Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 21
AFMÆLISRIT BALDURS
15
Jón II- Guðmundsson
Formaður Sjómannafélags Isfirðinga:
Mannkynið er nú statt í geigvænlegum
sporum. Að baki er heimsstyrjöldin, þessi
óskaplegasta martröð, sem fram til þessa
hefir þjakað mannveruna. Allt um kring
stendur villimennska nazismans afhjúpuð
frammi fyrir þeim siðgæðishugmyndum, sem
maðurinn hefir á liðnum öldum verið að
baslazt við að skapa sér. Venjuleg mannleg
skynsemi starir skelfd og ráðvillt á alla þá
hryllilegu grimmd og kúgun, sem fyrir augu
og eyru ber, og gefst gersamlega upp við að
skilja þau myrkravöld, sem þarna hafa ver-
ið að verki.
En framundan gefur svo að líta þjáningar
og hvers konar eymd þeirra miljóna, sem nú
þola afleiðingar styrj aldaræðisins eftir allar
hernaðarógnirnar, — og siðan er óvissan, —
nagandi óttinn um áframhaldandi djöfladans
tortímingarnornanná.
öll þessi ósköp eru of þung byrði fyrir
mannlegt þrek. Miljónir manna hafa þegar
tapað allri fótfestu í lífinu og líða nú eins. og
reykur um rústir sinna fyrri heimkynna.
Við Islendingar höfum sloppið að mestu
leyti við allar þessar ógnir, þótt við höfum að
vísu beðið verulegt manntjón af styrja.ldar-
orsökum.
En þrátt fyrir efnahagslega hagsæld okkar
á þessum síðustu árum, hygg ég, að margur
hugsandi einstaldingur þjóðarinnar kunni að
hafa glatað í þessari bölhríð nolckru af þeirri
svokölluðu bjartsýni, sem hann ef til vill átti
áður i fórum sínurn.
„Ekki skal gráta Björn bónda, heldur
safna liði“, sagði íslenzkur kvenskörungur á
alvörustundu.
Ég vil hér gera þessi orð að mínum. Allt
mannkynið hefir beðið siðferðilegan og menn-
ingarlegan ósigur, því hefir verið kippt til
baká i bili.
En nú hefst viðreisnarstarfið, og nú ríður
á að safna liði, — traustu, æðrulausu og von-
glöðu liði, sem trúir á samhjálp og bræðra-
lag og berst drengilegri baráttu fyrir full-
komnu lýðfrelsi og jafnrétti.
Hlutvcrk mitt og ])itt, alþýðumaður og al-
þýðukona, er alvarlegt, en fullt af glæstum
fyrirheitum, sem við aðeins getum höndlað
með eigin samvirkum átökum huga og
handa.
Ef þig vantar uppörvun, eða sé trú þín á
samtök og lýðræðislegar baráttuaðferðir fyrir
jafnrétti og bræðralagi ekki nægilega sterk
til þess, að þú getir með glöðu geði gengið til
verks, þá skaltu láta hugann hvarfla sem
snöggvast yfir sögu verkalýðshreyfingarinnar
á Islandi. Það er fögur saga og lærdómsrík.
Islenzku verkalýðssamtökin voru ekki há-
reist fyrir svo sem 30 árum. Þá voru þau van-
máttug eins og barn, sem er að byrja að feta
sig meðfram vöggunni sinni. Þá voru þau
hrakin og hrjáð, ofsótt og troðin niður í
skarnið af ruddunum, sem þóttust eiga alla
veröldina og hennar dýrð. En þau stóðu alltaf
á fætur á ný, lífsreyndari og sterkari en áð-
ur og héldu áfram að feta sig í rétta átt með
virðulegri festu og æðruleysi þess, sem lætur
stjórnast af skynsemi og réttlætiskennd, en
afneitar skynlausu ofstæki skýj aglópsins.