Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 28
22
AFMÆLISRIT BALDURS
Ragnar G. Guðjónsson:
í síld fyrir átján árum.
Ég var nýskriðinn út lir skólastofunum og
setlaði að afla mér mikils fjár yfir sumarið.
Éess vegna hafði ég lcitað á náðir eins síld-
arkaupmannsins og beðið hann um vinnu á
planinu hans um sumarið, og það sem meira
var, ég hafði fengið plássið, og nú var ég á
leiðinni til Siglufjarðar í síldina.
Flóabáturinn „Unnur“ lagðist að bryggjunni
laust eftir miðnætti, en útgerðamaðurinn, sem
ég var ráðinn hjá, stóð á bryggjunni og tók
á móti mér og félaga mínum, sem líka var
skólapiltur og ætlaði að vinna á sama stað
og ég um sumarið.
Oklcur var vísað á „braggaplássið“, þar sem
við áttum að i)úa um sumarið. Þa.r var slcgið
upp rúmbálkum meðfram báðum hliðurn her-
hergisins og efri kojum með annari hliðinni.
Við félagarnir völdum okkur tveggja manna
rúm út við gluggann. Glugginn var fremur
lítill og sumar rúðurnar brotnar, en við hugs-
uðum, a.ð það gerði bara loftræstinguna betri,
en reyndin varð nú samt sú, að lofti’æstingin
var mest í því fólgin, að reykjar- og gufusvælu
frá síldarverksmiðj unni „Rauðku“ lagði bcint
inn til okkar. Við félagarnir bjuggum nú um
okkur eftir beztu getu og fórum að sofa.
Þegar við mættum á planinu næsta morg-
un, kom það í Ijós, að ekkert var handa okk-
ur að gera. Datt okkur þá í hug, að bezt væri
að nota tímann til að skoða bæinn, en þeg-
ar við vorum að búa okkur i sparifötin, kom
sendimaður til okkar og bað okkur að koma
í kolavinnu. Tókum við því boði. Þegar við
komum á vinnustaðinn, var verið að losa
kolaskip. Var kolunum sturtað á bryggjuna
og þeim síðan mokað upp í hjólbörur og síð-
an ekið upp i háan haug. Ég var spurður að
því, hvort ég hefði hj ólbörupróf, og tók ég
því ekki fjarri. Var þá strax látinn taka hjól-
hörur, og ók þarna kolum í tvo daga. Þetta
var hvorki leiðinlegt né erfitt verk, eftir að
Rggnar G. Gnðjóhsson
fjármálaritari Baldurs frá 1938
ég hafði lært á hjólbörurnar og komið þeim
svolítið til með því að smyrja þær vel og
vandlega.
Þegar lokið var við að afferma kolaskipið,
var vinna hafin á planinu okkar, enda var
þar í mörgu að snúast, því að útgerðarmaður-
inn, sem við unnum hjá, keypti lika saltað-
an fisk og lét okkur stundum vinna við
þurrkuð bein, og við allt þetta unnum við um
sumarið, eftir því sem á stóð.
Við vorum ráðnir þannig, að fyrst fengum
við mánaðarkaup, og þurftum við að skila
60 klst. á viku, eða 10 klst. á dag. Þegar þeim
liafði verið skilað, var okkur greitt eftirvinnu-
kaup og loks helgidagalcaup fyrir sunnudags-
sólarhringinn, og var það kr. 2,00 á klst., en
kr. 1,80 fyrir alla aðra eftirvinnu.
Nú fór að líða að því, að söltun hæfist.
Planið og bryggjan voru lagfærð eftir beztu
getu, síldarkössum raðað á planið, tómtunn-
um hlaðið upp, saltkassa og pækilkari kom-
ið fyrir á planinu. Þá var raðað upp við
kassana, fyrst kybbum, og stampar settir á
þau. Svo var sett tóm tunna við hvern stamp
og „stóir fyrir framan allt saman. Á þennan
„stól“ var saltilátið sett, þegar söltunin hófst.