Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 11

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 11
AFMÆLISRIT BALDURS vinnulaun að upphæð 6500,00 krónur, er hjá henni höfðu safnazt fyrir. Þannig var það ekki ósjaldan að beita þurfti bitrasta vopninu - verkfalli til þess að fylgja því eftir, að gjörðir samningar væru haldnir. Verkföll eru oftast nær þau einu vopn, sem verkafólkið á yfir að ráða í baráttu sinni við harðsvíraða atvinnurekendur fyrir viðunandi lífskj örum. Ótilneydd leggja verkalýðssaiutökin ekki lit í verkföll, en ef þau þurfa til þeirra að grípa, hefir verkafólk nú lært nauðsyn sam- heldninnar. Og hvað Baldurs-félaga áhrærir hafa þeir allt frá 1926 sýnt þá festu og samheldni, að Verkalýðsfélagið Baldur hefir frá þeim tíma komið út úr öllum sínum deilum, sem það hefir verið neytt út í, sem sigurvegari. Breyttir starfshættir. Fyrstu baráttuár verkalýðsfélaganna fóru venjulega í það að fá viðurkenningu atvinnu- rekenda, þ. e. að atvinnurekendur viður- kcnndu þau sem samningsaðila um kaup og kjör félagsfólks. Hinir gömlu atvinnurekendur litu á það sem skerðingu á persónulegum rétti sínum, að aðrir en þeir legðu mat á vinnu verka- fólksins. Af náð sinni veittu þeir fólkinu vinnu og gáfu því svo og svo marga aura fyrir unna vinnustund. 'Þetta var þeirra „þenkimáti“. Og enn i dag vottar fyrir þessu sama. Atvinnurekendum finnst traðkað á persónulegum rétti sinum, er stéttarfélögin leita eftir samningum, skilj- andi ekki, að samningar í millum stéttarfé- laga og atvinnurekenda er ekki annað en við- skiptasamningar, þar sem verkafólkið játar að selja vinnu sína þessu eða hinu verðinu við ákveðin vinnuskilyrði. Ættu því slíkir samningar ekki að vera að- ilum meira tilfinningamál en venjulegir verzlunarsamningar eru mönnum. Með lögum frá 1938 um stéttafélög og vinnudeilur eru verkalýðsfélögin viðurkenml sem réttir aðilar um kaup og kjör félaga sinna og vnns ákvæði sett um réttindi og skyldur verkalýðsfélaga. Með lögum þessum breyttust mjög starfsað- ferðir verkalýðsfélaganna. Skyndiverkföllin, sem oft þurfti að gripa til, til þess að ía leið- réttingu á samningsrofum atvinnurekenda. o. fl. eru horfin. I þess stað sækja verkalýðsfé- lögin slík mál fyrir félagsdómi. En fyrir félagsdóm fara fjöldi ágreinings- atriða, er upp koma milli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda. Starfsemi verkalýðsfélaganna, sem áður var háð vinnustöðvunum og slíku, er komin yfir á svið málareksturs, sem jafnvel er hætt við að fari fram hjá félagsfólki, er ekki sæk- ir stöðugt félagsfundi. Stafar af þessu nokkur hætta fyrir félögin. Baldur hefir átt í þrem málum fyrir félags- dómi, síðan lögin um stéttafélög og vinnu- deilur gengu i gildi. Tvö þessara mála vann félagið, en tapaði einu þeirra með þeim hætti, að atvinnurek- andinn, sem við var deilt, smokkaði sér út lir Vinnuveitendafélaginu, eftir að deilan hófsl og var því ekki talinn skuldbundinn af samningsákvæði þvi, er um var deilt. Jafnan hefir i málum þessum verið harka mikil og væri það seinni tímanum ekki ó- fróðlegt, að saga þeirra væri skráð. Félagið hefir jafnan leitað eftir þvi við af- vinnurekendur að fá leiðrétta misbresti þá, sem hafa orðið á því, að samningsákvæðum félagsins væri fullnægt, og hefir það jafnan tekizt án frekari aðgerða, því að oftar hafa slíkir misbrestir stafað af misskilningi en á- settu ráði um að brjóta gerða samninga. Fyrir því hafa mál félagsins fyrir félags- dómi ekki verið fleiri á undanförnum árum en að framan greinir. Bvgging Alþýðuþýðuhússins. Á fyrstu árum Baldurs er mjög rætt um nauðsyn þess, að félagið eignist eigið hús, og

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.