Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 20

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 20
14 AFMÆLISRIT BALDURS Forustumenn stéttarsamtakanna hafa orðið. Sigurður Guðmundsson Formaður Iðiuiðarmannafélags Isfirðinga: Iðnaðarmannafélag Isfirðinga er ekki kaup- kröfufélag. Mér er þó sem l'ormanni þess ljnft að verða við tilmælum um að minnast verka- lýðsfélagsins Baldurs nú, er 30 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Það vill svo til, að í haust eru 30 ár, síðan ég fyrst kynntist verkalýðs- hreyfingunni og jafnaðarstefnunni — var þá við iðnaðarvinnu í Kaupmannahöfn. Ég hefi síðan árið 1918 haft tækifæri til þess að fylgjast með starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar á Islandi, þar á ineðal Bald- urs. Tel ég, að öðrum félöguin ólöstuðum, Baldur vera í fremri röð. Ekki þarf að fjöl- yrða um þær hagsbætur, sem Baldur hefir fært meðlimum sínum. Um það er flestum kunnugt. Minna iiefir verið á lofti haldið því, sem félagið hefir áorkað og alla bæjarhúa varðar. Eitt af þessu er það, er félagið með sam- takamætti sínum, gat haft áhrif á það, að miklum mun minna var flutt til bæjarins af áfengi um nokkurt skeið, en annars hefði verið. Er gott að minnast þess nú. Nú má búast við nokkrum átökum milli verkamanna og vinnuveitenda á næstunni, ef verðlag framleiðsluvara okkar lækkar, sem fullvíst má telja. Þess vil ég óska, að Baldur hafi þá eins og jafnan áður forystumenn, sem hugsa rétt og vilja vel. Sigurður Guðmundsson. Haraldur Guðmundsson Formaður Skipstjórafélagsins Bglgjan: Fyrir 30 árum, fyrsta. dag aprílmánaðar 1916, stofnuðu ísfirzkir verkamenn Verka- mannafélag Isfirðinga, er síðar hlaut nafnið Baldur. Með stofnun þess var grundvöllur lagður að kerfishundnu samstarfi ísfirzkra verkamanna, til bættrar lífsafkomu og auk- innar menningar. Starfssaga Verkalýðsfélagsins Baldurs, eins og flestra annara stéttarfélaga í borgaralegu Jjj óðfélagi, er sú, að verkalýðurinn fái að neyta starfsorku sinnar við lífræn störf, og að störf hans séu greidd viðunandi verði. Grundvallarskilyrðið fyrir því, að sigur vinnist í þessari baráttu, er það, að verkalýð- urinn sé ein órofa-samtakaheild, hvaða störf sem hann vinnur. Til þess að þetta geti orð- ið, þurfa hin ýmsu stéttarfélög að hafa sem víðtækast og nánast samstarf um allt það, er til framfara og umböta horfir. Á þessum merkisdegi Verkalýðsfélagsins Baldurs leyfi ég mér að flytja því fyllstu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu ísfirzkrar verkalýðsstéttar. Að endingu flyt ég Verkalýðsfélaginu Baldri alúðarfyllstu hamingj uóskir með þrítugsaf- mælið. Megi þvi ávallt auðnast að standa á verði um hag og velferð verkalýðsstéttarinnar. Haraldur Guðmundsson.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.