Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 19

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 19
AFMÆLISRIT BALDURS 13 starf nefndarinnar, því að niðurstaðan af því starfi varð sú, að hinn 20. marz veturinn 1927 boðaði hún til stofnþings Verkalýðssamhands Vesturlands, og var þingið sett í Kaffistofu templara. Auk undirbúningsnefndarinnar voru þessir menn mættir: Frá Jafnaðarmannafélaginu: Halldór Ól- afsson og Ingólfur Jónsson. Frá Verkalýðsfélaginu Baldri: Júlíus Si- monarson og Árni Sigurðsson. Frá Sjómannafélagi Isfirðinga: Eiríkur Finnhogason og Eiríkur Einarsson. Frá Verkalýðsfélagi Hnifsdælinga: Ingimar Bjarnason og Helgi Hannesson. Frá Verkalýðsfélagi Bolungavíkur: Benoný Sigurðsson og Pétur Sigurðsson. Frá Verkalýðsfélagi önundarfjarðar: Sveinn Sveinsson og Hinrik Þorláksson. Þetta var stofninn. Hóf nú samhandið starf sitt og stofnaði á næstu vikum verkalýðsfé- lög bæði í Súðavík (á föstudaginn langa 1927 samkvæmt áskorun verkamanna þar) og á Patreksfirði um líkt leyti. Þetta er í stuttu ináli upphafið að sögu Al- þýðusamhands Vestfjarða. Framhald sögunnar er á líka lund. Verka- lýðsfélagið Baldur hefir jafnan haft forust- una í kaupgjalds- og hagsmunabaráttu verka- lýðsins á Vestfjörðum, og þar sem það er stærsta og sterkasta félagið á sambandssvæð- inu, hefir Alþýðusamband Vestfjarða minna þurft að styðja það og hjálpa því, en flest- um öðrum félögum innan sambandsins. I sambandinu hefir Baldur eins oft eða oftar verið veitandi en þiggjandi. Qg nú standa sakirnar t. d. þannig, að nokkur verkalýðsfé- lögin utan Isafjarðar hafa náð sama kaup- gjaldi og greilt er á ísafirði samkvæmt samn- ingum Baldurs, en flciri hafa þegar, eða eru í þann veginn að segja upp samningum, til þess að ná þessu marki. Standa vonir til, að því verði náð hjá flestum þeirra eða öllum á þessu ári. Er það ekki ofsagt, að öll verkalýðsfélögin á Vestfjörðum eiga Verkalýðsfélaginu Baldri að verulegu lcyti að þakka, að kaupgjalds- og hagsmunamálum þeirra hefir þokað áfram til réttrar áttar, eins og raun ber vitni á liðn- um árum. Fyrir þetta forustuhlutverk fyrir verkalýðs- félögunum á Vestfjörðum þakkar Alþýðusam- band Vestfjarða Verkalýðsfélaginu Baldri í dag á 30 ára afmæli þess. Vestfirzka fjölskyldan innan Alþýðusam- takanna þakkar stóra bróður sínum veitta að- stoð og bróðurlegt samstarf og óskar Baldri binum bjarta og góða. hamingju á kom- andi tíð. F.h. Alþýðusambands Vestfjarða: Hannibal Valdimarsson, Brautryðj andinn. Framhald af 9. síðu. En þrátt fyrir allar tilraunir atvinnurek- enda því til hindrunar, tókst Ólafi þó að stofna hér verkamannafélag, og var Ólafur kosinn formaður þess. Aðeins einn þeirra, er mynduðu verka- mannafélagið með Ólafi, er enn á lífi hér í bæ — Eyjólfur Bjarnason, bókbindari — en hann var einn hinn traustasti fylgismaður Ólafs í þessum störfum hans. Og ávallt hafa verkalýðssamtökin átt öfl- ugan stuðningsmann, þar sem Eyjólfur er. Ólafur Ólafsson andaðist hér í bæ sumarið 1925, sjötugur að aldri. Ávallt hafði hann verið hugsjónum sínum trúr, og hélt hann jafnan fast á rétti verka- manna, en uppskeran honum sjálfum til handa var æði lítil, einungis hrakningar og örbirgð. Og ekki má minna vera en stéttasamtökin hafi jafnan minningu slíks manns, sem ÓlaJ's Ólafssonar i heiðri. Helgi Hannesson.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.