Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 5

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 5
VIÐVÖRXJN. Þar, sem erfiðleikar hafa verið á þvi, að fá passandi vartappa, eru víða not- aðir óleyfilegir vartappar á veitusvæð- inu. Rafveitan vill benda á ])að, að viða á veitusvæðinu eru ófullkomnar lagnir, sem standast eklci þær kröfur sem gerð- ar eru til slíkra lagna. Eftir þvi sem lagnirnar eru ófullkomnari stafar meiri hætta af notkun vartappa, sem þola meiri straum en viðkomandi kerfi er ætlað. T. d. getur brunahætta verið mikil. Nú hefir verið ráðin bót á erfiðleik- um þessum, með því að leyfilegir var- tappar hafa fengist, og fást hjá rafvirkj- um. Rafveitan vill þvi benda notendum rafmagns á það, að fá sér vartappa hjá rafvirkjum, og skipta um í húsum sín- um, ef óleyfilegir vartappar hafa verið notaðir. Hér eftir munu starfsmenn rafveit- unnar ganga fast eftir því, að leyfileg- ir vartappar séu notaðir. Sé brugðið út af þessu á þeim tímum, sem vartappar eru fáanlegir, rneg'a not- endur búast við ]>ví, að lokað verði fyr- ir strauminn án fyrirvara. STARFSSTULKUR. Tvær gangastúlkur vantar okkur strax eða um mánaðamót. Sjúkrahús Isafjarðar. TILKYNNING. Vér viljum vekja, athygli almennings á því að börnum er BANNAÐ að heim- sækja sjúklinga á sjúkrahúsinu. Sjúkrahús Isafjarðar. Rafveita Isafjarðar og Eyrarhrepps.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.