Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 22

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 22
16 AFMÆLISRIT BALDURS Þessi markvissa þróun íslenzkra verkalýðs- samtaka hefir reynzt þjóðinni happasæl. Allar hinar miklu félagslegu umbætur síð- ustu áratuga hafa orðið til fyrir atheina þess- ara alþýðusamtaka, sem i dag eru voldug- asta afl þjóðfélagsins. Afturhaldsöflin, sem áður ofsóttu verka- lýðshreyfinguna, hrundu forystumönnum Iiennar í sjóinn eða frömdu á þeim önnur of- heldisverk, hafa nú lært þá lexíu, að fram hjá alþýðunni verður ekki gengið eins og réttlausum flækingslmndi. Nú þykist aftur- haldið eiga hvert bein í samtökum hennar og lætur ekkert tækifæri ónotað, til þess að tjá þeim ást sína og aðdáun — í orði. Þannig birtist okkur minnimáttarkennd kúgunarvaldsins, sem horfir á samtakamúra alþýðunnar loka eiginhagsmunaleiðum for- réttindanna einni af annarri, án þess að fá rönd við reist. Það er aðeins einstaka sinn- uni, þegar grunnhyggnustu forréttindapostul- arnir glcyma sér, að rétta innrætið kemur til dyra, án dularklæða. Þetta er í fáum orðum saga verkalýðsbar- áttunnar á Islandi. En við skulum minnast þess alveg sérstak- lcga, að sigrarnir hafa allir unnizt með liin- nm farsælu vopnum lýðræðisins: Félagslegum samtökum, vaxancli alþýðumenntun og mark- vissu starfi, en ekki með æðisgengnum of- beldisaðferðum. Þetla er lærdómsrík staðreynd fyrir þá, sem afneita hæfileikum fólksins sjálfs, til þess að skapa menningarþjóðfélag, en láta sig í þess stað dreyma um eitt höfuð, — einn herra, er sé þeim lcostum búinn til forsjónar, að fólkið geti lagt skynfærin á hilluna og lifað svo upp frá því áhyggjulausu lífi. Línur þessar eru ritaðar í tilefni af 30 ára afmæli Verkalýðsfélagsins „Baldur“. Ég vil því nota tækifærið og segja við ykkur, ungu ísfirzku alþýðumenn og konur: Kynnið ykk- ur sögu íslenzku verkalýðssamtakanna. Stand- ið trúan vörð um þann menningarbrag og þann lýðræðisanda, sem frá upphafi hefir einkennt þau. Haldið síðan baráttunni áfram, starfsglöð og djörf, því enn erum við á miðri leið, og verkefnin óþrjótandi fyrir æskunnar hendur. Þá skal Verkalýðsfélagið Baldur engu þurfa að kvíða í framtíðinni og num halda á- fram að vcra ötnll málsvari og öflugt menn- ingartæki alþýðunnar i þessum bæ. Um leið og ég óska Baldri gæfu og gengis á ókomnum árum, vil ég einnig fyrir hönd Sjómannafélags Isfirðinga flytja honum bróð- urlegar árnaðaróskir og hugheilar þakkir fyrir ágadt samstarf í hvívetna. Jón H. Guðmundsson. Jón Á. Jóhannsson Form. félags opinberra starfsmanna, Isafirði: Nítjánda öldin var að mörgu leyti mikið gæfutímabil fyrir íslenzku þjóðina. Á fyrri hluta aldarinnar eignaðist þjóðin marga ötula ágætismenn, sem unnu ómetanleg störf í þágu alþjóðar, bæði á sviði stjórnmála og bók- mennta. Þetta er öllum það vel ljóst, að ekki þarf að nefna nöfn í því sambandi. Svo má segja, að síðari hluti aldarinnar hafi verið einskonar uppskerutímabil. Með auknu stjórn- málalegu sjálfstæði er eins og úr læðingi leysist þróttmikil framfaraöfl, sem áður gátu ekki notið sín. Nýtt lif og fjölbreyttara færð- ist i atvinnu- og fjármál þjóðarinnar, þótt i smáum stíl væri fyrst í stað. Einnig á þessum tíma er það, sem fyrst örlar á samtökum hins vinnandi íolks fyrir bættum hag sínum, fyrst bændanna í hinum farsælu samtökum þeirra, til að vinna bug á því ófremdarástandi, sem ríkjandi var í verzlunar- og viðskiptamálum þ j óðarinnar. Nokkru siðar er það, sem skapast fyrsti vísir að samtökum sjómanna og verkafólks við sjávarsíðuna um launamál sin. Ekki vei'ða þó þessi samtök verkafólksins áberandi, fyr en á fyrstu áratugum yfirstandandi aldar,

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.