Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 13
AFMÆLISRIT BALDURS
7
„Vöggur“ nefndist, og var það lesið upp á
félagsfundum.
Baldur hefir ávallt skipað sér undir merki
þeirra samtaka, er barizt hafa gegn áfengis-
nautuiuni. Framkvæmd atvinumála hér í bæ
hefir félagið látið sig miklu skipta, og tók
Baldur þátt í stofnun Samvinnufélags Isfirð-
inga á sínum tíma.
Fjöldi nytjamála bæjarbúa liafa átt upp-
tök sín á félagsfundum Baldurs, og yrði of-
langt mál að gera þeim öllum skil í blaða-
grein þessari, og enn eru fjölda. margir þætt-
ir úr starfi félagsins, er rúmsins vegna verða
ekki raktir hér, en allir bera félaginu þess
vott, að það hefir verið hlutverki sínu trútt:
„að efla hag og vclgengni verkalýðsstéttar-
innar á ísafirði, m. a. með þvi, að ákveða
kaupgjakl og vinnutíma á félagssvæðinu, út-
vega og auka vinnú verkalýðsstéttinni til
handa, þegar ]>ess er þörf, hvetja hana og
styðja til sem hagfelldastrar verzlunar og
leitast við að fræða hana um ýmislegt, er get-
ur orðið henni til andlegrar og likamlegrar
hagsældar“, eins og komist er að orði i 2. gr.
félagslaganna.
Skipulag: félagsins.
I fyrstu var íelagið eingöngu samtök verka-
manna einna, en konur höfðu sín sérstöku
samtök, en mjög virðast þau hafa verið veik,
og er oft rætt um það á Baldursfundum, að
nauðsynlegt sé,, að verkamenn rétti félags-
samtökum kvenna hjálparhönd.
1924, þann 21. des. gerasl 16 verkakonur
félagar í Baldri, og varð félagið þar með sam-
eiginlegt stéttarfélag kvenna og karla hér í
hæ, og hefur svo jafnan verið siðan.
1935 óskuðu vörubílstj órar eftir að mynda
sérstaka deild innan félagsins, og var það
samþykkt. Hefir Bilstjóradeild félagsins starf-
að æ síðan og unnið að sérmálum vörubíl-
stjóranna.
1941 mynduðu stúlkur þær, er unnu á
klæðskeraverkstæðunum hér og hjá húfu-
gerðinni Hektor samtök innan Verkalýðsfé-
lagsins Baldur, og var þá stofnuð — Dyngja,
— deild saumastúlkna í Baldri. Náði deildin
þegar á fyrsta ári stórmerkum kjarabótúm
fyrir stúlkurnar, er þá bjuggu við lágt kaup
og langan vinnutíma.
Síðar á sama ári óskuðu starfsstúlkur á
sjúkrahúsinu og elliheimilinu einnig að
mynda deild innan Baldurs, og var þá stofnuð
starfstúlknadeilin Sjöfn, er fer með sérmál
starfstúlknanna.
Á síðasta ári gengu neta- og nótavinnuménn
i verkalýðsfélagið, og hafa þeir sína sérstöku
deild í félaginu, og nefnist hún Dröfn.
Félagið er því samtakaheild flestra starf-
andi kvenna og karla hér i bæ, ei' landvinnu
stunda.
Hefir það nú með hina almennu kaup-
gjalds- og kj arasamninga að gera ásamt sér-
sámningum hinna ýmsu deilda félagsins, er
getið hefir verið hér að framan.
Kostar Jietta mikið starf hjá félaginu, og
verður, ásamt öðrum daglegum störfum þess
ekki unnið svo vel sé, nema að félagið háfi
fastan starfsmann og opna skrifstofu.
Enda hefur Baldur haft slíkt skipulag mála
sinna nú um tveggja ára skeið.
Hefir sú reynsla, sem fengizt hefir af
skrifstofunni, sannað okkur ómetanlegt gildi
hennar fyrir félagssamtökin.
> _ 1 . : ; s.
Stjórnendur Baldurs.
Þau þrjátíu ár, sem liðin eru frá stofnun
Baldurs, hafa aðeins finnn menn gegnt for-
mennsku í félaginu, og eru þeir þessir:
Sigurður Þorsteinsson frá 1916 ti!1920.
Stefán J. Björnsson- frá 1920 til 1921.
Finnnr Jónsson frá 1921 til 1932.
Hannibal Valdimarsson frá 1932 til 1939.
Helgi Hannesson frá 1939 og síðan.
Gjaldkerar félagsins hafa verið aðeins tveir
þessi þrjátíu ár: Magnús Jónsson, múrari,
frá 1916 til 1925, og Halldór Ólafsson, múr-
ari frá 1925 og síðan. Er Halldór jafnframt