Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 26
20
AFMÆLISRIT BALDURS
Þúrleifur Bjarnason:
Áþján og máttur.
Þegar ég var drengur og fór fyrst að leggja
eyrun við þeim fregnum, sem bárust frá hin-
um stóru stöðum, þar sem ævintýrin gerðust,
tieyrði ég meðal annars á það minnst, að vinn-
andi fólk hefði stofnað með sér félagsskap, til
þess að tryggja. réttindi sín gagnvart hinum
voldugu, sem áttu skip, verzlanir og fín hús.
Það var jafnvel sagt, að oft stæðu þessir
verkamenn uppi í hári hinna fínu, vildu ekki
vinna fyrir það kaup, sem þeir byðu og gerðu
meira að segja verkfall.
Ég varð þess um leið var, að yfirleitt áttu
þessir uppreisnarmcnn samúð þeirra full-
orðnu manna, sem ég heyrði um þctta tala,
að örfáum undanteknum, sem töldu sig for-
framaða af kynningu við verzlunarhöfðingja.
Frá þeim heyrði ég, að þetta þætti af fínu
l'ólki og dönnuðu hinn mesti dónaskapur og
gengi guðlasti næst. Þetta fólk var upp-
reisnarlýður gegn sínum velgerðamönnum,
sem skaffaði þvi vinnu af einskærri mannúð
já, og gerði það jafnvel með sífelldum
fórnum, það er að segja stöðugu tapi og pen-
ingaútlátum. Aðalfregnirnar, sem bárust um
uppreisn múgsins, komu úr höfuðstaðnum,
en hrátt fóru atburðir þessir að færast nær.
Á ísafirði hafði fyrir nokkrum árum verið
stofnað verkalýðsfélag, sem kallaðist Baldur,
og stóð það í stríði miklu við útgerðarmenn
og dannað fólk. — 0, svei, svei, sögðu hinir
drottinhollu höfðingj asinnar.
Þannig bárust út um útkjálka ómar af há-
reiði og hneykslum hinna ráðandi, þegarverka-
félaganna. Það vakti hvarvetna í fyrstu ótta,
rciði og hneykslun hinna ráðandi, þegar verk-
lýðsfélag var stofnað, og hatursfullar tilraun-
ir voru gcrðar til þess að berja. þau uiður,
þótt ekki tækist. Svo var alls staðar eríendis,
þar sem iðnbyltingin gekk yfir og skóp knýj-
andi þörf fyrir samtök vinnandi fólks, ætti
það ekki að verða að menningarsnauðum
vinnuþrælum. Þeim fordæmum var fylgt hér
á landi af fyllstu getu, þótt sízt hefði mátt
ætla svo.
Hér á landi höfðu danskir einokunarkaup-
menn um aldir arðrænt íslenzka alþýðu og
hindrað hvert framtak Islendinga. Þjóðinni
var vant þess frelsis og þeirra fjárm ma, sem
þurfti til þess að hefjast handa, til efnalegs
sjálfstæðis. Þá var hún einhuga í hatri sínu
á erlendri áþján og stóð sameinuð í endur-
heimt frelsis síns. En strax og þjóðin fær
nokkurt holmagn til aðgerða og tiltölulega
fáum tekst að fá aðstöðu á borð við hina er-
lendu í verzlun og atvinnurekstri, bregður
svo einkennilega við, að þeir, sem mest hafa
hölvað hinum dönsku, taka upp merki þeirra
og hlessa þeirra fyrirmynd með gjörðum
sínum. Þessir menn vilja verða yfirstétt,
bara innlend yfirstétt með erlendu mati á
gildi vinnandi manna, scm eiga að verða
vinnudýr í þjónustu þeirra, sem af guði eru
gæddir framtaki og útsjónarsemi til stórra
framkvæmda. Langur vinnutími, lítil laun,
fyrirlitning og réttindaleysi verða i fyrstu
laun þeirra, almúgamanna, sem neyðast til
þess að gerast daglaunamenn í landi því, sem
er að losna undan erlendri kúgun.
Vinnandi mönnum voru samtökin lífsnauð-
syn, eina tryggingin gegn því, að þeir yrðu
ekki gerðir að sljóum vinnudýrum. En fyrstu
samtakaviðleitni þeirra var tekið að erlendri
fyrirmynd, með ofstopa ímyndaðrar yfir-
mennsku, og fyrirlitningu á dónaskap þeirra.
Reynt var að berja samtök þeirra niður, eins
lengi og nokkur von var um að það tækist.
Þegar auðséð var, að það var ekki hægt, var
skipt um hernaðaraðferð.
Verkalýðsfélögin eru fyrst og fremst
hagsmunafélög vinnandi manna. Harðskeytt-
ust hefir barátta þeirra orðið fyrir auknu
kaupgjaldi, en megintakmark þeirra er að
tryggj a það, að verkafólk fái það fyrir vinnu
sína, er það þarf, til þess að geta dregið fram
lífið á sómasamlegan hátt. En eins og efna-