Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 23
AFMÆLISRIT BALDURS
17
enda hefir þá atvinnuháttum þjóðarinnar
skipazt svo, að samtök þessi urðu verkafólk-
inu bein nauðsyn í baráttu þess fyrir lífinu.
Það er ekki tilgangur þessa greinarkorns
að rekja þróun þessarar félagsmálastarfsemi,
en fullyrða má, að barátta verkafólksins fyr-
ir bættum hag sínum, menningarlegum og
fjárhagslegum, er þýðingarmikil — og þýðing-
armciri frá sjónarmiði þjóðlegrar viðreisnar,
en menn almennt gera sér ennþá grein fyrir.
Ef sú saga væri ekki fyrir hendi, myndi vanta
þýðingarmikinn kapítula i sögu íslenzku
þjóðarinnar, og á þetta sérstaklega við um
síðasta áratuginn.
Enda þótt ég hafi aldrei tekið þátt í störf-
um verkalýðsfélaganna, var mér Ijúft að
verða við þeim tilmælum að skrifa nokkur
orð í tilefni af þrítugsafmæli verkalýðsfélags-
ins Baldur. Ég þykist skilja tilgang félaganna.
()g því sjónarmiði, að allir beri það mikið úr
býtum fyrir vinnu sína, að hægt sé að lifa af
því mannsæmandi lífi, hefi ég ávallt verið
hlynntur.
Störf þessa félags og starfsaðferðir hafa að
sjálfsögðu verið lík störfum annara félaga
með sömu stefnumið. Ég hygg þó, að verka-
lýðsfélag þetta hafi staðið framarlega í sókn-
inni fyrir kjarabótum félaga sinna, og því er
víst, að verkafólk þessa byggðarlags á því
mikið að þakka.
Ég óska verkalýðsfélaginu Baldri til ham-
ingju með afmælið og vænti Jjcss, að víðsýni
og sanngirni skipi ávallt öndvegi í starfi þess.
Á þann hátt er framgangi góðra mála bezt
borgið.
Jón Á. Jóhannsson
I kofa fátæklingsins.
Þar er enginn moli’ í munninn
margan daginn,
sérhver flík úr örbirgð unnin
allslaus maginn.
G. Geirdal.
Kristinn D. Guðmundsson
Formaður Vélstjórafélags Isafjarðar:
Á þessum tímamótum í sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar á íslandi hefir alþýðan margs
að minnast og margt að þakka. Hún hefir
margs að minnast frá hinni þrotlausu bar-
áttu áranna fyrir þjóðfélagslegum rétti sín-
um, og fyrir réttinum til .að geta lifað mann-
sæmandi lífi með því að selja öðrum vinnu
síua, á meðan heilsa og kraftar endast. Hún
hefir margt að þakka þcim körlum og kon-
um, sem fyrir 30—40 árum stóðu að stofnun
stéttarfélaganna og lögðu þar með hornstein-
inn að hinni miklu stéttarlegu einingu með-
al alþýðunnar, er í dag skipar sér sem órofa
heild í Alþýðusamband Islands.
Það var fámennur hópur manna, sem stóð
að stofnun Verkamannafélags Isfirðinga, er
nú heitir „Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði“.,
fyrir 30 árum, en það voru menn, sein sáu
og skildu, að „Sameinaðir stöndum vér en
sundraðir föllum vér“. Þeir skihlu mátt sam-
takanna og létu ekki hrópyrði andstæðing-
anna, né hættuna við atvinnukúgun, aftra sér.
Þjóðin öll er og verður i ógoldinni þakkar-
skuld við þá menn og konur, sem á þessum
árum stóðu að stofnun stéttarfélaganna á Is-
landi. Þá var það al' mörgum talið hneykslan-