Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 10
4
AFMÆUSRIT BALDURS
enda. Það ern ekki liðin nema 18 ár, síðan
þetta gcrðist, og enn vilja atvinnurekendur
stofna félög „sjálfstæðra verkamanna“, sem
þeir ráði yfir, lil þess að veikja samtökin.
Kúgun atvinnurekenda fór æ vaxandi og
virtist ætla að verða takmarkalaus. Við eitt
gátu þeir þó ekki ráðið, og það var kosninga-
rétturinn. Við kjörborðið stóð verkamaður-
inn og verkakonan jafn hátt hinum volduga
atvinnurekanda. Verkafólkið fylkti sér í Al-
þýðuflokkinn, kaus meirihluta þeirra manna
í bæjarstjórn og velti á þann hátt af sér oki
atvinnurekenda“.
Þótt Baldur hafi þannig um tíma orðið að
vera nokkurskonar leynifélag verkafólksins,
átti það samt í sífelldum útistöðum við at-
vinnurekendur, og lýkur þeim með fullnaðar-
sigri félagsins í verkfallinu 1926.
Yerkfallið 1926.
Saga þessa verkfalls er merkileg mjög og
þess verð að hún væri ýtarlegar rituð en kost-
ur er á i stuttri blaðagrein.
Ég læt nægja að setja hér inn frásögnina
af verkfalli þessu, eins og hún birtist í 25
ára afmælisblaði Baldurs, en þar segir svo:
Aðdragandi verkfallsins 1926, — en það
verkfall má óhikað telja eitt hið sögulegasta
og harðasta, er þá hafði háð verið af íslenzk-
um verkalýð, — var sá, að þrír aðalatvinnu-
rekendur hér i l)æ, þeir: Jóhann Þorsteins-
son, kaupmaður, Sigfús Daníelsson af hendi
hinna. Sameinuðu ísl. verzlana og Jóh. ,T. Ey-
firðingur & Co. lækka í byrjun febrúarmán-
aðar 1926 kaup karla úr kr. 1,10 um tímann
í 1,00 kr., og kaup kvenna úr 80 aurum í 60
aura um tímann. Um haustið höfðu sömu að-
ilar lækkað kaup karla um 20 aura á klst.
Höfðu þeir því lækkað kaup karla á nokkr-
um mánuðum um 30 aura á klukkustund.
Þóttust þeir sér einhlítir i þessu efni, en
verkamenn voru á öðru máli.
Fólk streymdi nú í Baldur og neitaði að
vinna fyrir hið lága kaup, og hófst því verk-
fall. Eins og ávallt, fyrirfundust menn, sem
reiðubúnir voru til að svíkja eigin málsstað,
og gerðust því nokkur vesalmenni verkfalls-
brjótar. Kom því til átaka milli þeirra og
verkfallsmanna. Eru ýmsum t. d. kunn al’-
skipti bæjarfógeta og norðmannsins af deilu
þessari, en sú saga verður ekki rakin bér. En
heitt var þá blóðið og ólgandi í ýmsum fé-
lagsmönnum.
Verkfallinu lauk svo með því, að Baldur
náði við atvinnurekendur samningum, sem
innihéldu 10—35 aurum hærra. kaup um
klukkustund hverja, en atvinnurekendur
liöfðu tilkynnt, að þeir greiddu.
önnur verkföll.
Þótt verkfall það, er hér að framan grein-
ir, megi teljast stórbrotnast þeirra verkfalla,
er félagið hefir átt í, þá fer hins vegar fjarri,
að það sé það eina.
1 þau tuttugu ár, sem liðin eru frá verk-
falli þessu,. hafa stöðugt verið samningar
milli Baldurs og atvinnurekenda, en i all-
l'lest skipti, er til sanminga hefir verið geng-
ið, hefir komið til nokkurra átaka við at-
vinnurekendur. T. d. varð félagið að heyja
verkföll við nokkra atvinnurekendur 1930, til
þess að ná samningum.
Á sönni leið íor 1931, og stóð það verkfall í
þrjár vikur og var að ýmsu leyti sögulegt mjög.
Félagið varð að l)eita verkfalli, til að ná
samningum við H. f. Fiskimjöl i fyrsta sinni,
og var þá gei'ð tilraun til að beita lögreglu-
valdi gegn félaginu.
Einnig hefir félagið þurft að beita verk-
föllum, til þess að ná inn ógreiddum vinnu-
launum félagsfólks.
Þannig varð félagið 1932 að beita verkfalli,
til þess að vinnustöð á Torfnesi greiddi
verkafólki sínu ógoldin vinnulaun, er námu
um 12000,00 krónum.
Tveim árum síðar eða 1934 varð félagið að
grípa til sömu ráða, svo að Beinamj ölsverk-
smiðjan á Stakkanesi greiddi verkamönnum