Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 12
6
AFMÆLISRIT BALDURS
Alþýðuhús Isfirðinga
vakti einkum fyrir mönnum, að eiga þak
yfir vörur, er félagið pantaði fyrir félagsfólk,
en þá var pöntunarfélagsstarfsemi eitt aðal-
áhugamál félagsins, og vildu félagsmenn
reyna á þann veg að hamla gegn dýrtíðinni.
Á fundi var nefnd kosin í málið. Lagði
hún til, að keyptur yrði skúr einn, er eftir
lýsingu sumra fundarmanna að dæma, hefir
verið mjög hrörlegur, og það sem verra þótti,
lóðaréttindi fylgdu engin.
Á sama fundi kom fram uppástunga um að
kaupa hús úti í Bolungavík og flytja til Isa-
fjarðar. Var málinu frestað, en úr húskaup-
um varð ekki neitt.
Bjó Baldur við leiguhúsnæði, allt þar til
það ásamt Sjómannafélagi Isfirðinga byggði
hið myndarlega hús við Norðurveg — Alj)ýðu-
húsið — en aðalhvatamaður að þeirri hús-
byggingu var Hannibal Valdimarsson. Hann
innleiðir umræður um húsbyggingarmálið á
félagsfundi þann 13. marz 1932.
Á þeim sama fundi er kosin húshyggingar-
nefnd, og voru i hana kjörnir: Finnur Jóns-
son, Ingólfur Jónsson og Hannibal Valdi-
marsson.
Málið kemur fyrir félagsfund á ný vikn síð-
ar, og er upp frá því öðruhvoru til meðferð-
ar á fundum félagsins.
I ársbyrjun 1934 er svo lögð fram teikning
af húsinu á félagsfundi.
Bygging Alþýðuhússins var mikið átak fyrir
Baldur og sj ómannafélagið, og er óhætt að
fullyrða, að engum tveim monnum mun það
eins vel að þakka, að bygging þessi komst
upp, eins og þeim Hannibal Valdimarssyni,
sem þá var orðinn formaður Baldurs, og
Eiríki Finnbogasyni i sjómannafélaginu.
Fyrsta fund sinn í Alþýðuhúsinu hélt Bald-
ur þann 27. okt. 1935.
Ýms mál.
Verkalýðsfélagið Baldur hefir ekkert látið
sér óviðkomandi, er aukið gæti andlegt og
efnalegt sjálfstæði alþýðunnar.
Þess vegna hefir það beitt sér fyrir og starf-
að að fjölda mála, auk kaupgjaldsmálanna.
Á fundum félagsins hafa verið flutt erindi
um hin fjölbreyttustu efni.
Lengi hélt íelagið úti skrifuðu blaði, er