Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 24

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 24
18 AFMÆLISRIT BALDURS -f Fyrsta fulltrúaráð Verlcalýðsfélagsins Baldurs, kosid á aðalfundi Efri röð, talið frá vinstri: Helgi Finnbogason, Georg Hólmbergsson, Sigurður Jónasson, Sigurfiur Bjarnason, Gunnar Krislinsson, Gunnlaugur J. Guómundsson, Helgi Hannesson, Hannibal Valdimarsson, Einar Þorbergsson, Ragnar G. Guójónsson, Kristmundur Bjarnáson, Kristjón Daníelsson, Jóhann Jens- son, Jóhann Eiríksson, Gunnlaugur Ó. GuHmundsson. legt, að hið vinnandi fólk skyldi hugsa til að stofna með sér félagsskap í því augnamiði að verja mannréttindi sín og gera kröfu um þau laun fyrir vinnu sína, að hægt væri að sjá sér og sínum farborða. Kröfur verkalýðsins, sem margir hafa l'yr og síðar hneyklast á, hafa aldrei verið nema réttlætiskröfur. Þær hafa ætið miðast við það, og það eitt, að með því að vinna. ltvern dag ársins, væri hægt að hafa til hnífs og slceið- ar. Að verkalýðurinn hafi verið réttlátur í kröfum sínum, sjáum við bezt á því, að ein- mitt á síðustu 30—40 árum hefir allt atvinnu- líf landsins tekið stórfelldum framförum, og á verkalýðurinn ekki livað minnstan þátt í því. Til sönnunar má taka togaravökulögin, sem hatramlega var barizt á móti, meðan stætt þótti. Ég hygg, að ekki einn einasti togaraeigandi mundi leggja til, að þau yrðu afnumin, og það af þeirri einföldu ástæðu, að eftir því sem betur er farið með aflið, hvort sem það er nú afl mannsins eða vélar- innar, eftir þvi verða afköstin meiri og betri. Maður sér oft og heyrir talað um, að kaup verkalýðsins sé of hátt, og allt atvinnulíf hljóti því að stöðvast. Þar á eftir komi svo atvinnuleysið með öllum sínum hörmungum, sem því eru samfara. Mér er ekki grunlaust um, að meðal verka- lýðsins sjáll's séu menn og konur, er taka AFMÆiTSRIT RALDURS 19 félagsins 1945, ásamt stjórninni og skrifstofustjóra félagsins. r, t Fremri röð: Jón Jónsson frá Þingeyri, Giiómundur Bjarnason, Ingimar Ólason, Halldór M. Ólafsson, Sigrún Guttmundsdóttir, Guðný Sveinsdóttir, Þorbjörg Guómundsdótlir, Sigriðtir Pálmadóttir, Gróa Jónsdóttir, Einar Jóelsson, Gunnar Bjarnason, Halldór Ólafsson, Kristján Bjarnason, Guö- ntundur Árnason, Bjarni Andrésson. þetta bókstaflega og halda því fram, að verkalýðurinn þurfi að fórna nokkru af sínu til að bjarga þjóðinni frá bráðum voða. Þessa menn og konur vil ég spyrja: Hvaða rök eru fyrir því, að við „óbreyttir" verka- menn og konur þurfum alla æfi að „lepja dauðann úr krákuskel“, á meðan þeir, sem við vinnum fyrir, eru í vandræðum með að fela arðinn af vinnu okkar? Ég segi: Þau eru engin. Islenzk alþýða þarf að losa sig til fulls við þann kotungsanda, að henni beri ævinlega lægst laun fyrir sín störf, af því að svona hafi það verið frá ómunatíð. Mörg þau störf, sem af sumum eru talin óvirðuleg, geta verið lífsnauðsynleg, ekki fyrir neinn ein- stakan, heldur þjóðina í heild. Það er því siðferðiskrafa, að þau séu launuð eftir því. Takmark brautryðj endanna var að flytja yf- irráðin i hendur alþýðunnar sjálfrar, en til þess að það megi takast, og það fyr en síðar, verður allt alþýðufólk, jafnt í sveit sem við sjó, að taka höndum saman og mynda órjúf- andi og ósigrandi fylkingu. Berum við elcki gæfu til þess, höfum við aðeins við okkur sjálf að sakast. Því við erum fjöldinn, og okkar á að vei’a valdið. Kristinn D. Guðmiindsson.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.