Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 15
AFMÆLISRIT BALDURS
'0
Brautryðjandinn.
Fyrstu tilraunir til stofnunar verkamanna-
íelags hér í bæ voru geðar á árunum 1907—
1911. Sá maðuriun, er fyrstur allra og dyggi-
legast vann að stofnun ])essara samtaka var
Olalur Ólafsson.
Hann var fæddur 13. júlí 1855 í Árnessýslu,
en fluttist hingað frá Seyðisfirði 1902, en á
Seyðisfirði stendur vagga verkalýðsfélaganna,
því að fyrsta verkalýðsfélag landsins var
stofnað þar 1. maí 1897.
Ólafur varð ])egar gagntekinn af jafnréttis-
og bræðralagshugsj óninni, tók virkan þátt í
verkalýðssamtökunum á Seyðisfirði og flutti
])aðan mcð sér einlægan, brennandi áhuga
og óbilandi trú á samtök verkalýðsins.
Hann hóf hér þegar í stað starf sáðmanns-
ins, en þótt sumt fræanna glataðist. sumt félli
i grýttan jarðveg, þá var trú hans svo sterk
á það, að eitthvað félli i frjóan jarðveg og
bæri ávöxt, að hann fórnaði hugsjón sinni
öllu.
Aldrei þreyttist Ólafur á að vekja skilning
stéttarbræðra sinna á nauðsyn verkalýðssam-
takanna.
Hann flutti eldheitar hvatningaræður, og
gaf út á eigin kostnað rit um verkalýðssam-
tökin, hlutverk þeirra og þýðingu, þrátt fyrir
Ölafur Ólafsson
fyrsti braiitry&jctiuli verkamanna-
samtakaiuia ú tsafirði
mjög þröngan efnahag.
Ekki fór Ólafur á mis við laun þau, er
samtiðin jafnan geldur þeim, sem hugsjónum
sínum vilja vera trúir.
Ofsóknir atvinnurekenda fóru að vonum
ekki fram hjá höfuð „andstæðingnum“.
Það var ekki nóg með, að hann væri svipt-
ur vinnu, nei, heldur var l)æði konu hans og
dóttur einnig sagt upp vinnu, vegna starf-
semi hans í þágu stéttarsamtakanna.
Framhald á 13. síðu.
ur gekk i Alþýðusamband Islands mjög
snemma og gerðist þannig fljótt hlekkur í
þeirri samheldniskeðju, er alþýðusamhand-
inu ber að vera stéttarfélögunum.
Baldur var forustufélag þess, að stéttarfé-
lögin hér vestanlands mynduðu sitt fjórð-
ungssamband Alþýðusamhand Vestfjarða,
1927 — og telagar í Baldri liafa unnið að
stofnun og stofnað ýms verkalýðsfélög í ná-
grenni Isafjarðar. Má nefna í því sambandi
félög sem þessi:
Verkalýðsfélag Bolungavlkur,
Verkalýðsfélagið Súgandi, Súgandafirði,
Verkalýðsfélag Patreksfj arðar,
Verkalýðsfélag Sléttuhrepps, — og
Verkalýðsfélag Álftfirðinga,
en öll þessi félög eru stofnuð af Baldursfé-
lögum.
Eins og áður hefir verið fram tekið, er þess
enginn kostur að rekja starfssögu Baldurs svo
í blaðagrein, að ekki verði fjöldamargt ósagt,
sem engu síður er frásagnarvert en það, sem
um er getið, en með þeim þáttum, sem hér
hafa verið sagðir úr sögu félagsins, hefi ég
viljað leitast við að kynna það lesendunum
svo, að þeír væru að nokkru fróðari eftir en
áður um starf þess og stefnu.
Helgi Hannesson.