Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 27

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 27
AFMÆLISRIT BALDURS 21 leg afkoma er undirstaða þess, að menn geti lifað nokkru menningarlífi, er barátta fyrir auknu kaupgjaldi ekki það eina, sem verka- lýðsfélög þurfa að skipta sér af og hafa látið til sín taka. Allt, sem viðkemur bættum lífs- kjörum og menningu alþýðu manna, er eðli- legt að verklýðsfélögin geri að baráttumálum sínum. Svo hefir það einnig verið. I verka- lýðsfélögunum hefir fyrst verið rætt, og fyrst hafin barátta fyrir ýmsum menninga.rmálum alþýðunnar, auknum þjóðfélagsréttindum, bættum húsakynnum, tryggðu öryggi, aukinni fræðslu o. s. frv. Þýðing verkalýðsfélaganna hefir því verið margvísleg í menningarlegri þróun seinustu áratuga. Og ég bygg, að þjóðin megi í beild vera verkalýðsfélögunum þakk- lát fyrir það, að félagar þeirra hafa átt stolt til þess að upphefja rétt sinn og gildi i bar- áttunni fyrir réttindum alþýðunnar. Þeirri baráttu er það ekki sízt að þakka, a.ð enn eigum við þróttmikla og mannaða alþýðu- stétt. Nú er svo komið, að enginn talar lengur upphátt um það að berja þurfi verkalýðsfélög- in niður. Þau hafa fyrir löngu myndað fé- lagasambaiul og eru orðin að sterkri samtaka- beild, sem ógerningur er að líta framhjá eða borfa niður á. Þeir, sem áour börðust mest gegn þeim, segjast nú elska þau og sækjast eftir að verða vinir þeirra, eftir því sem yfir- lýsingar þeirra bljóða. Enginn gerist nú svo ógætinn að segja, að verkalýðsfélög eigi ekki rétt á sér. En það heyrist stundum stunið undan ofurvaldi þeirra og hvíslað um, að þau séu orðin ríki í ríkinu — þau haldi uppi óeðli- lega báu kaupgjaldi, dýrtíð í landinu og þau beri nú ábyrgð á, bvernig atvinnuvegunum reiði af. Rétt er það, að samtakaheild verklýðsfé- laganna, er sterkt vígi og vald þeirra mikið, en miklu valdi fylgir ávallt ábyrgð. En ég bygg, að það sé ríkt í eðli íslenzkrar alþýðu að beita dómgreind og sanngirni í baráttu sinni, sé ckki vélt um fyrir henni. Sigrar verkalýðsfélaganna hafa hingað til byggzt á sleitulausri baráttu — jafnri þróun til bættra aðstæðna.. öðruvísi hefðu þau ekki náð sigrum sínum. Og meðan þau ekki láta blekkjast til ævintýralegra og fjarstæðukenndra átaka, hygg ég, að ekki þurfi að óttast, að þau beiti valdi sínu til niðurrifs í stað uppbyggingar. En fajri svo, að þau geri baráttu sína að ýkju- kenndum hamförum, hafa þau sjálf skilið við þá þróun, sem gaf þeim valdið, og gefið andstæðingum sínum þann höggstað, sem þeir hafa beðið eftir. Verkalýðsfélagið Baldur, sem nú minnist þrjátíu ára starfsemi sinnar, hefir sjálfsagt oft þótt harðskeytt í kröfum sínum um kaup- gjald og bætta aðbúð fyrir verkafólkið hér i kaupstaðnum. Ég hygg þó, að allir nema for- blindaðir andstæðingar þess viðurkenni, að félag þetta hafi þrátt fyrir allt aldrei i'arið með hávaðakröfur einar, heldur það eitt, sem sýnt var, að hægt var að framkvæma. Félag- ar Baldurs bera sjálfsagt.á þessum afmælis- dcgi nokkurt stolt 1 brjósti yfir þessu félagi sínu, sem fyrir þrjátíu árum barðist af ýtr- ustu kröftum fyrir tilverurétti sínum við harðskeytta og miskunnarlausa andstæðinga, en hefir síðan tekizt að vinna ómetanlega sigra fyrir bættri afkomu og aukinni menn- ingu vinnandi fólks í kaupstaðnum, auk þess sem það hefur verið hvatning og til fyrir- myndar í baráttu verkafólks í nálægum kaup- túnum. En barátta verkalýðsfélagsins Bald- urs hefur alltaf borið einkenni þess, að það hugði á jafna sókn til efnalegra og menn- ingarlega sigra fyrir verkafólkið, en hugðist aldrei með heljarstökki að ná framtíðarmark- inu og lokasigri, sem reyndar er aldrci fyrir hendi, meðan einhver þróun á sér stað. Haldi félagið svo áfram starfi sínu og baráttu, hygg ég, að hvorki þurfi að kvíða ofurvaldi þess né aðgerðaleysi. Þórleifur Bjarnason.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.