Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 18

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 18
12 AFMÆLISRIT BALDURS Ávarp frá Alþýðusambandi Vestfjarða til stofnanda sambandsins — Verkalýðsfélagsins Baldurs — á þrjátíu ára afmæli félagsins. Hannibal Valdimarsson forseti AlþýSusambands Vestfjarða Ræktarlaust úrþvætti mætti hver sá heita, sem ekki væri lífgjafa sínum þakklátur æfi- langt. Og sjaldgæf ónáttúra er það, ef börn elska, ekki, eða bera a. m. k. hlýlegt ræktar- þel til foreldra sinna. En því hefi ég þessi formálsorð, að Verka- lýðsfélagið Baldur, og að nokkru leyti Félag Alþýðuflokksins á ísafirði, átti frumkvæði að stofnun Alþýðusambands Vestfjaða. — Þessi félög eru því i vissum skilningi lifgjafar og foreldrar þess. Alþýðusamband Vestfjarða væri því undar- lega, kaldrifjað og óræktarlegt við lífgjafa sína og foreldra, ef það vildi elcki minnast mcð góðum vinum og taka þátt í innilegum samfagnaði á þeirri stund, sem Verkalýðsfé- lagið Baldur verður. 30 ára. Fyrst vill A. S. V. þá minnast þess, hvernig það bar að, er samband verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum var stofnað. Fundur er haldinn í Verkalýðsfélaginu Baldri hinn 31. október 1926. Fundarstaði mn er samkomusalur Iljálpræðishersins. 1 fundarbyrjun er lesin upp orðsendingfrá Olsen stórkaupmanni, þar sem hann kveðst fús til að semja um kaupgjald, hvenær sem verka- menn óski þess. — I febrúarmánuði þetta ár átti félagið í hinu sögulega verkfalli, þegar Neðsti-kaupstaðurinn var víggirtur og Vei-ka- lýðsfélagið Baldur vann sinn úrslitasigur. Stóru verkfalli var nýlokið í Reykjavík, og hafði saga. ])ess verið rakin í aðaldráttum á Baldursfundi nokkru áður. Og á næsta fundi áður en hér um ræðir hafði mætt Björn Blöndal og haldið ræðu um fyrirkomulag i- haldsins í Reykjavík á togaraútgerðinni og einnig um mótspyrnu þá, er hann hefði mætt við stofnun verkalýðsfélags í Bolungavík. Þetta var nú reyndar útúrdúr, en svona stóðu sem sé sakirnar í verkalýðsmálunum haustið 1926 — þegar Finnur Jónsson, for- maður Baldurs bar fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna ncfnd til að undirhúa og koma á stofn Verkalýðssambandi Vestfj arða“. Var tillagan samþykkt í einu hljóði og í nefndina kosnir þessir menn: Finnur Jónsson, Halldór Ólafsson, eldri (þ. e. múrari), og Ingólfur Jónsson. Tók nú nefndin til óspilltra málanna. Tveimur dögum síðar - þann 2. nóvemher 1926 er Jafnaðarmannafélagið á Isafirði stofnað. Á öðrum fundi þess, er því hreyft, að stofna þurfi verkalýðssamband á Vest- fjörðum, sem safni öllum verkalýðs- og jafn- aðarmannafélögum í þessum landshluta í eina heild. Upplýsti þá Finnur Jónsson, að nefnd hefði einmitt verið kosin á seinsta fundi Baldurs, til þess að undirbúa stofnun sliks sambands. - Er nú ástæðulaust að fjölyrða frekar um

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.