hvernig æskilegast væri að bregðast
við m.t.t. daglegrar hreyfingar og
mataræðis. Eftir 6 mánaða þjálfun
var hópurinn mældur aftur og þá
kom í ljós að 18 af 55 þátttakendum
færðust úr áhættu eða 32,7%.“
Hreyfing og næring
mikilvægir þættir
Ef fólk á efri árum ætlar að lifa
heilsusamlegu lífi þarf það að huga
að eftirfarandi þáttum. Hreyfa sig
í minnst þrjátíu mínútur á dag og
stunda styrktaræfingar að lágmarki
tvisvar í viku. Að nærast á réttan
hátt, hvílast vel, stunda hugrækt og
tileinka sér góðar svefnvenjur. Þá er
mikilvægt að eiga í góðum félags-
legum samskiptum. „Hreyfingin er
eitt af lykilatriðunum í að eiga góð
efri ár. En næringin gegnir einnig
veigamiklu hlutverki. Fyrir einum
og hálfum áratug datt fáum í hug að
ráðleggja eldra fólki að auka prótein-
Janus segir að fólk verði að hreyfa sig í 30 mínútur á dag að lágmarki. Ljósmyndir: Kristín Bogadóttir