Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 8

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 8
2 AFMÆLISRIT BALDURS an af minna. Dagkaup þetta miðaðist við vinnu frá kl. 6 að morgni til kl. 8 að kvöldi. Annars var vinnutíminn ekki háður föstum reglum, heldur vilja atvinnurekandans. Við fermingu og affermingu skipa var ekki fátítt, að unnið væri í 30—40 stundir samfleytt. Matmáls- og kaffitímar voru ekki reglu- bundnir, þó munu á fleslum stærri vinnu- stöðvum hafa verið teknir fastir tímar til miðdegisverðar, en algengt var, að verkafólk- inu væri færður matur og kaffi á vinnustað, og át þá og drakk hver og einn þar, sem hann var staddur, og var það til dyggða tal- ið að vera sem fljótastur að háma í sig mat og drykk. Enga hvíld var að fá, fyrr en verkinu var lokið. Algcngt var, að verkakonur gengju að jafn- erfiðum störfum og karlar. Á reitunum báru þær kúffullar fiskhörur móti karlmönnum. Salt- og kolapoka báru þær á hakinu við uppskipun þessara vara. Frostkalda vormorgna úti á bersvæði hófu þær fiskþvottinn með ])ví að hrjóta ísliúð klakávatnsins, sem þær þvoðu fiskinn upp úr. Fæðan var blautfiskur og tros, klæðnaður- inn larfar, húsakynnin hreysi, og húsmunirn- ir, kassar og samanrekin plankaborð. Þegn- réttindin rír, en skyldurnar miklar. Þannig voru kjör alþýðunnar, þegar hafizt er handa um stofnun verkalýðsfélaganna hér á landi, og þannig voru kjör verkafólksins á ísafirði fyrir einum þrjátíu árum, er verka- lýðsfélagið Baldur var stofnað. Þótt undarlegt megi virðast, hefst félagið lítið handa í sjálfum kaupgj aldsmálunum. Á fyrstu félagsfundunum er að mestu leyti rætt um bjargræðis- og mannúðarmál al- mennt. Rætt er um sjúkra- og slysatryggingar, og strax í upphafi er stofnaður sérstakur sjúkra- sjóður innan félagsins. 1 október 1916 kom fram tillaga á félags- fundi þess efnis, að félagsmenn ynnu ekki nema 10 stundir á dag. Tillaga ])essi þótti ganga of langt í þá daga og var felld með tveggja atkvæða mun. Á sama fundi var samþykkt að kjósa nefnd „til að fá samband við háseta um að vinna ekki landvinnu fyrir lægra kaup en verka- menn almennt", en á það vildi nokkuð skorta fyrstu ár alþýðusamtakanna, að þessar tvær stéttir sýndu hvor annari nægan skilning á félagsmálum ])eirra. Fyrt í stað heitir félagið átökum sínum til að fá vinnutímann í manneskjulegra horf, og að því rekur, að vinnudagurinn er viður- kenndur 10 stundir. Það er fyrst á félagsfundi 28. jan. 1917, að hreyft er undirbúningi að þvi að hefjast handa um að fá hækkuð vinnulaun. 1 uppkasti ])ví að kauptaxta, er fyrir fund- inum lá, er svo ákveðið, að kaup karla skuli vera 45 aurar á klukkustund. Fast mánaðar- kaup kr. 150,00 yfir sumarmánuðina, en kr. 80,00 yfir vetrarmánuðina. Umræðurnar á fundinum urðu heitar, og sýndist sitt hverjum. I fundargerð þessa fund- ar segir svo: „Urðu um þetta snarpar umræður, nærri úr hófi“. Kemur greinilega fram, að andmælendur taxtans óttast atvinnusviptingu, ef félagið fari að raska þeirri hefðbundnu venju, að atvinnu- rekandinn ráði einn öllu um kaupgjaldið. Þegar þessar fyrstu fálmkenndu tilraunir félagsins eru gerðar til að undirbúa sóknina fyrir hækkuðu kaupgjaldi, þá er vöruverð komið upp úr öllu valdi, melís lcostar þá kr. 2,40 hvert kg., hveiti kr. 1,50 kg. og margarín kr. 3,50 kg„ svo að dæmi séu nefnd. Væri ekki úr vegi, að við nú í dag leggðum niður fyrir okkur, hversu góðu lifi okkur tæk- ist að lifa við slíka dýrtíð, hafandi eina 30 aura í kaup fyrir klukkustund hverja karl- maðurinn, en konur helmingí lægra kaup. Ekkert verður úr þessu „brölti“ félags- manna fyrir hækkuðum vinnulaunum að

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.